Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Page 16
284 LESBÖK morgunblaesins Nú þegar sumarið er komið fara íþróttamótin að byrja, en auk þeirra, sem taka þátt í keppninni sjálfri, draga þau að sjer þús. áhorfenda. Er það ein besta skemmtun margra að horfa á æskumennina reyna með sjer. Þessi mynd er tekin af knattspyrnukeppni á íþróttavellinum í Reykjavík. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Jón Þorkelsson rektor var töluvert einkennilegur maður, bæði að sjá og reyna. Hann var grand- var og heiðarlegur maður í alla staði, vel lærður málfræðingur, en að öðru leyti svo barnalegur, að orð var á gert. Gengu um það margar sögur í bænum. Man jeg eftir einni slíkri. Sagt var, að konan hans hefði einu sinni gefið honum hnakk, en ístöðin vantaði og keypti hann þau sjálfur. Kostuðu þau fimm krónur. Ekki var við því að bú- ast að rektor færi nokkru sinni út að riða, enda varð það aldrei. Að lokum fór svo að hann bauð hnakkinn til sölu. Kom þá maður til rektors, sem gjarnan vildi fá hnakkinn keyptan og spurði um verð á honum. „Hann kostar fimm krónur", sagði rektor. „Fimm krónur?" sagði maðurinn for- viða. „Já, jeg læt hann ekki fyrir minna“, mælti rektor og stokk ekki bros. (Lifað og leikið). Kveð'ið við biskupsiát. Svo kvað Jónatan (prestur frá Ljósa- vatni) um lát Jóns biskups (Teitsson- ar d. 1781), er hann sagði það Jóni presti lærða á Hjaltastöðum, er síðast helt Grímstungur (1786—1798): Blessaður Hóla biskupinn burt er numinn í himininn; (hans sakna fáir hjer í sveit, hann grætur enginn það jeg veit); grettur mjög var sá grýlubur, af görpum Jón Teitsson kallaður; hann helt á stólnum hálfum bú, hálfvígði einn prest - og búið er nú. • Þótti og sumum eigi mikils vert um biskup þann, þótt sumt mætti hon- um vel lánað vera; sat hann og eigi lengur en rúmt ár á stóli; vígði einn prest, Jón son Magnúsar prests á Hösk- uldsstöðum á Skagaströnd, til Vestur- hópshóla, en það sögðu óvildarmenn bisups, að hann gleymdi að taka af Jóni þessum prestaeiðinn, og það hafði Jónatan heyrt. (Gísli Konr.) Forljótt mál. í Saðarsveit tilfell (1733) forljótt og hjer á landi fáheyrt mál. Dóttír sjera Jóns á Staðarstað, Sigþrúður, ógipt, tók sig heiman frá foreldrum sínum að þeim bæ Álftavatni þar í sveitinni. Á þorra um veturinn kom til barn á þess- um bæ, hvert kaliað var vandalausra hjóna. Kona mannsins ljet leiða sig í kirkju, svo sem móðir væri að barn- inu, en nálægt Jónsmessu ól þessi sama kona barn, fullburða fóstur. Þess fæð- ingu og skírn leynt fram til Allra- heiiagramessu, þar til auglýstist fyrir eftirgrenslan og sýslan sýslumannsins Jóhanns Gottorps eftir algengu rykti, að Sigþrúður meðkendi sig vera móður að fyrra barninu. (Hítardalsann.) Þá næ jeg þjer. Pjetur Jónsson í Reykjahlíð og Jón gæska í Austara-Seli voru báðir stadd- ir á Húsavík. Pjetur var mikill bóndi og átti ágæta reiðhesta. Var hann nokk- uð vínhneigður og hætti til að sofna skjótt, þar sem hann var staddur, er hann var við öl, jafnvel úti á víða- vangi er hann var á ferðalagi. Jón var lítt ríðandi. Báðir voru þeir Jón og Pjetur búnir til heimferðar og vildi Jón verða Pjetri samferða. „Það þýðir ekkert fyrir þig, Jón minn, jeg fer í loftinu", á Pjetur að hafa sagt. „Ein- hvern tíma kemurðu niður, og þá næ jeg þjer“, svaraði Jón. (Ódáðahraun).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.