Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1950, Blaðsíða 4
323 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS (Sbr. ,,Tvær rímur“, Rvk 1949, bls. 273) Svo viðkvæmt þitt hjarta, svo heit var þín þrá, þú hlaust sem í eldi að brenna. Með logann í sálu, með sorgþyngda brá, þú söngst þó best íslenskra kvenna. „Mitt lif er að elska og skrifa.“ — Svo skýrt þú skildir hvert eðlisþrá beindist. Og gengnum sem óbornum guliið það dý rt þú gafst, er í hjarta þjer leyndist. Hver tónn, sem að átti þín harpa, var hreinn, úr hjarta þíns ljósdjúpi stiginn; hver bragur, sem kvaðstu, hver einasti einn, bar aðalsmark, svo var hann tiginn. Þitt tónahaf leiddi í ljósveröld inn er litmerluð hljóðaldan dúði, og svo var hann veglegur söngurinn þinn sem syngi þar Þorsteinn hinn prúði. Hve hlustuðu þeir, sem heyrn fengu að gjöf, á hljóm þinna ómdjúpu strengja, í dagroða er berst yfir dauða og gröf uns dagana aldirnar lengja. Þótt kynslóðir fari og komi á ný, þær krjúpa við óhiaðið leiðið, og samúðarþökk þá, er sönn er og hlý, þjer senda’ út í ódáinsheiðið. Sn. J. Hið svonefnda þvotta-exem er ekki eiginlegu ofnæmi að keniu, heldur litlu mótstöðuafli gegn sápu og vatni. Við eina atvinnugrein geta kornið fram allmargir atvinnusjúkdómar. Þetta á t. d. við um hnoðara og aðra þá, sem vinna með þrýstilofts- tækjum. Höggin í hamrinum gefa frá sjer síendurtekna háa tóna, sem koma ofsatitringi á þá strengi í eyranu, sem til þeirra svara og geta þeir eyðilagst á því. Titringurinn í þrýstiloftshamr- inum leiðist upp í liðaböndin og getur orsakað þrautir í úlfliði, sem minna á einkenni berkla. Á hærra stigi koma krampar í æð- amar, þannig, að nægilegt blóð nær ekki til handanna — menn verða loppnir á fingrunum. Helst fá menn loppna fingur kvölds og morgna á veturna, en þrautirnar geta náð svo langt að fingurnir „deyja“ á viðkomandi mönnum er þeir fara í bað um sumartímann. í mjög alvarlegum tilfellum geta þraútirnar orðið að kali. Ef við bætum nú við að hávaðinn frá hamrinum hefur áhrif á taugarnar og getur valdið taugaveiklun, og vinna við menjuborið járn getur haft blýeitrun í för með sjer, sjá- um við þá atvinnusjúkdóma, sem fram geta komið í einni atvinnu- grein. Það liggur í augum uppi, segir Bonnevie yfirlæknir, að læknisráð ein nægja ekki, ef baráttan gegn atvinnusjúkdómunum á að bera nokkurn virkan árangur. Læknar, verkfræðingar, atvinnu rekendur og verkafólk verða að taka höndum saman í baráttunni. ef menn ætla að vænta nokkurs viðunanlegs árangurs. Baráttan er háð á þrem víg- stöðvum. Ýmist leitast menn við að berjast gegn sjúkdómunum eða þá að reynt er að bæta almennt heilbrigði með því að búa sem best að verkamönnum á vinnustað og auk þessa er leitast við að gera verkaiólk betur hæft til að mæta áreynslu vinnunnar með hjálp ýmissa þjóðþrifastofnanna. V V V í KANADA eru nú fundnar svo miklar olíulindir að talið er að þær muni full- nægja eftirspurn innan lands um næstu 20 ár. ----o---- PAKISTAN er nú að láta smíða skip í Þýskalandi. Verða þau borguð með vörum, sem Þjóðverjar hafa fengið þaðan að sunnan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.