Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 14
P 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þeir, sem hafa sykursýki, ættu að fara varlega með fæturnar ÆÐAKÖLKUN er einn af fylgi- fiskum ellinnar, en hún gerir vart við sig miklu fyr hjá þeim, sem hafa sykursýki. Æðakölkun lýsir sjer þannig, að þanþol æðaveggj- anna minkar, æðarnar harðna og stíflast oft og tíðum af blóðlifur. Þá minkar aðstreymi blóðs til þeirra hluta líkamans, sem þessar æðar liggja um og frumuvefurinn sýkist og deyr. Fyrst og fremst kemur þetta fram í fótunum, sem eru fjærst hjartanu. Menn verða oft varir við óþæg- indi í fótunum, kulda og dofa í tánum og iljunum. Ef hendi er strokið niður fótlegginn, hattar oft um við öklann hvað hitinn er minni þar fyrir neðan en fyrir ofan. Stundum getur hattað um upp und- ir hnje. Þá fylgir oft sinadráttur og þreytuverkur í káhunum og leggnum, ef menn ganga upp einn cða tvo stiga. Ef æðakölkunin er komin á svo hátt stig, að blóðrásin fram í tærn- ar stöðvast, þá er hætt við að menn fái sár á fótinn. Og ef menn skyldi fá einhverja slysaskeinu á fótinn. þá er blóðrásin ekki ógu öflug til þess að lireinsa sárið, svo aö það geti gróið, og verður þá úr því átu- mein. Ef sykursýkis sjúklingar fá átu- mein í fótinn, þá er ekki um annað að gera en taka fótinn ai' fyrir ofan hnje. 1 einstaka tilfelli gcla læknar latið nægja að taka af ema eða fleiri tær með sárum, til þess , að bjarga fætinum. En venjuleg- ast verður að taka fótinn af fyrir of an hnje, vegna þess hvernig æða- kerfið er fyrir neðan hnje. Hafi sjúkhngur fengið átumein í fótinn og dregur það lengi að fara til læknis, eða afsegir að láta taka af sjer fótinn, þá mun eitrun- in frá átumeininu berast með blóð- ínu um allan líkamann og verða honum að bana. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að hirða mjög vel og nákvæmlega fæturnar á sjer. Og hjer gefur amerískur læknir, C. Johnstone Jones, nokkrar leiðbein- ingar fyrir þá sem hafa sykursýki, um það hvernig þeir eigi að hirða á sjer fæturnar: 1. Besta ráðið til þess að forð- ast átumein, er að fylgja settum reglum gegn sykursýkinni sjálfri, hafa ákveðið mataræði og nota in- suhn daglega. 2. Sjúklingar, sem verða varir við fótakulda, mega alls ekki reykja. Reykingar hafa mjög ill áhrif á háræðarnar, sem flytja ildi úr blóð- inu út í frumuvefinn, og geta hár- æðarnar jafnvel slíflast algjörlega. Yfirleitt ættu sjúklingar ekki að neyta neins tóbaks, því að öll tó- baksnotkun er til tjóns. 3. Menn verða að varast að hrufla sig á fótum, eða íá sár á þá. Níu af hverjum tíu, sem fá álu- mein í fætur, geta um kent ein- hverri smáskurfu, liaía máske blóðgað sig þegar þeir voru að skera al sjer neglur eða likþorn, fengið skósæri eða þvi um líkt. Þetta getur verið örhtið í byrjun, en hafi menn gengið lengi með sykursýki, þá geta smáskeinur breyst og umturnast og orðið að átumeini. Ef sjúklingur fær ein- hverja skrámu á fót, ætti hann þegar í stað að fara til læknis. 4. Gætið þess að fæturnir verði ekki fyrir miklum hita nje mikl- um kulda. Hvort tveggja er jafn slæmt. Kuldi hefir þau áhrif á hár- æðarnar að þær skreppa saman og stíflast, en hiti hefir þau áhrif á frumurnar að þær krefjast miklu meira ildis en blóðæðarnar eru færar um að láta í tje. 5. Sofið í lilýum sokkum þegar kalt er, og gangið altaf í hlýum og hreinum ullarsokkum þegar kalt er. Þetta á bæði við um konur og karla og sokkarnir verða að vera háir og það mega ekki vera teygju- bönd í fitinni til að halda þeim uppi. Aldrei skyldu sjúklingar fara í heitt fótabað. Ekki mega, þeir heldur nota hitaflöskur við fæturn- ar og aldrei má baka fæturnar und- ir sólarljóss eða hitalampa. 6. Notið rúma skó úr mjúku leðri. 7. Þvoið yður daglega um fæt- urnar upp úr ylvolgu sápuvatni. Þerrið fæturna vel á eftir og ber- ið á þá lanolin, til þess að gera þá mjúka. 8. Aldrei skyldi sjúklingur fást við það sjálfur að hreinsa eða skera fótneglur sínar. Þeir geta ekki gert það svo vel íari. Menn eiga að fá hjúkrunarkonu til þess, og læknir á að segja henni hvernig hún á að íara að þvi. Munið eftir því, að ein lítil skeina getur valdið því að þjer missið fótinn. Það er engum sjúkling ofvaxið að fara eftir þessum ráðum og hirða vel fætur sína. En ef svo skyldi nú í'ara, þrátt fyrir alla aðgæslu, að þcir fái einhverja skeinu á fætur og húu grói ekki sjaifu sjer á fáum dogum, þá eiga þeir þegar í stað að leita læknis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.