Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 8
428 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „MúU múta“, ,ir Guðrún. En e Jci rak . „ateinn lengra þetta má1 Guörún i Leirhöfn hafði átt stulku- U'n áður en hún giftist og var ekki Jóns barn. Ólst stúika þessi upp hja þeim i Leiihöfn, og var kerijng móð- ir hennar mjög vond við hana. Auk annars kugaði hún þessa dóttur sína til aö stela og var stúlkunni það þo þvernauði'gt. Esiuni var fiskur- ekki til i Leir- h-4-i og sendi þá Guðrún dóttur sina ut i Grjótnes að steia fiski frá Þor- steini. Seg:? ekki af ferðum hennar , /r tn Þg. -íteinn bónoi kom snemma at einn ntorgun aö vanda á Grjotnesi ni geivu. hann oían að fiskitrönum sín- 41. Sá hann þá að ailmargir spyrðing- or v\ 'u horfnir úr trönunum. Litast hann nú um og sjer von bráðar hrúku -ta á Búrtjarnarholti þar suður frá, r ekki átti þar að vera. Hleypur Þor- steinn þangað og sjer þogar að þetta or dóttir Guðrúnar í Leirhöfn með íiskabagga ærið stóran á baki. Ekki yrðir Þorsteinn á stúlkuna eða k— sjer neitt aí henm en gengur fram hjá henni. Halda sióaii baeði inn í Leirhöfn og er stúlkan kemur þar í hlaðið, bíðui' Þorsteinn hennar þar og tekur oían af henni fiskabaggann. — Ganga þau síðan í bæinn. Er þá mælt að Þorsteinn hafi tálað svo yfir þeirn Leu hafnarhjónum, að ekki hafi Guð- rún oftar dirfst að hafa dóttur sína til j- siikra sendiferða. Að öðru leyti ljet Þor: .inn þetta mál ekki lengra reka. En því tók Þorsteinn eigi fiskinn und- ir eins af stúlkunni á Búrtjarnarholt • mu, heldur fór sjálfur inn í Leirhöfn, að hanu vissi, ef hann hefði það gert, að þá mundi Guðrún hafa gengið næst lífi dóttur sinnar. Þorsteir.n bjó fram yfir mót átjándu og niijái.au aldar á Grjótnesi, uns Há- kou sonur hans tók við, er átti Þór- ur.ni Stefánsdóttu- Skevings prests í Presthólum. Fór Þorsteinn þá að Biika- ióni á Sljettu til Halldóru dóttur sinn- ar og manns hennar Jóns, sonar Vig- fúsar sýslumanns Jónssonar og að Blikalóni dó Þorsteinn Hákonarson í júlímánuði 1805, áttræður að aldri og þótti verið hafa hinn besti drengur. (Handrit sjera Þorleifs Jónssonar á Skinnastað, í Landsbókasafninu). * ii 4# ^ V GAMLI BÆRINN Á HÓLUM — Hann stendur nokkuð hærra heldur en aðrar byggingar staðarins og sómir sjer þar vel, þótt eigi sje hann háreistur. — Stafnþilin þrjú snúa mót vestri og er næst stofa og svefnloft yfir. Þá koma bæjardyr og þvi næst skemma. Á bak við bessi hús sjest eldhúsið fyrst og þar næst baðstofan. Þessi bær er friðlýstur og undir ve*nd Þjóðminjasafnsins. Var einu sinni gert ráð fyrir að geyma þar ýmsa búshiuti, sem algengir voru a hverju sveitarheimili á 19. öld, svo að bærinu væri fullkomið sýnishorn af bóndabæ frá þeim tíma. — (Ljósm. Ól. K. Magnússon). Kýrnar taldai Einu sinni voru öldruð hjón á Reyk- hólum og hotðu þann starfa að hfrða kýrnar. Einu sinni vantaði margt af kúnum og kerlingin fann upp á því að best væri að telja þær, sem vantaði. „Eigum við ekki að byvja á henru Huppu?“ — „Nei, nei,“ segir karlinn, „við skulum heidur byrja á honum bola“. — „Byrja á honuro bola! Ónei. Þá skulum við heldur byrja á henni rauðu kússu“. — „Nei, við skulum ekki byrja á henni rauðu kussu, við skulum heldur byrja á henni Skjöldu“. — Og þannig heldu þau áfram að telja allar kýynar, sem vantaði. en voru þó engu nær á eftir. Virkið i Griiulavík. Anno 1532 var hjer í landi í Grinda- vík einn engelskur kaupmaður, hjet Jóhann Breiði. Hann varð missáttur við kóngs fóvita á Bessastöðum og vildi ekki gjalda honum toll sem vera átti. Einnig komu misgreimngar í með þessum Jóhann og Hamborgurum, sem og lágu til kaupskapar á Suðurnesjum, og keypti hann og helt skreið nokk- urri, er þeir áttu að hafa og komu orð í með þeim hvorutveggjum um þessi efni. Gerði sagður Jóhann Bi’eiði sjer þá vígi eður virkisgarð skamt frá þúð- um á Járngerðarstöðum, sem enn sjer merki og gerði orð með spotti þeim Hamborgurum að sækja til sín skreið- ina. Tóku sig þá til hinir þýsku menn og Bessastaðafóviti og komu óvart um nótt upp i Grindavik, komu upp i virki Jóhanns og slógu hann til dauða og alla hans menn, en tóku skip og góss og alt hvað þeir áttu. Þar sjest kumi þeirra eða dysjar hjá virkisgarði. — (Skarðsannall). Fyrirboðar. Stundum kom það fyrir í Marteins- tungu í Holtum, sem er kirkjustaður, en þar er jeg fæddur og upp alinn, að eitt eða fleiri högg (oftast þó eitt) komu í baðstofuþilið um miðjar næt- ur, svo að allir vöknuðu. Oftast voru þessi högg fyrirboði þess að einhver yrði jarðaður við kirkjuna, áður en langt um liði. — (A. J. Johnson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.