Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 603 haus“. Og misjafnlega mæltist fyr- ir þetta tiltæki hans, eins og sjá má á vísu, sem þá kom upp, ef vísu skyldi kalla: Gvend í Haga grályndan gerir klaga sjerhver mann fyrir sína illu taug, upp hann setti lönguhaus. Jeg spurði Jóhann hver hann heldi að hefði verið tilgangur Guð- mundar, hvort þetta hefði átt að vera gamanleikur. Hann svaraði því, að svo mundi ekki hafa verið, hann hafi ætlað sjer að gera rok að bátunum, svo að þeim hefndist fyrir að róa, og þótt enginn hefði tekið fram fyrir hendurnar á hon- um, þá hefði mönnum þótt þetta ósæmilegt. Eitthvað hefði þá eimt eftir af trúnni á lönguhausa og gerningaveður, því að það hefði verið málsháttur í Þorlákshöfn, þegar veðurútlit var Ijótt: — Hann ætlar að gera eitthvert lönguhausaveðrið núna. Jeg hefi tekið báðar þessar sög- ur, svo hægt sje að bera þær sam- an og sjá hvernig sögusagnir skol- ast á fáum árum. Hitt er líka merki- legt, að enn skyldi eima eftir af hjátrúnni á lönguhausa og gern- ingaveður fyrir rúmum 60 árum. Á. Ó. ^ ^ ^ ^ ^ KONAN lá fyrir dauðanum. Hjá henni sat fósturdóttir þeirra hjóna. — Jeg fer nú bráðum að skilja við, sagði konan, en þú skalt ekki vera hrygg út af því. Jeg veit að fóstri þinn mun gera alt fyrir þig, því að honum þykir vænt um þig, og líklega væri það heppilegast að þið giftuð ykkur. — Já, við vorum nú einmitt að tala um það áðan, sagði stúlkan snöktandi. Konunni brá svo mikið að henni . batnaði. ENGINN maður er með öllu gagnslaus í lífinu — ef ekki er annað þá getur hann sýnt með dæmi sínu hvernig menn eiga ekki að lifa. og jeg vona að þú verðir eins við nýa húsbónda þinn. Þú verður að vera hon- um hlýðinn og tala í hvert skifti sem hann óskar þess.“ En þá sagði hundurinn með áherslu: „Mjer dettur ekki í hug að ljúka upp mínum kjafti fyr en víxillinn er greidd- ur.“ BÚKTALARI nokkur var að ganga inn í veitingahús, en í sömu svifum kemur þar hundur hlaupandi og verður hon- um samferða inn um dyrnar og inn að veitingaborðinu. Búktalarinn bað veit- ingamann að láta sig fá viský og sóda. Svo sneri hann sjer að hundinum og sagði: „Hvað viltu fá, Bill?“ Og veit- ingamaðurinn heyrði glögglega að hundurinn svaraði: „Láttu mig fá brauðsneið með fleski." Þetta þótti veitingamanni afar undar- legt. Hann gaf hundinum hornauga, en sagði ekki neitt, heldur færði búktalar- anum drykkinn og hundinum brauðið. Eftir nokkra stund bað gesturinn um í glasið sitt aftur, og svo sagði hann við hundinn: „Hvað má jeg nú bjóða þjer, Bill?“ Hundurinn svaraði: „Láttu mig fá brauðsneið með fleski, en jeg vil ekki að sinnep sje á henni.“ Það flaug í hug veitingamanns að það mundi sjer stórhapp ef hann eign- aðist þennan merkilega hund, sem kunni að tala. Hvílík ös mundi ekki verða í veitingakránni þegar það vitn- aðist að þar væri talandi hundúr. Hann spurði gestinn hvort hann vildi selja hundinn. Það kom skelfingarsvipur á gestinn. Nei, honum hafði ekki komið til hugar að selja hann Bill, vin sinn og fjelaga. Gestgjafi sótti málið því fastar og þá fór búktalarinn að linast. Tímarnir væru erfiðir, sagði hann, og ef hann gæti fengið 1000 dollara fyrir hundinn, þá------ Gestgjafa þótti verðið ekki of hátt, en hann átti ekki nema 400 dollara í eigu sinni. Vildi ekki gesturinn selja sjer hundinn gegn því að fá 400 dollara greidda út í hönd og 600 dollara víxil til þriggja mánaða? Hann kvaðst vera viss um að hann gæti borgað 600 doll- ara eftir þrjá mánuði, af því að hann helt að hann mundi græða svo mikið á hundinum. Þeir keyptu þessu. Búktalarinn fekk 400 dollara og vixilinn og stakk hvoru tveggja á sig. Svo sneri hann sjer að Bill til að kveðja hann. „Vertu sæll, vinur minn,“ sagði hann. „Þú hefur reynst mjer trúr og dyggur ^ ^ ^ ^ ^ ótijtta EFTIR að hafa athugað æviferil 6813 manna lýsti Raymond Pearl yfir því, „að tóbaksreykingar styttu líf manna og hve miklu það nemur fer eftir því hvað menn hafa reykt mikið.“ Hann komst að þeirri niðurstöðu að meðal- aldur manna væri: Þeirra, sem ekki reykja.........67,7 ár Þeirra, sem reykja í hófi....... 65,5 — Þeirra, sem reykja mikið........57,7 — Með öðrum orðum: Þeir, sem reykja í hófi, glata ekki fyrir það nema 2,2 árum af ævi sinni, en þeir, sem reykja mikið, glata 10 árum af ævi sinni. Þetta má líka skýra á annan hátt. Sá, sem reykir í hófi styttir líf sitt um 12,7 mínútur með hverri sígarettu; sá, sem reykir mikið, styttir líf sitt um 34,6 mínútur með hverri sígarettu. Sá, sem reykir að jafnaði einn pakka af sigar- ettum á dag, styttir ævi sína um 11,5 klukkustundir með hverjum pakka, sem hann reykir. (Eftir „Conditioned Reflex Therapy). ^ ^ ^ ^ ^ Keijliincjar ÞEGAR öndin skilur við líkamann, deyr líkaminn ekki allur samstundis. Húðin er lifandi í fimm daga þar á eftir, beinin í þrjá daga, blóðkornin 18 klukkustundir. Vöðvar í handleggjum og fótum eru kvikir í fjórar klukku- stundir, heyrnin heldur áfram í eina klukkustund, sjónin í 30 mínútur. — Hjartavöðvarnir hætta að starfa 20 mínútum eftir viðskilnaðinn, og heila- frumurnar deya ekki fyr en eftir hálfa klukkustund. DÖKKEYGIR menn sjá betur í myrkri en ljóseygir. Þess vegna sjá Svertingj- ar fjórum sinnum betur í myrkri en hvítir menn. Dökkum augum er ekki heldur jafn hætt við ofbirtu og ljösum augum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.