Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 423 nes. Við tjölduðum á bakkanum neðan við kvíslina, beint á móti saeluhúsinu. Þarna vorum við um kyrt í 3 daga. Var þá farið í Karls- drátt og inn i Fróðárdali til þess að safna jurtum og skjóta fugla, til þess að ná hömum af þeim. Á 4. degi tókum við okkur upp. Átti nú að reyna að reka 6 ófæln- ustu hestana. En ekki höfðu þeir farið margar iengdir sínar er þeir tryltust og flugu á stað, þó í rjetta átt, stefnuna á Kjöl. Lentu þeir nú í tryppahópi og urðu tryppin vitlaus líka út af skröltinu og glamrinu í koffortunum. Jeg hleypti á sptett á eftir stóðinu, sem stefndi upp með Svartá. Þegar jeg var kominn á móts við Sátu, sje jeg hvar einn þeirra hefir ætt upp á háa roftorfu með holrofi svo að segja all um kring. Mun hann ekki liafa þorað að steypa sjer þar fram af, hringstökk þarna bandóður og sýndist mjer ekki betur en hvítir fuglar flögruðu undan hófum hans. En er nær kom sá jeg' að þetta voru gusur upp úr hveitipokum, sem hann hafði troðið í sundur. Lok- urnar á koffortunum höfðu bilað og hveitipokarnir þeyst upp úr þeim út um alla torfuna. Jeg náði klárnum og rígbatt taumnum um afturfót hans, svo að hann gat sig ekki hreyft. Hleypti jeg svo á eftir hinum. Þrír höfðu þá gefist upp með klyfsöðlana undir kvið, en lausir við koffortin. Þá var sá versti eítir, mósóttur skratti. Jeg sá hvar tryppin bar við loft uppi undir Gránunesi og þangað stefndi jeg. Náði jeg Mósa svo að lokum í farvegi Svartár, rjett fyrir neðan Gránunes og mátti það ekki seinna vera því að ldárinn, sem jeg reið, var nær sprunginn af mæði. Það er líka vondur sprettur úr Hvítárnesi í Gránunes. Það geta þeir borið um sem þessa leið hafa farið. Jeg sneri nú við og tíndi saman hesta og farangur. Þegar lestin náði mjer vorum við sammála um að nú væri fullreynt með klárana, það væri ekki um annað að gera en binda þá saman og teyma. Nokk ur töf varð að þessum eltingaleik, en með því að fara þvert yfir Kjöl vestan við Kjalfell, náðum við á Hveravelli skömmu fyrir miðáft- an. Þar heldum við kyrru fyrir næsta dag. Um nóttina hvarf einn ihesturinn. Hann var tekinn í Múla í Biskupstungum daginn eftir, það frjettum við seinna. Við skoðuðum Þjófadali og Tjarn ardali og svo var haldið á stað norð ur, yfir Blöndu norður af Dúfufells nefi, norður með Hofsjökli og nátt- staður tekinn í Orravötnum, skamt frá Jökulsá eystri. Næsta dag í Eystripolla, sem er varla nema yfir Jökulsá á að fara. Eru þeir á Vatnahjallavegi og var nú styst í Eyjaíjörð. En ekki fórum við þang- að, heldur var nú tekin stefna á Kiðagil og komum við þar nyrst á Sprengisandsveg. Var þetla góður vegur, en er sjaldfarinn, enda mun hann oft ófær vegna aurbleytu langt fram á sumar. Við tjölduðum á fallegum stað hjá Kiðagili og fór- um þaðan daginn eftir niður í Mjóadal. Nú var svo komið að einn hest- urinn var orðinn algjörlega óteym andi. Var þetta grár klár, ramslæg- ur og illvígur. Hann var orðinn svo leikinn í því að slíta tauminn, jafn- vel þótt úr nýrri línu væri, að við komumst ekkert áfram fyrir hon- um. Mjer var farið að leiðast þetta og um morguninn hjá Kiðagili brá jeg á mitt ráð, tók hring úr beisli og batt í kaðalenda og gerði úr þessu rennismeig um hálsinn á Grána. Gekk nú alt vel fyrst í stað. En er við vorum komin niður í Mjóadalinn, kallar kokksi til mín (hann var aftastur) og segir að Gráni sje kominn upp í loft og sje að hengjast. Jeg hrópaði til hans og bað að skera sem hraðast á tauminn, því að hesturinn á und- an Grána togaði í. Kom búrhnífur kokksa nú að góðu haldi. Gráni náði andanum þegar snaran var í sundur og svo hjálpuðum við hon- um á fætur, því að hann lá þarna afvelta milli koffortanna. Hann haíði ætlað sjer að rykkja duglega í og slíta tauminn, en þá tekist á loft og komið öfugur niður. Held- um við hann mundi láta sjer þetta að kenningu verða og smeygðum hálsbandinu á hann aftur. En htlu síðar gerði hann aðra tilraun og tókst hún nú þeim mun ver en hin fyrri, að nú hentist hann upp í loft »fan í þröngan skorning og var svo skorðaður milli koffortanna að við urðum að skera á báðar gjarðir til þess að ná honum upp. Þessi bylta varð til þess, að hann reyndi ekki að slíta tauminn upp frá því. Mjóidalur er geisilangur, mig minnir að við værum 7—8 stundir að fara hann, út að gömlu bæjar- rústunum, sem eru nær yst í hon- um. Mjer sýndist hann hrjóstugur og ekki búsældarlegur, en sjálfsagt er þar gott afrjettar land. Við fór- um nú austur yfir hálsinn í íshóls- dal og þangað var munur að koma. Þar var bær, en hann var nú kom- inn í eyði og ekki annað uppi stand andi en bæjarveggirnir. Þarna fanst mjer unaðslegt og búsældar- legt, túnið grasgefið enn og skamt fyrir norðan bæinn stöðuvatn með mikilli silungsVeiði. Við tjölduðum skamt fyrir utan túnið. Þau ensku reyndu að veiða í vatninu, en fengu ekki bröndu. Nú lá leiðin út nieð vatninu þang að til komið er að ánni, sem kem- ur úr báðum dölunum skamt inn- an við Mýri í Bárðardal. Það er fremsti bær þar vestan Skjálfanda- fljóts. Þar fengum við ferju yfir fljótið og heldum að Stórutungu, sem er skamt fyrir handan. Þar var tjaldað við bergvatnsá eða stór- an læk. Þar veiddu þau tvo urriða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.