Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Qupperneq 7
irnar eru báðar óreyndar og máske að sumu leyti frumstæðar, en lentu báðar óforvarandi andspæn- is hinni öfgafullu nýtísku evróp- eiskrar listar. Eða máske liggur skyldleikinn í því, að báðar þjóðir hafa dálæti á höggmyndalistinni? „Þykir vænt um að íslendingar skyldu taka þátt í sýningunni“. Erik Juuranto sagði: Með mikilli eftirvæntingu og til- hlökkun beið jeg þess að norræna listsýningin væri opnuð í Helsing- fors, því að þetta var í fyrsta skifti síðan mjer hlotnaðist sá heið- ur að vera fulltrúi íslands í Finn- landi, að finnska þjóðin átti þess kost að kynnast íslenskri málara- list og höggmyndalist. Jeg vissi líka að listamenn og listunnend- ur í Finnlandi biðu þess með eftir- væntingu að kynnast hlutdeild ís- lendinga í sýningunni. Og þegar sama daginn og sýningin var opn- uð, sá maður að mikill áhugi var fyrir íslensku deildinni. Meðal íslensku myndanna voru margar mjög athyglisverðar. Og þótt jeg verði að játa, að mjer fanst alt of mikið kveða að hinni „abströktu“ list, þá var þó sýning- in eftir öllu að dæma yfirleitt svo, að hún sýndi hvar íslensk list stendur. Mörgum sinnum fleiri málverk hefðu selst á sýningunni, ef þar hefði verið meira af landlagsmynd- um eins og þeim er þeir Gunn- laugur Scheving og Pjetur Sig- urðsson sýndu. Jafnvel manna- myndir og kyrðarmyndir líkt og þær er Sigurður Sigurðsson sýndi, hefðu selst, því að finnskir listunn- endur hefðu gjarna viljað bæta ís- lenskum listaverkum í söfn sín. En „abstrakt“ myndir þýðir ekki að bjóða Finnum, og mjer er sagt að íslendingar vilji ekki heldur kaupa þær. Jeg get ekki annað en dáðst að þeim íslenskum málur- LESBÖK MORGUNBLAÐSrNS ^ T ' " ' 275 um, sem mála myndir, sem ekki er hægt að selja. Höggmyndirnar hafa fengið góða dóma, bæði í mín eyru og eins í gagnrýni blaðanna. Þar er talað um heiðarlega viðleitni ís- lensku listamannanna á þessu sviði. Að lokum vil jeg lýsa yfir því, að mjer þykir mjög vænt um að íslendingar skyldu taka þátt í þess- ari sýningu. Þar sást menning ís- lands nú á dögum, en þekkingu á henni þyrfti að útbreiða í stærri stíl víða um lönd, jafnvel í Finn- landi, svo að menn sjái að ísland hefir ekki aðeins fornsögurnar sjer til ágætis, heldur ríkir þar fjöl- skrúðug hámenning. Þeir Guðmundur Einarsson og Sigurjón Ólafsson sem sáu um sýn inguna, hafa aflað sjer margra vina og aðdáenda hjer í landi, bæði sem menn og listskapendur. ALT EINS OG ÞAÐ Á AÐ VERA TVEIR KOMMÚNISTAR voru að sópa götu í Ungverjalandi. Alt í einu hætti annar að sópa, studdist fram á kústskaftið og sagði: — Fjelagi, það er eitthvað bog- ið við þetta. — Hvað áttu við?? — Jú, manstu ekki eftir því, f jelagi, að Rússar fullyrtu altaf við okkur að þegar kommúnistar hefði tekið við völdum í Ungverjalandi, þá skyldum við lifa eins og blóm í eggi, en höfðingjarnir látnir sópa göturnar. Hinn hjelt áfram að sópa. Hann leit ekki upp, en sagði aðeins: — Erum við kommúnistar kann- ske ekki höfðingjar landsins núna? W ^W -W -W 'W ÞEGAR menn miklast af velgengni sinni, þá eru þeir falli næst (Club Bull- etin). affitt1 Nú Dagur rís í heiðri himindýrð og hár þitt, Nótt, með rósafingrum strýkur. Demantbjörtum augum upp hann lýkur og þú roðnar, dökka Nótt, — og flýrð. Á morgunfjöll þú stigur, Dagur dýr, af draumahimni og um veginn gengur. í fjötrum svefnsins, heimur, ligg ei lengur, logaóð þjer kveður röðuli nýr. í gervi skálds býr Söngvagyðjan sig og sólarvagni niðrá jörðu ekur. Hún með sjer ljóss og Ioftsins þegna tekur og Ijóðaperlum sáir kringum þig. Jörðin vaknar — opnar augu sín. Um auglit hennar leikur daggarsindur, um glóbjart hárið blómasveig hún bindur, um brjóst og arma fellir himinlín. Og Fljótagyðjan verður rauð sem vín. Hann varir þyrstar niðrað henni teygir, þrýstir á auga sólarkoss og segir: — Sævardjúpin bíða líka mín. Þú heldur lengra — opna augu fer Álfaþjóð og geislafótum stígur um blóm og kvist og fram á veginn flýgur og fljettar geislabaug um höfuð þjer. Svo ásýnd þín um Miðgarð manna skín. f morgundýrð sig þök og gluggar lauga. Og vöggubarnið l.vftir öðru auga og undrast liálft í hvoru forlög sín. Fljótagyðjan hefur heillað þig. Þú henni mót í aftanskini stígur á næturströnd, — í opna arma hnígur. Svo áður Ijetu fleiri blekkja sig! Loks rekkjulíni býst hinn rauði sær. Úr reköldum er flutu hjer að sandi hún býr þjer skip. — Svo leggur þú frá Iandi til legstaðar, sem engin minning nær. GUNNAR DAL.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.