Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Síða 10
278 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta var gert með höndum og fótum, því enga þekkingu hijfðu menn á að nota hrognkelsanet, enda ekkert efni að fá til þeirra hluta í kaupstaðnum. Nokkrir grófu líka upp holtarætur og suðu eða steiktu. Einnig tóku menn þang í fjöru og höfðu til matar ásamt öðru óæti. Margir hinna fátækari bænda og nokkrir, þótt bjargálnamenn væru taldir, lánuðu matbjörg af ýmsum tegundum — einkum fugl og fisk- meti — hjá eyamönnum, er greið- ast átti með lifandi fjenaði að haustlagi. Þessi viðskifti, sem gerð voru út úr neyð, þóttu ávalt óhag- kvæm fyrir bændur, og þurfti ekki faðir minn og fáir Þorsk- firðingar að hlíta þeim. Aftur á móti þurftu Reyknesingar og inn- sveitámenn að gera það, þeir voru flestir skuldbundnir eyamönnum og á þeirra valdi. Á árunum eftir 1820 fóru fjár- hagsástæður manna smátt og smátt að færast í betra horf. Á þessum árum kom lausakaupmaður til Flat- eyar, er Sonne hjet, og verslaði þar í mörg ár eftir þetta. Nokkrum ár- um síðar kom annar lausakaupmað- ur að nafni Gram, er seinna stofn- aði og starfrækti fastaverslun á Þingeyri við Dýrafjórð. Við komu þessara manna batnaði verðlag og vörugæði, og fanst mönnum þetta vera harla góð umskifti, því lausa- kaupmennirnir voru bæði örlátir og rjettlátir. Og loks 1840 voru settar á stofn 2 verslanir í Flatey, og gerðu það þeir Brynjólfur Bene- dictsen og Sigurður Johnsen frændi minn, og voru nú öll verslunarvið- skifti meiri og betri en nokkurn- tíma hafði verið áður. Þegar hjer var komið sögunni fór einnig að bera á hreyfingu með- al bænda að stunda betur jarðir sín ar en áður og bæta húsakynni sín sem hvorutveggja var í hinni mestu vanhirðu. Allir búnaðarhættir voru orðnir að venju og svo inngrónir í mönnum, að virkileg nýbreytni tók ákaflega langan tíma að ná hylli fólksins. En þetta tókst með tím- anum þó hægt færi. Þær framfarir, sem urðu á þessu sviði, og þær framkvæmdir, sem voru hafnar af bændum víðsvegar um sveitirnar, má þó þakka einum manni fremur en nokkrum öðrum, og það er hin- um unga og ötula umbótafrömuði prestinum, síðar prófasti, Ólafi E. Johnsen á Stað á Reykjanesi, er beindi athygli bænda að ýmsu, er betur mátti fara um bánaðarháttu og með oíðum og athöfnum hvatti þá til dáða og gekk sjálfur á undan með alment viðurkendri forsjálni og atorku á öllum sviðum. II. Framkvæmdir og umbótastarfsemi prófasts Ólafs E. Johnsens á Stað. VIÐ andlát síra Friðriks Jónssonar sóknarprestsins í Staðarprestakalli, sem druknaði í Þorskafirði árið 1840, var síra Ólafi E. Johnsen presti á Breiðabólstað veitt emb- ættið. Þótt hinn látni prestur væri mæt- ur maður og kennimaður góður, var hann enginn búsýslumaður og ljet sig öll veraldleg störf litlu skifta. Á síðustu árum hneigðist hann til vínnautnar, sem hnekti áliti hans ekki alllítið, þótt sóknar- menn alment bæru þennan breisk- leika hans með umburðarlyndi. Hjer var því um mikla breytingu að ræða, þar sem hinn nýi prestur var gæddur óvenjulega mikilli at- orku og dugnaði til framkvæmda. skyldurækni við kennimannsstörf- in og í öllu virtist bera hag sóknar- barna sinna fyrir brjósti. Mönnum varð það brátt ljóst, að hjer var kominn ekki aðeins kenni- maður meiri en menn höfðu áður átt að venjast, heldur og brautryðj- andi og foringi, er vakti nýtt líf í sókninni. Rekstur búsins á prests- setrinu Stað og tilhögun allra verka þar breyttist gjörsamlega við komu hans, sem hafði þau áhrif, að flest- ir fóru að taka sjer framkvæmdir hans og búskaparsnið til fyrirmynd -ar og eftirbreytni. Hið fyrsta verk síra Ólafs var gð framkvæma nauðsynlegar bygging- ar á prestssetrinu, sem voru mjög fornar og úr sjer gengnar. Baðstofa staðarins hafði staðið óhreyfð frá því árið 1752 eða í 92 ár samflevtt Hvergi á bæum voru þiljuð her- bergi eða stofur undir lofti nema á Reykhólum. Þar var stofa undir lofti í tveim stafgólfum, og á Stað var skáli á hægri hönd þegax inn var gengið nheð 4 rúmstæðum, og innar af honum lítið herbergi þilj- að —* tvö stafgólf. Öll bæarhúsin á Stað voru bygð af síra Jóni Ólafs- syni, langafa mínum, er var prestur á Stað frá 1743—1771, og voru því eins og nærri má geta orðin mjög fornfáleg. Síra Ólafur ljet þegar rífa niður öll bæarhúsin, breyta allri tilhögun °g byggja alt á nýum grunni. í stað baðstofunnar bygði hann stórhýsi, að mestu klætt með timbri að ut- an, og þiljaðar stofur hæfilega stór- ar og hátt undir loft uppi og niðn. Kirkju ljet hann og byggja fagur- lega gjörða úr timbri í stað torf- kirkju, er þar var áður, svo það var alment viðurkent, að ekkert prestssetur á Vesturlandi væri bygt með jafnmikilli rausn og prýði eins og Staður á Reykjanesi. Eftir að hann hafði bygt upp prestssetrið veglegt og vandað, eins og xaun var á, bygði hann heyhlöðu eina mikla að mestu úr steini og timbri í stað heytófta, sem þar höfðu verið frá ómunatíð eins og annars staðar í sveitinni. Þetta var því meira þrekvirki, sem timbur á þessum árum var nær ófáanlegt og mjög dýrt ef fekkst. Eins þó um rekatimbur væri að ræða, þá var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.