Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Qupperneq 6
258
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ræðum. — Hin aðferðin var al-
gengari að snúra skóna; mjótt
snæri var saumað eftir endilöngu
varpinu, en síðan látin hælbönd
úr þvengjum í skóna til að halda
þeim á fætinum.
Hjer verður að minnast á saum-
þráðinn. Oft varð að hafa hann úr
útlendu efni, en til var innlendur
saumþráður í seymi sem kallað var,
það tóku menn innan af mölum
stórgripa sem slátrað var, og var
það svo langt að nægði til að verpa
hvaða skó sem var, en innan af
bógum var tekið styttra seymi sem
nota mátti í sauma. Seymið var
flegið frá kjötinu, síðan skafið
vandlega, svo að ekki væru á því
kjöttætlur, því næst rifið í lengj-
ur og svo hengt á prik til þerris.
Þegar það var notað, var það svo
rifið niður að það yrði mátulegur
nálþráður. Seymið var mjög sterkt,
og mun sterkara en þvengir, sem
oft voru notaðir til að verpa með
skó. Margfaldur togþráður var líka
stundum notaður á vörp.
Ekki mun það hafa verið algengt
að nota seymi til skógerðar, en það
þótti bera vott um hirðusemi og
fyrirhyggju að hirða það og nota,
og þó að útlent saumgarn kostaði
ekki mikið, var verra að nota það,
því það var miklu ótraustara, og
skónum hætti fremur til að varp-
slitna eða nasbitna, en svo var það
kallað ef tásaumur bilaði og táin
gægðist fram úr.
Þannig var þá aðferðin við að
gera skó. En næst er að athuga
notagildi þessara skóa.
SENNILEGA hefur þessi gerð skóa
verið notuð alt frá landnámstíð,
nema að Iangir þvengir hafa ver-
ið vafðir upp kálfann. Sjeu þeir
bornir saman við nútíðarskó verða
gallarnir margir og yfirgnæfandi,
þó miklu muni að nota þá eða
ganga berfættur eins og sumar
þjóðir gerðu. í fyrsta lagði vörðu
þeir fæturna illa fyrir vætu, þeir
voru þess ekki megnugir að verja
vætu af döggvotu grasi, þótt nýir
væru. Þegar gengið var niður úr
þeim var farið að bæta þá, og vildi
þá draga vatn um nálspor og með
bótunum. í vetrarferðum reyndi
mjög <4 hvað vandað hafði verið til
skónna, því ef þeir varpslitnuðu
eða þvengir biluðu fyltust þeir af
snjó og ollu töfum í ferðalaginu og
það sem verra var, raka á fótum,
sem gat valdið kali og jafnvel líf-
tjóni. Á sumrin í þurkum voru
þeir sjerstaklega hvimleiðir, urðu
þeir þá harðir sem gler og hálir í
botninn, og hætti auk þess við að
kreppa mjög að fætinum. Frá slík-
um skóm mun vera kominn máls-
hátturinn um skókreppuna.
En þótt nútíðarmenn sjái fleiri
galla en kosti á þessum frumstæðu
skóm, þá voru þó vel gerðir leður-
skór í miklum metum hjá eigand-
anum og síður en svo að kostum
þeirra væri gleymt. — Þeir voru
sjerlega ljettir á fæti og gott að
ganga á þeim þá mjúkir voru og
ekki stokkfreðnir; í fjallgöngum
þóttu þeir allra skóa bestir, því
þeir láta svo vel eftir hverri hreyf-
ingu fótsins. Nýir skór voru líka
mjög þægileg tilbreyting frá göml-
um og bættum, og síðast en ekki
síst höfðu þeir þann stóra kost að
allir gátu veitt sjer þá vegna þess
verðmætis, sem í þeim var bundið.
Hjer hefur verið talað um gnægð
ir miklar af skæðaskinni, og mun
svo hafa verið um alt Suðurland
nema þegar fellir var, af harðind-
um eða pestum. En sennilegt er
að þetta hafi verið á annan veg í
sjávarplássum eða öðrum þeim
stöðum. sem fátt var um stórgripi.
Til þess benda tvær munnmæla-
sögur, sem jeg hef heyrt af norð-
anverðum Vestfjörðum, þar sem
harðbýlt er og lítið um uppeldi
stórgripa.
Önnur sagan segir að fram á
þessa öld hafi það verið algengt
þar vestra að mæla vegalengdina
milli bygða með því að segja til,
hvað marga skó þyrfti til að ganga
yfir hana, tveggja skóa heiði,
þriggja skóa heiði o. s. frv. Frá
þessari sögu segir Þorvaldur Thor-
oddsen í 13. árg. Andvara.
Yfir Þorskafjarðarheiði mun
vera 6 stunda gangur milli bygða,
og hafi hún verið þriggja skóa
heiði, hafa skórnir dugað í tvo
tíma, og er þetta sennilegt ef þeir
hafa verið gerðir úr steinbítsroði,
hákarlsskráp eða ærbjór.
Hin sögnin bendir til að á sumum
bæum þar um slóðir hafi lítið
fallið til af skæðaskinni:
Símamenn úr Reykjavík voru
við vinnu sína á Vestfjörðum. Eitl
sinn kom til þeirra bóndi, og hafði
hann meðferðis hest stóran og
stæðilegan. Símamennirnir spurðu
bónda um aldur hestsins, og sagði
hann að hann væri 28 vetra. Þeir
hældu þá hestinum mjög og þótti
hann stæðilegur og vel með farinn.
En þá svaraði bóndinn: Þið ættuð
að sjá folann; ykkur mundi þykja
hann fallegur. Þeir spurðu þá
hvað folinn væri gamall, en bónd-
inn sagði að hann væri 18 vetra.
Það segir sig sjálft að sá bóndi,
sem elur ekki upp stórgripi, lætur
hesta sína ná hálfum mannsaldri
og hefur ekki máð folanafnið af
18 vetra hesti, hann getur ekki
eignast mörg húðarskinn af eigin
gripum í sínum búskap.
ÞAÐ sem hjer hefur verið sagt
um skinnaverkun og skógerð er
aðallega eins og þetta tíökaðist á
SuðurlandL í sumum atriðum mun
þetta hafa verið öðruvísi í öðrum
landshlutum.
í Borgarfirði og víðar voru leð-
urskór gjarnan bryddaðir með elti-
skinni í stað snúru; þar voru líka
spariskór gerðir úr eltiskinni, og
skinnið stundum litað úr viðar-