Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Síða 1
23. tbl.
ptorgttnÍJlaíijg im
Sunnudagur 17. júní 1951.
XXVI. árgangur.
V. ST.: ENDURMINNINGAR FRÁ 17. JÚNI 1911
ÞEGAR ÍSLENDINGAR EIGNIJÐGST
ÞJOÐHATiÐARDAG
UNGUM lesendum blaðsins kann að
íinnast fyrirsögnin yfir línum þessum
einkennileg. En jeg minnist hátiða-
haldanna í tilefni af 100 ára afmæii
Jóns Sigurðssonar á þennan hátt, að
þá „eignuðumst" við 17. júní.
Jeg lít svo á, að áður en farið var að
undirbúa 100 ára afmæli forsetans 1911,
þá var dagurinn 17. júní ekki sjerlega
hugstæður, nema sögufróðum mönnum.
Nokkrum árum áður hafði þjóðin
minst annars 100 gra afmæiis, Jónasar
Hallgrimssonar, 16. nóvember 1907. Það
var þá, sem líkneskiö var reist á blett-
inum, fyrir neðan bústað Guðmundar
Björnsonar landlæknis i Lækjargötu,
það sem nú er i Hljómskálagarðinum.
Jeg efast um að dagurinn 17. júní
hafi verið mönnum fastari i minni,
fyrir,1911, en fæðingardagur Jónasar
16. nóvember er nú.
En 17. júní 1911 er mjer minnistæð-
astur hátíðisdagur, sem gngntók mig
mest að Alþingishátiðinni 1930, og
stofnun lýðveldisins 1944, meðtöldum.
Vorhugurinn, samhugurinn, sem birtist
manni hjer i höfuðstaðnum þennan vor-
dag fyrir 40 árum, stcndur mjer fyrir
hugskotssjónum sem lielg þjóðarvakn-
ing.
FAGUR MORGUN
Þetta var laugardagur, jcg var ó-
vcnju sncmma a ícrli þennan dag. Mjcr
Samkoma á Austurvelli 17. júui 1911.
varð gengið niður í bæinn, áður en
„farið var að rjúka“, cins og sagt var í
sveitinni, áður en nokkur manna-
ferð sást á götunum.
Þessi morgun var skinandi bjartur,
veðrið kyrt, og alt umhverfið unaðs-
legt, cins og það gctur fcgurst verið
hjer. Góðviðrið var svo sannfærandi
að það var rjett eins og allar ýfingar
frá náttúrunnar hendi væru horfnar,
cins og mcnn þckkja, þegar vormorgn-
arnir birtast manni með öllum sínum
töfrum.
Á göngu minni um bæinn, þennan
sólbjarta morgun, liugsaði jeg til íólks-
ins, cr svaf i húsum sínum. Langaði míg
til að mega gera þá samlíkingu fyrir
hönd þjóðarinnar: Að hún væri cnn sof
andi vegna þcss, að hún hefði ekki gcrt
sjcr grein fyrir því, hve bjartur, fagur
dagur biði hennar, hve fögur veröld
birtist henni, þcgar hún risi úr rekkju
kyrrstöðunnar.
Þcgar niður að Austurvelli kom,
biasti við framan á svölum Álþingis-
hússins, stór bláhvítur fáni, íslenski
fáninn, sem þá hafði vcrið tekinn upp,
en ekki löghelgaður. Þessi fáni var
hinn stærsti, sem jcg haíði nokkru
sinni sjeð.