Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1950, Blaðsíða 2
326 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sókn, sem núverandi prófessor í heilsufræði, Skúli Guðjónsson, tók sjer fyrir hendur, sannaðist að banameinið var kísilveiki (sili- kose). Kísilveiki verður til við að andnð er að sjer kvartsi og í þessari verk- smiðju var einmitt notað mulið kvarts í ræstiduftið. Allar steintegundir, sem hafa kísilsýru að geyma, þ. e. sandur, sandsteinn, tinna o. s. frv, geta orsakað lungnasjúkdóm er líkist berklum. Kísilsýran eyðileggur lungnavefina, blóðrásin um lungun er hindruð, hjartað verður að vinna ákafar en nauðsynlegt er hjá heilbrigðu fólki og þá vitanlega þeim mun hraðar, sem meiri kísil- sýra hefur komist að og lungna- vefur hefur eyðilagst. Menn geta borið í sjer gisilsýru árum sam- an áður en hún er nægilega upp- leyst til þess að geta uppurið lung- un. Dæmi eru til um fólk, sem hefur aðeins unnið fáeina mánuði við starf, sem sandryk fylgdi og fengið svo sjúkdómseinkenni kísil- veiki áratug síðar. Kísilveiki gerir einkum vart við sig í járn- og stálsteypuverksmiðj- um, við steinsmíðar og í postulíns- og gleriðnaðinum. Til þess að skyggja gler notuð- ust menn oft við kvartskornablást- ur, en sú aðferð hefur leitt af sjer allmörg dauðsföll vegna kísilveiki. Að ráði verksmiðjueftiritsins er nú farið að nota stálsand, en hann sr lungunum óskaðlegur. Samt verðum við að vera við því búnir, að kísilveiki skjóti upp á ó- líklegustu stöðum. Kísilveiki varð tveim mönnum við kalkvinnslu að bana og varð þetta til þess að við höfum orðið að gera sömu kröfur til kalkvinnslustöðva og t. d. stál- steypuverksmiðja, sem sje að ryk- sog sje notað. Kvartsrykið er ryka hvimleiðast á vinnustöðvum, en mikið ryk í hvaða mynd sem er, getur haft skaðleg áhrif ef það nær að verka í langan tíma. Sjerstaka athygli hafa menn veitt baðmuliarverka- mönnum. Við rannsóknir 1938 fannst, að af 100 mönnum, setn unnu í hinni mjög svo ryksælu spunadeild voru 59 með augna- bólgu, kverkabólga fannst hjá 72, lungnakvef hjá 11 og lungnaþensla hjá 10. Þrjátíu og átta kvörtuðu um hósta, 23 um stuttan andar- drátt og þyngsli fyrir brjósti, sem hjá 7 líktist asthma. Efnaiðnaðurinn krefst mannslífa. Hið mikla gengi efnaiðnaðarins á síðari árum hefur hal't í för með sjer æ fleiri eitrunartilfelli. Þess- ar eitranir verða oftast til án þess að hægt sje að greina þær. Mað- ur nokkur vinnur við gæslu á hreinsunartæki, sem triklorethvl- en er notað við (í efnalaugum og víðar). Dálítill skammtur af efninu kemst í öndunarfærin daglega, en maðurinn verður þess ekki var. Einn góðan veðurdag leitar hann læknis, sem íinnur nokkur einkenni magaveiki. Ef til vill er eitthvað við þessu gert, en árangurslaust. Manninum versnar, hann verður fölari, hóstar dálítið og finnur til verkjar í kviðnum. Læknirinn veit ekki hvað gera skal. Getur þetta verið magasár, gallsteinar, blóð- leysi og magasár samtímis? Ef lækninum dettur ekki í hug að spyrja manninn, hvað hann starfi og sjúklingurinn segir honum ekki að hann andi triklorethylen að sjer dag- lega, getur reynst nær ógerlegt fyr- ir læknirinn að komast fyrir orsak- ir meinsins. Og á meðan býr eitr- unin um sig í manninum. Liirin, tæki líkamans til að vinna gegn eitrun, eyðileggst og mergurinn eyðiloggst einnig. en ]>ar eru fram- leidd hvítu blóokornin, öryggis- verðir líkamans gegn bakteríuá- rásum. Svo fer að mótstöðuafl mannsins slævist smám saman, þar til honum er ekið á sjúkrahús og læknirinn færir sönnur á að bronch itis, meinlaus við venjulegar að- stÆður, hafi orðið aö kýli í lunguh- um. Aðgerð og blóðgjafir breyta engu. Maðurinn deyr. Nú höfum við smátt og smátt komist að raun um að vökvar eins og triklorethylen, tetraklorkólefni og benzol geta orsakað hættu- legar eitranir. Á vinnustöðvunum er þe.ta einnig vitað, en því mið- ur verður sú vitneskja að litlu haldi, þar sem hinir eitruðu vökv- ar eru í hreinsunarlyfjum, sem bera fjarstæðukennd nöfn, sem gefa alls ekki til kynna að varúðar sje þörf. Listinn yfir þá vökva og loíttegundir, sem valdið geta eitr- unum er langur og ný heiti bætast stöðugt við hann. Hlífðartæknin er loftsog og stundum gríma. Þegar hinar eitr- uðu lofttegundir eru lyktarlausar — svo er t. d. um Matvlklorid — verða menn að setja í þær efni, sem kemur upp um þær, t. d. tára- gas. Yfirleitt er þó besta vörnin að nota í stað hinna skaðlegu efna, skaðlaus eða þá skaðminni el’ni. Eftirlitið danska vinnur mikið á þessu sviði, en því miður er, að svo komnu máli, ógerningur að út- vega allmörg af þeim efnum, sem komið geta í stað hinna skaðlegu og ástæða er til að óttast að sá ljett- ir, sem orðið hefiu: vegna notkunar á óskaðlegu efnunum hafi dregið úr aðgæslu á vinnustöðvunum. Okkur er nú sjerstaklega nauð- synlegt, að átta okkur á hættunni ar benzol-eitrunum. Benzolið, mjög hættulegt efni, er nú æ viðar not- að og það í iðngreinum, sem ekki hafa notast við það áður. Eiturá- hriíin eru tiltölulega þægileg —■ menn finna eylítið á ajer við að anda benzolinu að sjer. Það sorg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.