Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 10
' 494 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS þrátt fyrir missi tveggja Tngibjarga er hann hamingjusamur, er sú þriðja hvílir .við brjóst hans og hann kveður þessa fögru vísu: Þó að spenni mæðan mörg mig á fjörsins línu, ennþá hallast Ingibjörg upp að brjósti mínu. Bjarni og Soffía bjuggu góðu búi á Vatnshorni. Var heimili þeirra í þjóðbraut, enda oft gestkvæmt. Gestrisni þeirra og hjálpsemi var viðbrugðið. Bóndi var Bjarni góð- ur. Hafði hann ungnr r>nr*>!* smíði en var og hagur á flest er til smíða og verka laut. Hann var góður meðalmaður á hæð, þrek- inn og hinn karlmannlegasti að vallarsýn. Hann var dökkur á hár með hátt enni og þótti fríður sýnum. Hin brúnu augu hans gátu orðið hvöss, ef honum þótti. Glaðlyndur var Bjarni og hvers manns hugljúfi, skapmikill en stilltur vel. Greið- vikinn og bóngóður var hann og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann var mikill áhugamaður um stjórnmál og eindreginn sjálfstæð- ismaður. Allt þjóðlegt var honum kært og ást hans á móðurmálinu var svo mikil, að enginn mátti níða það í hans eyru. Hinn snari þáttur skaphafnar hans var þó skáldgáfan. Hver tilfinning fær ljóðræna útrás. Þessi alþýðumað- ur, er einkis lærdóms naut, en las allt sem til náðist, ljet eftir sig dýr- mætar perlur í ferskeytluformi. Dýravinur var hann mikill, en hest urinn honum samt kærastur og um hesta sína orti hann marga vís- una. Eitt sinn orti hann um bleika hrvssu sem hann átti: Rykið skvettir skeifum fjær skýlin detta álfa. Undir Glettu fótum fær foldin þjett að skjálfa. Heldur gerir hraða sjer, harma gleymist fjöldin þegar merin bleika ber Bjarna heim á kvöldin. Jarpan hest átti hann eitt sinn. Kom til mála að hann seldi hann, hætti þó við það og sagði: Býsna skarpur, betri seim best til hlaupa laginn. Litli Jarpur labbar heim líkt og fyrri daginn. Um hest sþin Fífil yrkir hann: Fallega berðu fótinn þinn fleygir grjóti hörðu, fölnar ekki Fífill minn frost þótt liti jörðu. Bestur hestur Bjarna var rauð- skjóttur hestur, ættaður úr Skaga- firði. Um hann kvað hann: Snar sem elding hlaupa hár hita felldi tárin. Elfur, keldur, urðir, flár ekki hrelldu klárinn. Forðum þótti fótheppinn, fram þá sóttir ómæðinn, búinn þrótti búkur þinn, blessaður skjótti klárinn minn. Þvílíkt metið skjaldarskarð skjótt ei geta lýðir. Sjerhver hetja hníga varð hels í flet um síðir. Margt orti Bjarni fleira um hesta sína og allt ber það vott um ást og næman skilning á hinum þarfa þjóni. Margar vísur urðu til við ýms tækifæri. í kaupstaðaferðum, rjett- um, við samkomur og samfundi bænda, er vínið hafði hýrgað geð, varð Bjarna oft ljett um tungutak. Urðu vísur Bjarna vinsælar og á hvers manns vörum. Skulu hjer tilfærðar vísur tveggja samferðamanna hans, sem bera þeim vinsældum vitni. Kristján ívarsson yrkir: Bjarni gildur burðamaður býr Vatnshorni neðra á. Oft með snilld á hörpu hraður hróðra norna leikur sá. Björn Friðriksson frá Bergstöð- um, kveður: Á Vatnshorni eg rjett tel eyðir snjallur hringa Bjarna cr yrkir bögur vel blómið hagyrðir.ga. Þeir bræður Brynjólfur og Bjarni kváðust oft á í brjefum. Um lystir þessa heims, er þeir bræður mátu mest, má sjá í þessum vís- um. Brynjólfur kveður: Álms á hh'ðar öndunum yndi líð jeg sanna, fák að ríða fjörugum, faðma blíðan svanna. Bjarni segir: Hesti góðum hleypa um grund, hlunna renna svíni, syngja ljóð við seima hrund, súpa á brennivíni. Má segja, að þarna mæli þeir bræður fyrir munn samtíðar sinn- ar. Bjarni var skapmikill tilfinninga- maður, viðkvæmur og næmur. Er degi hallar hvarflar hugurinn oft til þess er koma muni. Verða þá til ljóð um lífið og gildi þess. Þessum næma huga finnst heimurinn oft kaldur og stundum bera vísur hans vott um þunglyndi:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.