Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 1
FYRSTA SÍMAMÁLIÐ Á ÍSLANDE „Fox“ í sjávarháska hjá Grænlandi. FYRIR tæpum 100 árum (27, ágúst 1850) var fyrsti sæsíminn í Ev- rópu lagður yfir Ermarsund milli Calais og Dover. Vegalengdin er 21 ensk míla í loftlínu, en 30 mílna langan þráð þurfti til þess að ná yfir sundið. Þegar þessu verki var lokið kom upp mikill áhugi fyrir því, að leggja sæsíma yfir Atlantshaf, milli Ameríku og Evrópu. Var það þó ærið miklu erfiðara viðfangsefni, því að vegarlengdin er alt að 100 sinnum meiri en yfir Ermarsund og þó enn tilfinnanlegri munur á sjávardýpi. Þrjár leiðir var um að velja. Bretar og Bandaríkjamenn vildu leggja símann beint frá New- foundland til írlands, Frakkar og suður-Evrópuþjóðimar vildu að síminn lægi frá Brasilíu um Kap Verdeeyar. En einn maður, Talia- ferro Preston Shaffner frá Ken- tucky, vildi að síminn lægi frá Labrodor um Grænland, ísland, Færeyjar og þaðan annað hvort til Noregs eða Skotlands. Benti hann fyrstur manna á það, að sú leið væri stytst milli heimsálfanna. Auk þess væri skamt á milli landa og hvergi mikið dýpi, en menn hefði enn ekki fundið upp sæsíma er væri öruggur á langri leið og þar sem mjög djúpt væri. Þrátt fyrir það þótt Shaffner væri einhver frægasti símafræð- ingur í Bandaríkjunum, var ekki trútt um að menn gerðu gis að til- lögu hans. Og sumum fannst það ganga vitfirringu næst að ætla að leggja sæsíma þar sem væri haf- þök af ísi. Einkaleyfi. Shaffner kipti sjer þó ekki upp við þetta. Árið 1854 fór hann til Danmerkur og fekk einkaleyfi hjá konungi til þess að leggja síma- þráð á eigin ábyrgð frá Norður- Ameríku um Grænland, ísland, Færeyar og þaðan til Noregs og ^eftir Noregi og Svíaríki til Kaup- mannahafnar, og „skal þar vera endinn á þræði þessum. Veitist hon um 10 ára frestur til þess að koma þessu í framkvæmd, en einkaleyf- ið gildi þá til 100 ára frá dag- seningu“. — „Land það, bæði af eignum konungs og einstakra jarð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.