Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1951, Side 2
294
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
upp á það, að hann væri „verslega
frjáls" og staðfestu það með undir-
skrift og embættisinnsigli. Svo var
lagt á stað út í heiminn!
— Fimm næstu árin var jeg <
virnumensku að Bæ, og mjer leið
vel. Jeg var náttúraður fyrir sauð-
fje og fyrsta sumarið mitt fyrir
Vestan var jeg smali. En jeg hlaut
skjótan frama á heimili minna
góðu húsbænda, var alt í öllu, en
þó fyrst og fremst beitarhúsamað-
ur. Það átti við mig. Ærinn tími
til að tala við sjálfan sig, dást að
landinu og hugsa málið. Þá var jeg
ákveðinn í því að verða bóndi, stór-
bóndi meira að segja, eiga marga
sauði, hafa mörg beitarhús og fíl-
elfda sauðamenn, sem gætu tekist
á við tröll og forynjur. Beitarhúsin
mín voru langt uppi í heiði á eyði-
býli, sem Bakkasel hjet. Það stóð
við Bakkavatn í Bakkadal, og þaó
var fallegt þar á vorin. Yfir sauð-
burðirn bar jeg á mjer brennivíns-
fleyg og dreypti á nýfædd lömbin.
þegar kaldast var. Það gafst mjer
svo vel, að jeg myndi leggja til að
íslenskum bændum yrði gefinn
kostur á góðu og ódýru lamba-
brennivíni yfir sauðburðinn!
SKEMTIFÖR SEM VARÐ
AÐ ÆVIDVÖL
Ölí árin mín að Bæ hvarflaði
hugurinn oft heim á æskustöðvarn-
ar, og þangað ætlaði jeg strax og
jeg hefði eignast eitthvað. En ein-
hvern veginn eignaðist jeg aldrei
neitt, og árin liðu. Aldamótavorið
fór jeg frá Bæ og var það sumar
við sjóróðra á Sauðárkróki. Um
haustið dagaði mig uppi í Bolungar
vík á heimleiðinni. Þar eignaðist
jeg bát við annan mann og gerði
hann út. Eitthvað eignaðist jeg á
því, — en næstu sumur var jeg
við fiskverkun á ísafirði. Enskur
maður, mr. Ward að nafni keypti
þá Labrador-fisk á Vestfjörðum og
greiddi alt reiðulega í gullpundum.
Jeg hafði unnið við útskipun á fiski
fyrir hann og kynst honum dálítið.
Haustið 1903 fór jeg með síðasta
fisktökuskipinu hans í kringum
Djúpið og hreinsaði leifarnar frá
útvegsbændum þar. Mr. Ward hafði
þá orð á því við mig, að mjer væri
velkomið að fara utan með skipinu,
ef mig fýsti að sjá mig eitthvað um.
Þá jeg þetta góða boð, og ljetum
við svo í haf þann 13. september.
— Við áttum að sigla til hafnar í
Suður-Wales, en hreptum óveður í
hafi, og það kom sjór bæði í neyslu-
vatnið og lestarnar. Eftir 16 sólar-
hringa hrakninga komum við t'l
Bristol, og þar yfirgaf jeg skipið
og tók mjer far til Grimsby. Var
hugmyndin sú að fá þar far með
togara upp að Suðurlandinu, en þá
voru breskir togarar farnir að veiða
á íslands miðum. En það er skemst
af því að segja, að það liðu rösk
30 ár uns jeg steig aftur á íslenska
grund. Kom jeg þá til Reykjavíkur
í norðan skammdegis stórhríð og
stóð þar við í nokkra klukkutíma.
Seinna kom jeg þar um vor, og þá
var jeg heilan dag í landi í blíð-
skapar veðri. Er það öll mín dvöl
á íslandi síðan jeg lagði upp í kynn-
isförina til Bretlands með fisk-
flutningaskipi mr. Wards haustið
1903, — og loksins er jeg afhuga
því að verða bóndi í Laugardaln-
um!
— Og hvernig atvikaðist það, að
þú ílengdist hjer í Grimsby?
— Atvikaðist? segir Gísli. — Það
atvikaðist eiginlega engan veginn.
En þú skilur það, að þegar maður
á ekki að fara lengra þá fer maður
ekki lengra. Það er einhver, sem
ræður því....
I SKIPREIKA
Jeg fekk hjer inni hjá góðri og
hjartahreinni konu, sem leigði sjó-
mönnum herbergi. Hún varð síðar
tengdamóðir mín og er enn á lífi
við góða heilsu. Mikið á jeg þeirri
konu upp að unna, því betri lífs-
förunaut hefði jeg ekki getað eign-
ast en konuna mína — hana Ellu
Aldrei eitt æðruorð, hvað sem á
bjátaði, — en á árum áður var jeg
helst til vínhneigður og eyddi þá
oft um efni fram. Það var tekið frá
heimilinu eins og gefur að skilja,
en alt fyrirgaf hún og öllu helt
hún á rjettum kili. Við áttum tvö
börn: dóttur, sem dvelur nú hjá
okkur gömlu hjónunum með ung-
an son sinn. Hann er augasteinn
okkar allra. Svo áttum við son, sem
dó á hospítali, eftir uppskurð, 23
ára gamall. Við feðgar hjetum sama
nafni, og 17 ára fór hann með mjer
á sjóinn. Vorum við þá á Grimsby-
togaranum Mikado á lúruveiðum
vestur við Canadaströnd. Þegar
heim átti að halda brast á okkur
ofviðri. Rak skipið þá á klett, eigi
allfjarri Louisburg, og brotnaði í
spón. Við feðgar heldum lífi og sex
menn aðrir. Var okkur bjargað eftir
að hafa hangið 16 tíma í reiðanum.
Níu menn fórust, druknuðu sumir,
en aðrir króknuðu. Eftir þetta áfal!
varð sonur minn aldrei heill heilsu
og ljest af beinum afleiðingum
sinnar fyrstu sjóferðar.
ÁFALL
— Sóttir þú sjóinn eftir þetta?
— Já, í mörg ár, eða þangað til
1935. Þá varð jeg fyrir því slysi úti
á sjc að detta á spilið og brjóta í
mjer fleiri rif. Er brotin greru
saman kom í ljós, að brjóstkassinn
var allur í herpingi og þrengdi að
lungunum. Síðan hef jeg verið í
landi og dregið fram lífið á örorku-
styrk og ellilaunum, því þó jeg sje
íslenskur ríkisborgari að nafninu
til nýt jeg hjer allra rjettinda sem
breskur þegn. Og hvergi vildi jeg
fremur vera eignalaus og farlama
gamall maður en hjer. Englending-
ar skilja það svo vel, að það geta
ekki allir orðið kóngar, — og þeir
hafa hjartað á rjettum stað, þegar