Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 16
9 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 500 / -------- Gömul rímnabók. Meðal íslenskra handrita frá ofan- %’erðum páfadómi er rímnabók í Árna- safni ÍAM 604, 4to). Einkennilegt við handrit þetta er, að víða hefir skrif- inn hripað ýmislegt annað á spassíurn- ar. Meðal þess eru um 200 málshættir, vísur og vísnastúfar, fyrirbænir, og auk þess ýmislegt taut og nöldur skrifar- ' ans. Setur hann þar hvað eftir annað ' út á skrift sína og blek, mjög ómak- lega, því að hvort tveggja er með besta móti. Föst regla er að skrifað sje efst á hverja blaðsíðu Jesú nafn eða Mariu. En furðulegast og einkennilegast er þó, að þar er á fjórum stöðum heitið á hina helgu Fenennu: sancta fenenna ora pro nobis. En Fenenna þessi verð- ur hvergi fundin með dýrlingum. Að vísu er konu með því nafni getið í Stjórn, en hún virðist illa eiga því- líkan heiður skilið. — Þegar Eggert Hannesson hirðstjóri fór af landi burt, kvaddi hann vini sina með þessari vísu: Eitt sinn ’kemur hvert endadægr allra líða um síðir, svo finst enginn sikling frægr sínum dauða ei kvíðir. Hafa ýmsir haldið að Eggert hafi orkt þessa vísu, en hún er úr Völsungs- rímum, sem hvergi hafa varðveist nema í þessari rímnabók (AM 604). Ástarbragð. Svo segir gömul þjóðtrú, að ef mat- ur brennur við hjá eldabusku, þá sje það áreiðanlega merki þess, að hún sje ekki hrein mey. Því var það kall- að að „brenna meydóminn“, ef matur brann við. Hitt var þó algengara að segja, að eldabuskan hafi verið að hugsa um pilt á meðan hún var að elda og ekki gætt pottsins þess vegna. Því var sengjubragðið eða viðbruna- bragðið kallað „ástarbragð’*. Kaplagjót (nú Kaplagjóta) heitir skor eða gjá inn með Tíkartóarnefinu á Dalfjalli í Vestmannaeyjum og fellur sjór inn í hana. í lýsingu Vestmannaeya eftir HAUKSBÓK — Haukur Erlendsson var lifgmaður á íslandi og síðar í Noregi og dó þar 1334. Hann var í tölu helstu virðingarmanna íslenskra um sína daga. Við hann er kend Hauksbók, og er svo talið að hann hafi skrifað mikinn hluta hennar sjálfur. í Hauksbók hefir m. a. verið Landnáma. Úr henni eru til 14 blöð, flest illa leikin. Þau eru nú í Árnasafni í Kaupmannahöfn (AM 371, 4to), en eru þangað komin frá Þjóðminjasafninu hjcr. í októbcr 1887 stendur þessi smágrein í Fjallkonunni: Forngripasafnið hefur mist einhvern merkasta hlut sinn. Það er Hauksbókarblöðin (14 skinnblöð úr Hauksbók), er Jón rektor Þorkelsson gaf út 1865. Forstöðunefnd Árna safns Magnússonar í Kaupmannahöl'n hefur heimtað þessi skinnblöð sem vafalausa eign handrita- safnsins, af því að það þykir víst, að þau hafi einhvern tíma verið í skinnbók- inni, sem nú er í Höfn. Eftir talsverðar brjefaskriftir og samanburð á handrit- inu Ijet Forngripasafnið blöðin af hendi. — „Óvandaðri er eftirieikurinn“. Ætli íslendingar geti ekki heimtað með álíka rjetti eitthvað af handritum úr safni Árna Magnússonar. — Og síðar segir: Hauksbókarskinnbiöðuniim var slept, þótt engar iögiegar sannanir kæmi fram um eignarheimild þeirra. Þetta var hið eina skinnbókarbrot er íslendingar áttu nú sjálfir til minja um fornu ritöldina. Það var of mikið að ætiast til, að Danir gætu unl oss að eiga það. — Myndin hjer að ofan er af rúmlega liáifri síðu i Hauksbók, þar sem sagt er frá landnám- um á Austurlandi. sjera Gissur Pjetursson, er þar var prestur 1689—1713, segir svo um þennan stað: „Kaplagjót, þar var óskila færleikum hrundið ofan í sjóinn forð- um, sem fundust fram yfir regluna". Þessi frásögn skýrist af dómi, sem dæmdur var að Vilborgarstöðum í Vest manneyum 1528, um húsmenn og hestafjölda í eyunum; segir þar, að ekki megi vera þar fleiri kaplar en 16 að tölu. Hjer er því um sögulegt örnefni að ræða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.