Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 2
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eigenda, er þarf að leggja rafsegul- þráðinn eftir á Grænlandi, íslandi og Færeyum, má Shaffner eiga von á að fá með þeim kostum, er seinna skulu til teknir“. Til ábyrgðar því að fyrirtæki þetta gengi skjótt, skyldi Shaffner sýna og sanna eftir 3 ár að hann hafi í það lagt að minsta kosti 100.000 ríkisdali. Hafi hann þá eigi varið svo miklu fje í það, átti hann að fá dönsku stjórninni í hendur til varðveislu það fje er á þá upp- hæð skorti, „og skal það fje end- urgreitt ef þráðurinn er kominn í lag á 10 ára fresti, annars skal danska stjórnin eiga fje þetta“. Ekki varð nú samt úr því, þrátt fyrir einkaleyfið, að menn aðhyllt- ust hugmynd Shaffners. Annað sæsímafjelag var stofnað og á ár- unum 1857—58 lagði það sæsíma beint frá Newfoundland til ír- lands. Hann var vígður með því að símsend var ræða, sem Viktoria Englandsdrotning helt í tilefni af þessum merkisatburði. Var þá al- mennur fögnuður bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. í New York var mikið um dýrð- ir, mannfjöldi á götum úti ör af gleði og flugeldum skotið. Var á- kafinn svo mikill að flugeldarnir kveiktu í ráðhúsi borgarinnar og brann þa$ til kaldra kola. En gleðin varð skammvinn. Spár Shaffners rættust. Sæsíminn bilaði óðar. Hann hafði kostað 400.000 sterlingspund og þeim peningum hafði bókstaflcga verið íleygt i sjóinn. Shaíl'iicr fer á stúfana. Þegar þannig var komið fó% Shaffner aftur að hugsa sjer til hreyfings. Sumarið 1859 leigði hann sjer lítið skip og sigldi á því frá Labrador til Grænlands og mældi dýpi á þeiin slóðum. Vildi nú svo til að þetta sumar var engnm is við Grænland og gat Shaffner siglt þar fram og aftur hindrana- laust og jafnvel langt norður með austurströndinni. Af þessu dró hann þá ályktun, að sögurnar um hafís við Grænland væri eintóm- ar skröksögur. Hann helt nú áfram ferð sinni til íslands, Færeya og Englands og mældi dýpi á þeirri siglingaleið. Og þegar til Englands kom var hann mjög kampakátur og helt fyr irlestra um leiðangur sinn og fyr- irhugaða sæsímalínu á þessum slóðum. Mörgum fanst hann taka djúpt í árinni er hann lýsti ísleys- inu við Grænland, en þó fór svo að hann vann marga háttsetta menn á sitt mál og fekk firmað Croskey & Magnus til þess að ganga í fjelag við sig. Honum varð einnig svo vel á- gengt, að enska stjórnin lofaði að leggja til tvö skip á næsta sumri, „Bulldog“ og „Fox“ til þess að ann- ast rannsóknir á þessari leið. Átti „Bulldog“ að mæla sjávardýpi á þeim slóðum, er síminn átti um nð liggja, en „Fox“ skyldi rannsaka hvar best væri að sæsímaspottinn kæmi á land í Færeyum, íslandi cg Grænlandi. Danska stjórnin lofaði að leggja til tvo menn í „Fox“-leiðangurinn, og urðu fyrir valinu Th. Zeilau, yfirliðsforingi og Arnljótur Ólafs- son alþingismaður. Sennilega hef- ir hann verið valinn vegna þess. að Grímur Thomsen hafði komið -honum í kynni við barón Blixen- Finecke. Hafði Arnljótur verið kennari sonar hans og fylgl þeim feðgum suður í lönd. Vorið eftir sendi danska dóms- málaráðuneytið tilkynningu um það hingað til lands (9. og 20. júní) að von væri á þessum skip- um og lagði i'yrir stiptamtmann og amtmcnn að lúta leiðangursmönn- uiu i tje „alla þa greiðvikni og hjálp, sem þeim er unt við að koma ug vió að kanna þa staði, þar sem mætti koma þræðinum á land og ákveða hver stefna væri hagkvæm- ust fyrir þráðinn hjer á landi“. Einhver kvittur hafði þó komið upp um það, að Shaffner hefði þeg- ar fyrirgert einkaleyfi sínu. Út af því hafði fjármálaráðuneytið danska birt yfirlýsingu um, að þetta væri tilhæfulaust. Shaffner hefði þegar afhent stjórninni 100.000 rdl. til varðveislu. Seinna fekk stjórnin honum aftur þetta fje til frjálsra afnota. Fox-leiðangurinn. Skipið „Fox“ var upphaflega kappsiglingasnekkja, en svo keypti frú Franklin það fyrir 2000 stpd. og sendi það í leiðangur til að leita að manni sínum, Sir John Franklin og skipverjum hans, sem horfið höfðu á rannsóknaför norðan við Kanada. Var skipinu þá breytt mjög, svo að það þyldi sem best ferðalag og hnjask í íshafinu. Sigl- ingakjölurinn var tekinn af því og blýkjölur settur í staðinn, tvö vatnsheld skilrúm gerð um skipið þvert, settir voru í það nýir bitar og öll skipsgrindin styrkt sem best, en utan á byrðinginn voru settar tvennar klæðningar af 3 þuml. þykkum bjálkum. Skipið átti að leggja á stað frá Englandi hinn 16. júlí, en þá sýndi Viktoría drotning þann áhuga á fyrirtækinu að hún óskaði að fá að skoða skipið áður cn það legði á stað. Var því fyrst siglt til eyar- innar Wight, þar sem drotning dvaldist þá. Kom hún um borð í „Fox“ ásamt Albert manni sínum og prinsessunum Alice, Helene og Louise. Voru þá allir yfirmenn skipsins og fulltrúar dönsku stjórn- arinnar kyntir fyrir drotningu, og sýndi hún Arnljóti Ólafssyni þá vij ðingu að spyrja hann um ýmis- legt frá íslandi. Daginn eftii- voru svo allir þessir menn i boði á skemtisnekkju diotrungar. „Fox“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.