Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1951, Qupperneq 7
LESBÓK M0R0UN3LAÐSINS
299
Teigsbændur. En það aldarskeið,
sem Markarfljót lá að nokkru og
stundum að mestu leyti í Þverá,
mun oft hafa verið torsótt leið til
fjárhúsa hjá Aura-mönnum.
Nú segir frá einni ferð Jóns á
Aurana veturinn sem hann var í
Teigi. Það var á jóladaginn, þá
ætluðu þeir að fara fram á Aura,
Erlendur og Jón, en er þeir komu
að Þverá, þá er hún ekki árenni-
.leg, aðkrept mjög af frosti, en
hvergi komin saman, „og langtum
óíær“ að dómi Erlendar. En hann
var vanur að glíma við hana í öll-
um hennar hamförum ,en sneri nú
frá henni og bað Jón að gera hið
sama.
Bregður Jón þá til þess ráðs að
reyna skarirnar að ánni, sem voru
mjög hálar, leysir af sjer skóna,
tekur svo atrennu og „hóf sig á loft
yfir ána“ og farnaðist vel. Skildi
þar með þeim; Erlendur sneri
heimleiðis, en Jón sinti ánum, og
að því loknu helt hann heim og
með sama hætti yfir ána.
Þessir þrír standa mjer fyrir
hugskotssjónum sem jafnokar að
fræknleik. En ólíkra erinda fóru
þeir, Skarpheðinn í vígahug, en
hinir með friði og intu af höndum
nytsemdar störf.
22. mars 1951.
^ ^ ^ ^
Aðdráttaraflið
ALLIR þekkja aðdráttaraflið og
vita hvað átt er við með því. En
hversu margir hafa gert sjer grein
fyrir því, að þungi hlutanna er af-
leiðing aðdráttarafis? Jörðin heldur
oss föstum við yfirborð sitt með
aðdráttaraflinu, þar sem það er
sterkast. Því að aðdráttaraflið er
ekki jafnt alls staðar. Ef þú kæmist
1000 metra niður í jörðina, þá ertu
ljettari en á yfirborðinu. Eins fer
ef þú flýgur hátt, að þú ljettist.
Ein smálest af kolum vegur 20
vættir á yfirborði jarðar. Væri það
komið 1000 enskar mílur niður í
jörðina, mundi það ekki vega meira
en 15 vættir, og ekki nema 10 vætt-
ir ef það væri komið 2000 enskar
mílur niður í jörðina. Væri það
komið inn að miðbiki jarðar mundi
það ekki vega neitt, því að þar tog-
ar aðdráttaraflið í það úr öllum
áttum.
Jörðin er ekki nákvæmlega
hnöttótt. Hún er til dæmis ofur-
lítið flatari við pólana, og þar reyn-
ast menn ofurlítið þyngri en ann-
ars staðar. Menn eru heldur ekki
altaf jafn þungir. Þar kemur að-
dráttarafl tunglsins til greina. Þeg-
ar aðdráttarafl tunglsins er sem
mest, verða allir hlutir ljettari.
Aðdráttarafl hinna ýmsu hnatti
er mjög mismunandi. Sums staðar
er aðdráttaraflið svo mikið að með-
almaður mundi vega þar 2000 smál.,
en á öðrum hnöttum er það svo
lítið að meðalmaður mundi ekki
vega meira en 4 eða 5 pund.
% ^ %
Leiðrjettingar.
MJER HEFIR verið bent á, að tvo liði
vanti í ættartölu þeirra frændanna
Alberts Thorvaldsens og Gottskalks
Blander í næstseinustu Lesbók. Gunn-
laugur á Gullbrekku var sonur Egils
lögsagnara á Geitarskarði, Jónssonar
sýslumanns á Reykjum í Tungusveit og
Geitaskarði, Egilssonar lögrjettumanns,
Jónssonar sýslumanns á Geitaskarði,
er kvæntur var Kristínu dóttur Gott-
skalks biskups. — Þá var og rangt
farið með faðerni Ara í Sökku, hann
var sonur Jóns prófasts Arasonar i
Vatnsfirði og bróðir Odds digra. — Enn
má geta þess, að Hannes Þorsteinsson
telur að öll börn sjera Þorvaldar í
Miklabæ (Ólöf, Ari og Gottskalk) hafi
verið fædd á Sjávarborg. Þangað hafi
Þorvaldur flutt 1737 „og líklega búið
þar þangað til hann vígðist". Gottskaik
faðir Thorvaldsens var fæddur 1741, en
þá var faðir hans fluttur frá Reyni-
stað, eins og áður segir, og Gottskalk
því ekki fæddur þar. — A. Ó.
Vonarljósin vorið kveykir
vaknar orka í hverri sál.
íslendingar, ekki smevkir
yls og birtu teyga skól.
Þúsund radda sumarsöngvar
sólskinshörpum óma frá.
— Gleymast vetrargötnr þröngvar,
geisiar töfrasprotum slá.
Tökum undir tóna blíða,
titrar loft af þeirra ym.
Þrútnar óðum upp til liliða
endurvakið bjarka lim.
Mildum rómi moldin kallar
menn til starfa í þágu lands.
Opnar lífsins lindir allar
liggja á vegum sjerhvers manns.
Fvlgi hugur hendi í starfi
himnesk gerast kraftaverk.
Mundti, sjerhver íslands arfi:
Átök sigra, djörf og sterk.
Nú skal athöfn orðum fylgja,
yrkjum jörð og pliintum skóg.
Fer um hugann hitahylgja,
hjer að starfa er ærið nóg.
Söfnum dýrum sumararði,
sólargulli um velli og dal.
Brosi hverjum bóndagarði
blóma- kvenna og sveinaval.
F. J. ARNDAL
t t í
BRIDGE
S. D 10
H. K 6 5
T. —
L. 9 8
S. —
H. G 10 9
T. 10 9
L. G 10
N
V A
S
S. —
H. 8
T. G 8 6
L. D. 7 6
S. G
H. D 7
T. D 7
L. K 8
Grand er spilað. S á út og S og N
eiga að fá alla slagina.