Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1951, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1951, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 297 Beinahrúga undir hellisveggnum. þura farvegi og smátt og smátt myndar svo jarðvegur þak yfir þá. í slíkum hellum völdu menn sjer bústaði upphaflega og vegna þess að þeir gengu ekkert þrifalega um þar, geymast þarna margar minjar um dvöl þeirra, fornfræðingum til mikillar ánægju. Þarna finnast alls konar dýrabein, áhöld úr steini og krot og málningar á veggjum. En vegna þess hvað hellar þessir eru gamlir, eru þeir orðnir hálf fullir af mold og leir, sem hefur fokið inn í þá, og þarf því að grafa þarna til þess að finna fornminjar, stundum 20—30 fet niður, áður en hinum upphaflega hellisbotni er náð. Einn af þessum hellum er Ghar Darlem hellirinn á eynni Malta. Ýmsar tilgátur hafa komið fram um það hvernig Malta hafi mynd- ast. Sumir halda því fram að hún sje brot úr hinu sokkna Atlantis, hafi verið norðvesturhorn þess mikla lands. Aðrir segja að hún muni vera leifar af landbrú, er tengt hafi saman Evrópu og Afríku í fyrndinni. Enn aðrir segja að hvort tveggja þetta sje rangt, hún hafi áður verið tengd við Sikilev, en aldrei við Afríku. Vísindaleið- angur var fyrir skömmu að rann- saka Miðjarðarhafið, og komst hann að þeirri niðurstöðu, að mikið af austurhluta þess hefði einhvern tíma verið þurt land. Og rannsókn- ir hans virðast líka benda til þess að Malta hafi áður verið áföst Ev- rópu, en ekki Afríku. Draga menn þá ályktun af því, að sunnan við Malta er neðansjávar klettaveggur mikill og þverhnýptur, alt að því 2000 fet á hæð. Enn fremur benda fornleifafundir í Ghar Dalam á hið sama, því að bein þau, sem þar hafa fundist, eru úr dýrum, sem áttu heima í Evrópu í fornöld, en ekki í Afríku. Ghar Dalam þýðir Dimmihellir. Hann er 700 feta langur og hefur tvn'vegis verið grafið í hann, fyrst 1865 og seinna 1892. Fanst þar ó- grynni af beinum og ýmsum verk- færum. sem sannar það, að menn höfðu búið þar og bygð hafði hald- ist þar um aldir. Mátti þar finna leyfar frá-járnöid, bronseöld og steinöld. Og er enn dýpra var graf- ið fundust þar ókjör af beinum ýmissa dýra, sem nú eru aldauða í Evrópu. Þar voru tennur og bein úr filum, flóðhestum og risavöxn- um letidýrum. Og innan um alt þetta fundust tvær tennur, sem menn ætfa að sje úr manni. Á vísindamáli er talað um hella- dýr, ekki vegna þess að þessi dýr hafi hafst við í hellum, heldur vegna þess hve mikið af leifum þeirra finst í hellum. En þó eru til hundruð lífvera, sem lifa í hellum, svo sem leðurblökur, og allskonar skordýr. Fiest eru dýr þessi blind. Fyrlr eitthvað 500.000 árum gekk hin mikla ísö’d yfir Evrópu. Hafa þá verið stórhríðar og fannkyngi í hinum suðrænu löndum og hroða- legir vatnavextir og flóð. Mikið af beinum þeim, er fundist hafa í hell- inum geta því verið úr dýrum, er ýmist hafa hrapað þar niður um gjár og glufur, eða hreint og beint leitað sjer skjóls þar eða jafnvel skolast þar inn með flóðum. Hið pleistocena tímabil er talið ná um eina miljón ára aftur í tím- ann. Á þessu tímabili hafa allar núHfandi dýrategundir tekið upp þá lifnaðarháttu, er þau enn hafa og á þessu tímabili kemur maður- inn fyrst til sögunnar, eftir óra- langa framþróunarbraut. Saga hans nær langt aftur fvrir allar skráðar heimildir, en þó er hún stutt sam- anborið við sögu lífsins á iörðunni. Hin skráða saga mannkvnsins nær ekki nema svo sem 5000 ár nftnr í tímann. En nú þykjast fornfræð- ingar hafa fundið handaverk manna, sem voru uppi fyrir 600.000 árum. Hin skráða saga gefur oss yfirlit um framfarir mannkvnsins sein- ustu 5000 árin. En af hinum 595.000 árum þar á undan fara engar sögu’-. Nú er lífið á jörðunni talið um 500 miljóna ára. Ef vjer hugsum oss þann tíma sem eina klukkustund, þá samsvarar saga mannsins svo i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.