Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 4
376 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í sambandi við þetta er fróðlegt að athuga frásögn Paul Bruntons af indverskum yogi, eða töfra- manni, sem hann kyntist í Ind- landi. Hann hjet Sage Visshudd- andha. Ein af listum hans var sú, að liann, gat með viljaafli sínu einu ráðið yfir orku sólargeislanna og náð úr þeim litum og angan, en þ*rð hefir verið talið að blóm- in ein geti gert, og þó með löng- um típia.; En Sage gat gert þetta á sviþstundu og hafði ekkert ann- að áhald til þéss en stækkunargler. Hann ljet Brunton skoða stækk- unarglerið, svo að hann gæti geng- ið úr skugga um að það væri að- einj-venjulegt stækkunargler. Og síðan framleiddi hann hvaða blóm- an'gan, er um var beðið, með því að lata^solarljósið falla í gegn um stækkunáfglerið í vasaklút. Þett^.4pr þannig fram, að fyrst nefndi Bjrunton þá blómangan, er hann óskaði eftir og síðan fekk hanr\j5age vasaklút. Og eftir ör- litla stund rjetti Sage vasaklútinn að honum aftur, ilmandi af þeirri blómangan, er um var beðið Að hjer hafi ekki verið um skynvillu Bruntons að ræða, má marka af því, að á eftir ljet hann menn, sem ekkert vissu um þetta, þefa að klútnum og fundu þeir glögglega af honum hina tilteknu angan. Þessi tilraun var endurtekin mörg- um sinnum og aldrei fataðist Sage að frahnleiða þá angan, er ósk- að var eftir. ÞÁ MÁ að lokum geta um eitt fyrirbrigði, er lengi hefir kunnygt vérið, en er þó ekki enn skýrt á vísindalegan hátt. í „Eidophone Voice Figures", sem kom út 1904 segir M._ W. Hughes frá því, að mannsröddin geti breytt duftlagi í ýmsar myndir, ef hún nái að verka á dúftið. Birtir hann ýmis sýnis- horn af þessum myndum. Chladni hafði þó áður sannað þetta. í lok 18. aldar skýrði hann frá því, að með því að draga fiðlu- boga yfir plötur, sem duft var á, myndast úr duítinu allskonar reglu leg tákn en mismunandi eftir nót- unum .Einni öld síðar fann pró- fessor Taylor upp aðferð til þess að láta hljómsveiflur mannsradd- ar koma fram sem titring í sápu- bólum. Kom þá í ljós mismunandi titringur, eftir því í hvaða „tón“ talað var. En hljómar, framleidd- ir á hljóðfæri, orsökuðu altaf sams- konar titring. Þessar athuganir hafði M. W. Hughes sem grund- völl að tilraunum sínum, en til þeirra notaði hann hólk og plöt- ur, sem sandi eða dufti var stráð á. Hann ljet svo syngja í gegn um holkinn, og það brást ekki að í duftinu myndaði hver nóta altaf sitt sjerstaka tákn. E-nóta mynd- aði til dæmis tákn, sem líktist mest fjögurra laufa smára, en blöðin mynduðu reglulegan kross. D-nóta framleiddi tákn með átta laufum, líkt og blóm. G-nóta framleiddi tákn, sem var sveigmyndað líkt og skeifa o. s. frv. Hughes ljet syngja enska þjóðsönginn og birtir Tnynd af þeim táknum, sem þá komu fram í duftinu. Það var merkilegt, að altaf komu fram hin sömu tákn, hver sem söng, en ofurlítið breyti- leg eftir því hvernig röddin var. Óþjálar raddir og hranalegur söng- ur afskræmdu táknin, líkt og hroð- virkni hefði átt sjer stað við mynd- un þeirra. En mjúkar og hreinar raddir framleiddu hrein og fagur- lega mynduð tákn. Annars er það einkennilegt, þegar samfeldur söngur er látinn mynda tákn, þá verður heildarsvipurinn ósköp lík- ur því, sem þar sje um mynd af sjávargróðri að ræða. (Þýtt). (Wnöhjai Fióla litla var með foreldrum sín- um í sumarbústað. Þnu höfðu trevst >í veiðiskap. en veiðin brást og var orðið þröngt i búi. Fraenka kom að heimsa?kja þau. Fjóla hljóp á móti henni til að segja henni frjettimar og var mjög óðamála: — Nú er lag á hjá okkur, grautur á eftir graut ðg grautur út á. ★ Mamma keypti nýa sokka handa Dísu litlu og sagði: — Þú færð ekki að fara í þessa sokka fvr en gat er komið ó þá. sem þii ert í. Eftir dálitla stund kemur Dísa til mömmu og sýnir henni stórt gat á öðrum sokknum sínum. Mömmu grun -aði að Disa hefði viljandi sett gatið á en Disa þrætti. Við miðdegisverðar borðið segir svo mamma alt í einn upp úr þurrti: — Með hverjum skærunum gerðir þú það, þeim stóm eða litlu? — Þeim stóm, sagði Disa. ★ Maggi litli var sendur til ömmu sinnar, sem átti heima uppi i sveit og skvldi vera þar sumárlángt. Þar var mikið af hænsum, en hæns hafði Maggi aldrei sjeð á ævi sinni. Hann hafði ósköp gaman af kjúklingunum, en þegar hann sá hanann, varð hann alveg forviða, hljóp inn til ömmu sinnar og sagði: — Amma. amma, einn hænuung- inn er farinn að blómstra! ★ Mamma var með Jóa litla niður á I.ækjartorgi og beið eftir strætisvagni. Nokkrir olíublettir vcru á götunni og það hafði rignt. Jóa varð starsýnt á blettina og alt i einu hrópaði hann: — Nei, marama, sjáðu dauða regn- bogann. ★ Tveir litlir drengir komu inn í múmíusafnið i Britisli Museum. Þeir skoðuðu þar margar múmiur og hjá hverri hekk seðill, þar sem letrað var á hvað þær væri gamlar. Alt í einu staðnæmLst annar þeirra fvrir framan múmíu. sero á stóð „B. C. 1500“. og sagði: — Hvað skyldi þessi tala þýða? — Skilurðu það ekki, bjáninn þinn, sagði hinn. Það er númerið á bílnum, sem ók yfir.hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.