Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1951, Side 6
293
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Einai Runólísson Háamúla:
ÞRÍR OFURHUGAR
í NJÁLSSÖGU segir svo: „Skarp-
heðinn heír sik á loít ok hleypr
víir tljótið meðal höfuðísa ok stöðv-
ar sik ok rennir þegar af fram fót-
skriðu. Svellið var hált mjök, ok
fór hann svá hart sem fugl flygi.“
Þetta hlaup Skarpheðins yfir
Markarfljót, hefur lengi verið róm-
að, sem verðugt er. En ekki er það
til að varpa skugga á frægð hans,
þó að mjer komi til hugar, að jafn-
okar hans í þessu efni hafi uppi
verið á öllum öldum frá hans dög-
um, þó sögur greini ekki írá.
Þessum orðum mínum til stuðn-
ings mun jeg nú segja frá tveim
mönnum, sem jeg hef kynst á lífs-
leiðinni, og átt nokkra samleið með,
þó meira þeim er fyr \rerður getið.
Þeir sýndu fræknleik á borð við
Skarpheðinn, með því að hlaupa
millum höfuðtsa, annar Skeiðará,
en hinn Þverá. En engum sem til
hefur þekt. mun þykja á skorta um
mikilleik þessara vatna. Þess má
geta, að Þverá var í blóma lífsins
cr þctta gerðist.
sem hálfri mínútu. Á því geta
menn sjeð hvað hún er stutt.
Neanderthals-maðurinn bjó enn
í hellum fyrir svo sem 32.000 árum.
En eítir seinustu ísöldina hætti
hann að búa í hellum, eða fyrir
svo sem 20.000 ára. Nú eru það
hellarnir, sem gefa fornfræðing-
unum ómetartlegar upplýsingar um
líf dýra og manna langt aftur í öld-
um. Þar heíur maðurinn skilið eft-
ir minjar um sig, brotin áhöld,
týnda skartgripi og leifarnar af
máltíðum sínum. Rokmoldin hefur
geymt þetta og forðað því frá al-
gcrri tortímingu.
IILAUPIÐ YFIR SKEIÐARÁ
Annar ofurhuginn var Samúel
Jónsson, fæddur 18. sept. 1864 að
Brattlandi á Síðu. Kornungur flutt-
ist hann að Hunkubökkum á Síðu,
með foreldrum sínum, og ólst þar
upp. Svo rjeðist hann út á Eyrar-
bakka til trjesmíðanáms. Að námi
loknu helt hann svo heim aftur að
Hunkubökkum og dvaldist þar
nokkur missiri. Það var á þessum
tíma, eða laust fyrir 1890, að hann
dvaldist um stund að vetri til við
srníðar að Sandfelli í Öræfum hjá
Sveini presti Eiríkssyni. Og er
Samúel hafði lokið störfum þar
helt hann heimleiðis. Þá gisti hann
í Skaftafelli næstu nótt. Þarna er
honum sagt að hann geti látið stað-
ar numið, eða snúið aftur, því
Skeiðará sje ófær. Frost hafði verið
allhart undanfarandi og áin því
uppbólgin, en ekki komin saman,
og því ekki fær nema fuglinum
fljúgandi.
En þar sem Samúcl var jafnan
kappsmaður, að hvcrju scm hann
gekk, þá vildi hann ekki snúa við
að óreyndu. Leið svo af nóttin, en
að morgni þcgar hann er ferðbu-
inn, þá gengur einn af Skaftafells
mönnum á leið með honum að
ánni. Skeiðará er nú aðþrengd
mjög af írostum og rennur öll mill-
um skara og ekki árennileg. Ganga
þeir nú nokkuð með ánni þar til
þeir koma þar að, sem minst virtist
bilið milli skaranna. Þarna nam
Samúel staðar, cn hvort hann hefur
nú hugsað tit Skarpheðins, veit
enginn, en hann reyndi fyrir sjer
með broddstöng sinni, og íann að
skarirnar voru traustar. Svo leysti
hann af sjer byrði sína„en það var
poki með smíðatólum, og þeytti
honum yfir á skörina hinum meg-
in. Síðan kvaddi hann fylgdar-
manninn og hljóp svo yfir ána og
tókst giftusamlega. Batt hann svo
aftur á sig byröi sína, og með þvi
að færð var góð og Samúel ljettur
fóturinn þá gekk ferðin allgreitt.
Nú var eini farartálminn að baki
— Skeiðará — öll önnur vötn undir
ísum; þá tekur hann með sjálfum
sjer þá ákvörðun, að hann skuli
hvergi gista, fyr en heima á Hunku-
bökkum, leggja heldur nótt með
degi. En þarna hljóp snurða á þráð-
inn, ef svo mætti segja. Og þegar
hann svo hafði Skeiðarársand allan
að baki, og var kominn út í Fljóts-
hverfi, þá kom hann að Núpstað,
og þar sem þarna var gestrisið
fólk, og gnægð í búi, og þarna bar
að garði göngumóðan ferðamann,
og svo spurst almætra tíðinda, þá
átti Samúel þarna nokkra viðdvöl.
Að máltíð lokinni vildi hann svo
halda ferðinni áfram. En nú gerð-
ist það sem hann hafði ekki órað
fyrir, því þegar hann vildi upp
standa þá var hann svo illa leikinn
af harðsperrum, að hann sá þann
kost vænstan að bciðast gistingar
og var það auðsótt. Næsta dag var
hann svo jafn góður, og fór þá það
sem eftir var leiðarinnar, án þess
að neitt sögulegt gerðist.
Samúcl ljest í Reykjavík 4. nóv.
1937.
HLAUI’ID YFIR ÞVERÁ
Hinn þriðji ofurhuginn er Jón
Pálsson fæddur 12. októbcr 1911 að
Kirkjulæk í Fljótshlíð, og lcngst af
dvalið í þeirri sveit, en á ýmsum
stöðum. Árið 1935, rjeðist Jón til
ársvistar að Teigi hjá Erlendi Er-
lcndssyni. Eitt af þeim störfum, cr
þarna þurfti að vinna var hirðing
sauðfjár á Aurunum — en það cr
landsvæði sunnan Þverár, er til-
heyrir nokkrum jörðum í Hlíðinni,
og hafa nokkrir bændur löngum
haf't þar ijárhús, og meðal annara