Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 4
424 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá Slút/iesi. Hagen skipaði kokksa að sjóða þá í heiFQ Tági í ósöltuðu vatni og síð- an voru þeir þ>annig framreiddir í heilu lagi. Ekki leist mjer á þá og síst þegar jeg sá að þeir voru hvítir á fiskinn eins og þorskur. Jeg held að þeir hafi verið óætir. Við kömum heim að Stórutungu og þar var okkur sýnd rafstöð, sem Bjami í Hólmi í Landbroti hafði sett þar upp. Sagði bóndi að Bjarni hefði unnið rösklega að því verki. Voru ekki liðnir Aema 14 dagar frá því að hann bvrjaði á þ^í og þang- að til bærinn var allur uppljóm- aður. Laitk bóndi miklu lofsorði á Bjarna og verk hans og hlýnaði mjer þá um hjartarætur er jeg hugsaði til þess að hjer átti Skaft- fellingur í hlut. Segir nú ekki af ferðum okkar fyr en við komum að Mývatr.i. Við fengum levfi hjá bóndanum í Álfta gerði að tjalda rjett við vatnið, og þarna vorum við í 5 daga og leið vel. Bóndi kom til okkar, gróf holu niður í harðbala og bað okkur að láta þar í allar matarleifar. Kvað hann þær eiga að maðka þar, en maðkinn notaði hann síðan sem beitu, ór hann færi að dorga á vatninu um veturinn. Við fórum margar ferðir um vatn ið, út í Slútnes og niður í Laxá. Þar veiddu þau ensku nokkra urr- iða á stöng. Svo var haldið norð- an við Mývatn að Hofstöðum, til að skoða rústir gamla hofsins og leita að músarrindlum, sem þeim enska hafði verið sagt að hefðust þar við í hólma í Laxá. Hafði hann alls staðar verið að leita að þeim á leiðinni, en hvergi fundið, og enn varð hann fyrir vonbrigðum, því ekki sáust þeir hjer. En nægan silung fengu þau á stöng í Laxá og dvöldumst við þarna tvo daga. Allan tímann. sem við vorum í Mývatnssveit, var glaðasólskin. — Mýið bærði lítið á sjer og voru betta yndislegir dagar. Hjálpaðist þar alt að, veðrið, náttúrufegurð- in og fólkið, sem var bæði greið- -vikið og alúðlegt. fieinasta d~ginn vorum við í Reykjahlíð og var er- indi Hagens að ná í stóran fjögra laufa smára, sem vex þar í einni gjánni. Svo var haldið austur Náma- skarð að Dettilossi. Komum við að fossinum um miðjan dag og þótti hann heldur tröliaukinn og tilkomu mikill. Þaðan heldum við niður í Hólmatungur. Þar er einhver sá vndislegasti áningarstaður, sem jeg hefi komið í. Þar er alt umvafið grasi, lyngi, blómum og skógi, en um þetta kvíslast silfurtærar berg- vatnslindir. Við slógum tjöldum í þessum unaðsreit. En hestarnir höfðu ekki tilfinningar fvrir feg- urð náttúrunnar og hlupust 14 þeirra á braut um nóttina. Þoka var um morguninn og ilt að leita þeirra. Við hugðum að þeir mundu hafa lagt til stroks suður og fór Tómas að leita þeirra í þá átt, en kom jafn nær. Jeg lagði þá á stað í aðra átt, beint í vestur og langt vestur á Svínadalshálsi rakst jeg á slóðir þeirra. Rakti jeg þær um hríð en þá höfðu þeir snúið við og stefnt til norðausturs. Þokunni var nú að ljetta og er jeg kom niður í hálsinn blasti Svínadalur við mjer, baðaður sólskini og þar sá jeg hest- ana í engjum bóndans. Þegar til kom voru þeir ekki nema tíu svo að íjóra vantaði enn. Jeg fór heim t 4 ♦ - ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.