Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 komst því ekki á stað fyr en 20. júlí. Tafðist skipið nokkuð við at- huganir á Færeyum og kom ekki til íslands fyr en 4. ágúst. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir því að síminn frá íslandi væri lagður á haf út við Dyrhóla- ey. En kunnugir menn hafa bent Shaffner á að betra væri að velja einhvern af Austfjörðum og þess vegna sigldi „Fox“ til Berufjarðar og eftir mælingar þar leist þeim ágætlega á staðinn. Brjef frá Shaffner. Hjer þykir rjett að taka upp brjef frá Shaffner, sem birtist í Þjóðólfi í mars 1860. Sýnir það best hvað Shaffner var bjartsýnn og gerði sjer ekki grein fyrir þeim erfið- leikum, sem á því voru að koma þessu fyrirtæki í kring. Brjefið er svolátandi: „Með þessu brjefi hefi jeg þá á- nægju að gefa yður (ritstj.) til kynna, að jeg hefi hjer um bil lok- ið við þau störf, er eiga að undir- búa „Telegraph“-línu þá, sem jeg ætla að leggja um norðurhöf milli Evrópu og Ameríku, yfir ísland, Færeyar og Grænland. Fyrst í maí- mánuði mun jeg hefja för mína norður og ætlast jeg svo á, að jeg muni koma til Reykjavíkur í júní- mánuði, en til þess tíma verð jeg að kanna Færeyar og hafið milli þeirra og íslands. Áður en árinu 1860 er lokið ætla jeg mjer að vera búinn að leggja alla „Telegraph“- línuna milli Norðurálfu og Amer- íku ........“. Ritstjóri Þjóðólfs (Jón Guð- mundsson) hnýtir þessum ummæl- um við: „Vjer teljum víst, að landsmenn geri sjer far um að lála þessum hinum þjóðkunna útlending, er hef ir svo mikilfcnglegt og allau lieim- iim rm.kilj varðandi fýrirtæki fyrir stafni, það er einnig ma verða voru landi til hirma mestu framfara og heilla þá stundir líða fram, alla þá velvild í tje, þjónustusemi og aðstoð, sem þeim er svo lagið“. Þessi ummæli Jóns, um þýðingu símans fyrir íslendinga, munu hafa verið töluð úr allra hug, því að ís- lendingar biðu þess með eftirvænt- ingu og tilhlökkun að fyrirtæki þetta kæmist í framkvæmd. Þeir sáu, að með því var einangrun landsins lokið. En hversu hættu- leg sú einangrun var, höfðu þeir fengið að reyna á harðindaárum og ekki síst í stríðinu milli Dana og Englendinga. Nú víkur sögunni — Nú víkur sögunni aftur til „Fox“- leiðangursins. í Berufirði skildu þeir Shaffner, Zeilau og einn af yfirforingjunum við skipið til þess að kanna landleiðina suður þar sem landsíminn skyldi verða lagður. Hefir Zeilau ritað ferðasöguna í bók, sem heitir „Foxleiðangurinn“, og gefin var út í Kaupmannahöfn árið eftir. Þeim var það ljóst að ekki mundi viðlit að leggja símalínuna eftir suðurströndinni. Segir Zeilau að um þrjár leiðir hafi þá verið að velja, úr Mývatnssveit suður yfir Sprengisand, frá Akureyri Vatna- hjallaveg og Kjöl, eða þá bjóð- leiðina suður eftir bygð. Shaffner mun hafa verið áhugamál að hafa landsímann sem stystan og þess vegna viljað fara með hann yfir hálendið. Var þeim sagt að þá yrði Sprengisandsleiðirj best. En þeir völdu að fara suður Kjöl og álykt- uðu sem svo, að ef fært sýndist að leggja símann þá leið, mundi auð- velt að leggja hann Sprengisands- leiðina, úr því að hún væri betri. Þegar hingað kom var Shaffner að mcslu .cinráðinn í því hvernig landsíminn skyldi liggja eftir því sem segir í íerðabókinni og „Þjóð- ólfi“. Hann atti að hggja frá Beifi firði aó Brú a Jokuldal, þaóan yfir öræfin norðan Vatnajökuls og suð- ur Sprengisand, norðan við Fiski- vötn, vestur Holtamannaafrjett, yf- ir Þjórsá í óbygðum og vestur Hruna- og Flóamannaafrjett ofan í Biskupstungur, þaðan um Þingvöll og yfir heiði, sennilega að Reyni- völlum í Kjós, því talað var um að sæsíminn frá Grænlandi kæmi þar á land. Djörf fyrirætlun. Eins og á þessu má sjá, átti land- síminn að liggja að mestu leyti í óbygðum. Að vísu voru þá engir vegir til hjer á landi, svo að ekki er víst að símalagningin hefði reynst mjög miklu erfiðari þessa leið, heldur en um bygðir. En hitt er nokkurn veginn víst, að í vetrar- veðrum hefði síminn margslitnað á þessari leið, ekki hægt að gera við hann fyr en að sumri og þess vegna hætt við að sambandslaust hefði verið mestan hluta vetrar milli Suðurlands og Austurlands, og þar með rofið sambandið milli Ameríku og Evrópu. En þótt þessi fyrirætlun væri djörf, þá var hún ekkert á móts við fyrirætlanirnar í Grænlandi. Þar ætlaði Shaffner að leggja símann þvert yfir jökulinn írá Juliane- haab (Einarsfirði) til austurstrand arinnar. Og þegar „Fox“ fór heðan í önd- verðum september sigldi hann þvert vestur frá Snæíellsnesi til austurstrandar Grænlands, og þar átti að setja þá Shaffner, Zeilau, Arnljót og dr. Rae:|: á land í óbygð- um og áttu þcir að ganga þvert yfir jökulinn vestur til Juliane- haab, en þar skyldi „Fox“ bíða þeirra. Varla er nokkur vafi á því, að þcssir mcmi hefði allir drepið sig, 0) Kae var frægur norðurfari.. Er hans viða getið, m. a. í bokum Vil- hjalms Stefánssonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.