Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 AMERISKAR KIMNISOGUR MAÐUR er nefndur Georg og hann var daglegur gestur á drykkjukrá, þar sem sá þótti mestur maðurinn er mest gat drukkið án þess að „detta undir borðið“. Eitt kvöld kom Georg ekki og ekki heldur næsta kvöld. Og svo leið hálfur mánuður að hann sást ekki. Fjelagar hans botnuðu ekkert í þessu. En svo skýtur honum upp, öllum reifuðum og gangandi á tveimur hækjum. Þeir þyrptust ut- an um hann og spurðu í þaula hvernig á þessu stæði. — Hvernig jeg meiddi mig? sagði Georg. Jú, jeg skal segja ykkur það. Þið munið, að þegar jeg fór heðan seinast þá fann jeg ekki á mjer. Jeg hafði að vísu drukkið mikið um kvöldið, en jeg fann ekki á mjer, fremur en jeg hefði ekki bragðað dropa. En einhvern veginn grunaði mig það, að Brooklyn dvergarnir mundu heimsækja mig þá um kvöldið. Jeg fann það á mjer. Og þegar jeg var háttaður og hafði fleygt mjer upp í rúmið — jú, þarna standa þá tveir af þeim við fótagaflinn. — Hverjir eru þessir Brooklyn dvergar? spyr einhver. — Þekkið þið þá ekki? 9pyr Georg. Þetta eru svolítil kríli, svo sem svona háir (og hann mælir mcð héndinni svo sem spönn) og þeir eru í ljósgulum skyrtum. Og þarna stóðu nú tveir þeirra við fótagaflinn hjá mjer. Jeg lá alveg kyr og ljest sofa, en gaf þeim þó gætur og sá að þeir kinkuðu fvrst kolli í áttina til mín og svo hvor til annars og sögðu: „Þetta er liapn. ]Jctta cr snáðinn". Þá slökk jeg upp úr rúminu og ætlaði að þrífa þá, cu þeir komust undan, annar inn i ofrunn og hinn ut unr skráargatið. Jæja, sagði jeg við sjálfan mig, ætli þeir hafi ekki fengið nóg af þessu? Og svo fór jeg aftur upp í rúmið. Eftir svo sem eina mínútu leit jeg upp aftur, og hvað haldið þið að jeg sjái þá? Þarna á miðju gólf- inu standa þá sjö Brooklyn dverg- ar, stinga saman nefjum og segja: „Þetta er hann. Þetta er hann“. Jeg rauk þá á fætur eins og eld- ing, en jeg mist! af þeim. Þeir flugu í allar áttir, undir hurðina, yfir hurðina, í gegnum skráargatið og alls staðar. Þá helt jeg nú að jeg væri laus við þá. En rjett þegar jeg er búinn að breiða yfir höfuðið, þá heyri jeg eitthvert pískur, og þegar jeg leit upp, þá voru þarna sextíu dvergar. Jeg vissi að þeir ætluðu að gera mjer eitthvað, því að jeg sá að þeir litu ýmist á mig eða hver á annan og sögðu: „Þetta er hann. Já, það er áreiðanlegt að þetta er hann.“ Jeg var algáður, eins og jeg hef sagt ykkur, og jeg vissi vel hvað jeg átti að gera. Jeg stökk á fætur og rjeðist á þá, því að hið eina, sem dugar við Brooklyn dverga er að ráðast á þá. En þeir komust allir undan, hver einn og einasti. Og svo fór jeg upp í rúmið aftur og helt að þessu væri nú lokið. En hvað haldið þið að þá gerist? — Það vitum við ekki. Hvað gerðist? — Rjctt þegar jeg hafði breitt ofan á mig varð mjer litið upp og standa þá ekki þrjátíu og fimm þúsundir af þessum Brooklyn dvergum þar á gólíinu. Og nú voru þeir allir með byssur. Fyrirliðinn raðaði þeim í íylkingu, reif svo sveið sítt úr sliðrum, sveiflaði því yfir mjer og hropaði: „Þetta er hann, fjelagar. Þetta er hann.“ Og svo grenjaði hann: „Verið við búnir.“ Og svo grenjaði hann aftur: „Miðið....“ Eins og jeg hef áður sagt var jeg algáður og vissi vel hvað fram fór. Jeg sá hvað þeir ætluðu sjer. En áður en foringinn gæti skipað þeim að skjóta, hentist jeg upp úr rúminu og út um gluggann. Hann þagnaði um stund og skol- aði kverkarnar með vænum teyg af sterkum drykk. — Eins og þið vitið, þá á jeg heima á þriðju hæð og jeg kom hart niður, eins og þið getið skilið. En hugsið ykkur hvernig hefði far- ið, ef jeg hefði verið ölvaður og ekki nógu viðbragðsfljótur að henda mjer út um gluggann! —o— FRÚ LEVINSY haíði verið allan veturinn á baðstaðnum Palm Beach. En þegar hún kom heim um vorið Ijest hún snögglega. Tveir vinir hjónanna fóru heim til ekkilsins að hugga hann og tjá honum samúð sína. Þeim var vísað inn í stofu og þar sat hann við opna líkkistuna. Þeir virtu hina látnu fyrir sjer og annar þeirra sagði: — En hvað hún lítur vel út. Þá sneri ekkillinn sjer við og dæsti: — Þakka skyldi henni. Hefur hún kannske ekki verið í Palm Bcach í allan vetur? V -V -V ^ Maöur nokkur sótti um atvinnu og tilvonandi húsbóndi spurði hann spjör- unum úr. Meðal annars spurði hann: — Eruð þjer giftur? — Já, en er jeg þá óhæfur til að taka að mjer starfið? — Lungt í frá. Jcg vil helst hafa giíta menn i þjónustu minni, því að þeir rjuka ekki upp þegar jeg skamina þa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.