Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 7
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ■ * 49t HLJÍDBYLGJUR í ÞÁCU VISIIMDAIMIVA GAMLAR þjóðsa.gnir hprma, að töfrar hafi fylgt,tónum ýmissa hljóðfæra. Múrar Jerikóborgar hrundu við básúnuþyt Jósúa, fiðlu- leikarinn í Hameln bjargaði landi sínu frá eyðingu af rottum, Orfeus ljek svo að hann fekk steinana tilað gráta og söngvaseiður var hin rammasta forneskja hjer á landi. Nú eru vísindin sem óðast að sanna að hljóðbylgjum fylgi töfrar. það er að segja hinum svonefndu „þöglu hljóðbylgjum". Það lætur einkennilega í eyrum að tala um þögul hljóð, og verð- ur því að útskýra það nánar. Langt er síðan menn vissu, að öll hljóð myndast við titring eða sveiflur, og að þessar sveiflur hafa mismunandi bylgjulengd. Stytsta bylgjulengd, eða mesta tíðni, hafa hinir hæstu tónar, en lægsta bylgju lengd hinir lægstu tónar. Þegar á 14. öld komust menn svo að því, að til eru fleiri tónar, en mann- legt eyra getur greint. Það er eins með hljóðbylgjurnar og ljósbylgj- urnar, að heyrn og sjón mannanna hrekkur ekki til að nema alt. Menn fundu, að bæði utan og innan við hið sýnilega ljósróf voru ósýnis- geislar, og þá var farið að tala um útbláa geisla og innrauða geisla. Eins er með hljóðbylgjurnar, að bæði fyrir neðan hina lægstu tóna og ofan við hina hæstu tóna, sem vjer heyrum, eru aðrir tónar, sem vjer heyrum ekki, og þess vegna köllum vjer þá þögla tóna. Hæstu tónar, sem vjer heyrum, eru blíst- urshljóð, t. d. þytur í byssukúlu, en sveifluhraði þeirrar hljóðbylgju er nálægt 16.000 á sekúndu. Tóna, sem hafa meiri sveifluhraða, nem- ur mannseyrað ekki, þótt það sje furðusmíð, en með sjerstökum til- færingum hefir mönnum tekist að framleiða tóna með 50 miljóna sveiflufjölda á sekúndu. Það eru þessir háu tónar, sem ótrúlegir töfrar fylgja, og vita menn sjálfsagt um fæst af því enn, en hjer skal nú sagt frá sumu, sem menn hafa uppgötvað og eru nú sem óðast að uppgötva. í ÞÁGU LÆKNIS- LISTARINNAK Það er alkunna, að sjúklingar hafa oft óþolandi kvalir í limum, sem teknir hafa verið af þeim. Þótt handleggur hafi verið tekinn af manni upp við öxl, er hann við- þolslaus af kvölum í hendinni, sem farin er. Þetta þótti læknum lengi alveg óskiljanlegt, og fengu ekki við gert, fyr en þeir uppgötvuðu hvað þessu olli. Það var bólga í hinum hárfínu taugaendum í sár- inu. Þar mynduðust örlitlir hnúð- ar, sem höfðu þessar verkanir. Þá var reynt að hreinsa sárin og skera þessa taugahnúða af. Við það lin- uðust kvalirnar í bili, en komu svo von bráðar aftur, og varð því hvað eftir annað að skera og hreinsa,* en það var ekki þægilegt fyrir sjúklinginn. Þá var fundið upp á því að kljúfa taugaendana og jafn- vel að gera heilaskurð og slíta sam- bandið við þessar taugar. Þessar aðgerðir voru bæði mjög vanda- samar og hættulegar, en tókust þó stundum, Þá var það að tveir læknar við Radcliff-spítalann í Oxford, þeir Russel og Spalding, komust að því að hægt var að draga úr kvölum sjúklinga með því að hamra ósköp ljett, en þjett og stöðugt á sárið. Þctta þótti mjög merkilegt. Þá var það að frönskum lækni kom x hug: Hví ekki að nota hljóð- bylgjur? Þær hafa þó miljónfalda tíðni á við þetta og eru þar að auki jafnari. Þetta sktði í fyrra. Hann ljet þegar búa til handa sjer áhald til þess að framleiða tíðar hljóðbylgj- ur. Áhald þetta líkist helst litlu útvarpstæki, en í því er kvarts- steinn og þegar á hann er beint rafmagnsstraumi sendir hann frá sjer lxljóðbylgjur með 850.000 sveiflu hraða á sekúndu. Þessum tíðu hljóðbylgjum, sem eru algjörlega „þöglar“, var nú beint að öri á mann,i, sem lengi hafði þjáðst af óbærilegum kvöl- um á „ímynduðum stað“. Það brá svo við að honum ljetti mikið, og í fyrsta skifti um langa hríð gat hann soí'ið þá um nóttina. Eft- ir nokkurn tíma voru kvalirnar horfnar og komu eigi aftur. Hinn sami varð árangurinn hjá 18 sjúkl- ingum af 20, sem þessi aðferð var reynd við á eftir. Það var tilviljun að þessi aðferð var reynd. Og enn vita m*enn ekki hvaða áhrif hljóðbylgjurnar hafa á frumurnar í líkama manns. En þessi hefir orðið árangurinn. Of snemt þykir enn að fullyrða að sjúklingarnir hafi fengið algeran bata, en hitt þykjast menn vissir um, að ef kvalirnar taka sig upp aftur, þó muni hægt að lina þær í hvert skifti um lengri tíma. En hjer við bætist svo, að með þess- ari aðferð hefir tekist að stilla kvalir, sem stafa af öðru en upp- skurði, svo sem tannpínu, liðagigt, ischias o. fL, einnig kvalir sem stafa af liðhlaupi og liðtognuru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.