Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 10
22 LESBÓK MORGUNBL AÐSINS það að flestir menn deyja óttalaus- ir. Þó verðum vjer að hafa það hugfast, að áður en þar að kemur, geta þeir hræðst dauðann. Sú hræðsla getur jafnvel orðið svo mögnuð að tilfinningalíf þeirra eða sálarlíf gangi úr skorðum. En menn jafna sig aftur. Þótt þeir sætti sig ekki við xilhugsunina um dauðann á meðan þeir eru heil- brigðir, þá gera þeir það langflest- ir þegar dauðann ber að dyrum. Verið getur að þetta stafi að ein- hverju leyti af því, að fæstir eru sjer þess fyllilega meðvitandi að þeir eigi skamt eftir ólifað. Og bað er gott. Jeg held að rjett fyrir dauðann sljófgist skilningarvit manna. Það er líka mikil misk- unn, að margir sjúklingar eru rænu iausir áður en þeir deya. Myron Prizmetal M. D. aðstoðarlæknir við Cedars of Lebanon Hospital, Los Ang- eles. Það sem Osler hefir svo spaklega mælt, er algjörlega satt. Shakes- peare sagði einmitt þetta sama: ..... vort stutta líf er umvafið svefni“. Og þetta er nú rjettara en áður. Það er skylda lækna að sjá um að það sje jafn þjáningarlaust að deya eins og að fæðast. Og það er varla að neinn maður, sem er undir læknishendi, deyi kvala- fullum dauðdaga. Mjög fáir sjúklingar gera sjer grein fyrir því að þeir sjeu að deya. Það er alveg sama hvort sjúkdómurirm er krabbamein, lungnabólga, berklaveiki eða ein- hver annar sjúkdómur, þá er sjúkl- ingum altaf brugðið áður en dauð- inn fer að. Sálarlíf hans fjarar smám saman út, stig af stigi þang- að til öllu er lokið. Fyrst kemur mók og svo svefnmók, blóðþrýst- ingurinn lækkar, andardrátturinn vferður hægari og seinast hættir hjartað að slá. Fólk er aðallega hrætt við dauð- ann þegar það veit ekki hvað að sjer gengur. Það er hrætt þegar það kemur til læknisins í fyrsta sinn og býst við að eitthvað alvar- legt sje á ferðum. En sje því nú sagt að það eigi skamt eftir ólif- að, þá sættir það sig þar við. Og þess ber að minnast að lífið er þung byrði fyrir þá sem hafa hjartasjúkdóm, eða eru haldnir öðrum veikindum, sem gera bá að aumingjum. Fyrir siíka menn er dauðinn kærkominn. Walter Alvarez, M. D., prófessor í lyflæknisfræði við Mayo Foundation, Rochester. Jeg er Osler algjörlega sammála um það að flestum líður mjög vel þegar þeir deya. Jeg hefi þekt menn, sem voru með alveg rjettu ráði fram í andlátið, og það var ekki að sjá að þeir kviði því, sem fram undan var. Aðrir falla aftur á móti í mók og vita svo ekki af sjer meira. Oft eru það ættingjar sjúkling- anna sem eru hræddir og kvíða- fullir, en ekki sjúklingarnir sjálfir. Oft hefir þeta fólk sagt við mig í trúnaði: „Jeg bið yður í guðs nafni, læknir, að segja honum ekki frá því að hann sje með krabba- mein, því að það getur gert út af við hann. Það getur meira að segja verið að hann fremji sjálfsmorð“. Þessu svara jeg ætíð á þessa leið: ., Jeg hygg að þjer hafið rangt. fyrir yður. Mjer þykir miklu lík- legra að honum ljetti við að fá að vita eihs og er. Honum líður bet- ur ef jeg tala hreinskilnislega við hann, því að þá veit hann að hann má treysta mjer“. Eftir 40 ára læknisstörf minnist. jeg þess ekki að einn einasti mað- ur hafi framið sjálfsmorð vegna þess að jeg sagði honum helberan sannleikann. En hundruð sjúklinga hafa þakkað mjer hjartanlega og sagt að jeg hafi ljett af sjer þungu fargi. Þegar ættingjar sjúklings hafa beðið mig að skrökva að sjúkling, var jeg vanur að svara: „Þjer vitið ekki hvað menn eru hugrakkir“ Aðeins einu sinni hefir það komið fyrir að sjúklingur sleppti sjer þeg ar jeg sagði sannleikann. Það var kona og jeg er viss um, að ein- hverjir hafa fylt hana ótta við víti. Hún var með hjartabilun. En að lokum saði hún við mig: „Læknir, nú hefi jeg fengið nóg og nú er jeg reiðubúin að fara sem fyrst“. Þessi saga er undantekning eins og jeg sagði áður. Langflestir taka því með jafnaðargeði þegar þeim er sagður sannleikurinn. Jeg minnist sjerstaklega eins manns, sem var með krabbamein. Þegar jeg hafði skoðað hann spurði hann: „Ef þjer væruð í mínum sporum, læknir, og ættuð ungan og efnilegan son, sem er að byrja í læknaskóla, hvort munduð þjer þá eyða eignum yðar í uppskurð, er máske gæti lengt líf yðar um nokkra mánuði, eða látið það vera?“ „Jeg mundi heldur láta dreng- inn fá peningana11, sagði jeg. „Jeg vonaði að þjer segðuð þetta“, sagði hann, „og þetta ætla jeg að gera“. Kona hans hafði sagt mjer að hann hefði ekki minstu hugmynd um hvað að sjer gengi og að hann mundi fremja sjálfsmorð, ef hann fengi að vita það. Ekki þekti hún nú mann sinn vel. Hann vissi vel hvað að sjer gekk, áður en jeg sagði honum það. Og þá varð hon- um fyrst hugsað til sonar sín^. Þetta hugrekki var sameiginlegt fjölda manna og kvenna, sem þjáð- ust af ólæknandi veiki. En hann var ekki aðeins hugrakkur, hann kunni ekki að hræðast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.