Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Síða 1
líl&ll
18. tölublað.
Sunnudagur 14. maí 1950.
XXV. árganguT
Ivar Guðmundsson
VÍÐFRÆGASTI ÍSLENDINGURINN
í EVRÚPU
VÍÐFRÆGASTI íslendingurinn, á
meginlandi Evrópu og þótt víðar
væri leitað, um þessar mundir, er
án efa Albert Guðmundsson knatt-
spyrnumaður. Tugþúsundir yngri
og eldri knattspyrnuunnenda um
alla Vestur-Evrópu þekkja og dá
knattspyrnusnillinginn, „íslend-
inginn Guðmundsson“, eða „Albert
íslending“, eins og hann er venju-
lega. kallaður í blöðunum. Og
frægð hans eykst með hverjum
kappleik. Eftir síðasta leik hans, í
Lyon hinn 16. apríl, var Al-
bert borinn „á gullstóli" um götur
borgarinnar, en mannfjöldinn
sýndi aðdáun sína með gleðihróp-
um og dansaði af kæti í kring um
knattspyrnusnillinginn íslenska,
eins og Suðurlandabúum einum er
lagið, er þeir hylla afreksmenn.
Bestu knattspyrnufjelög í heimi,
í Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu,
bjóða Albert gull og græna skóga,
ef hann vilji leika með þeim.
Hann hefir jafnvel fengið aðlað-
andi tilboð frá knattspyrnufjelög-
um í Suður-Ameríku. En öll þessi
frægð og aðdáun hefir síður en svo
stígið hinum unga manni til höf-
uðs. Hann er eins og hann var,
þegar hann ljek fyrsta meistara-
flokksleikinn sinn með „Val“ í
Reykjavík fyrir tæpum 10 árum.
Og þegar við erum sest í snotra
heimilinu hans, ásamt konu hans
frú Brynhildi og litlu dóttur
þeirra, Helenu Þóru, 3. ára, er eins
og að tala við „einn af strákun-
um“ frá því í gamla daga. En
milli þess, sem rabbað er um gamla
kunningja og endurminningar eru
rifjaðar upp frá íslandi, kemur sag-
an um Reykjavíkurpiltinn, sem
varð víðkunnastur íslendinga, að-
eins 27 ára.
Helt að „knattspyrnan
væri búin að vera“.
Þegar Albert Guðmundsson var
tvítugur, fór hann til verslunar-
náms í Edinborg í Skotlandi. „Þá
helt jeg að alvara lífsins væri
byrjuð og knattspyrnan búin að
. Albert Guðmundsson.
vera hjá mjer“, segir hann. — En
skotski þjálfarinn, Murdo Mc
Dougall, sem verið hafði hjá Val,
fekk Albert tii að halda knatt-
spyrnunni áfram. — Hann vissi