Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 9
^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 493 HUGKVÆMNI OG ATHUGUN ' • ■ 7. . ■ : . / . ' . GALILEI RAKST af hendingu á það, að vatn verður ekki leitt í venju- legri dælu hærra en 33 fet. Honum hugkvæmdist, að orsökin til þess að vatnið stigi í dælunni væri þrýstingur ioftsins á vatnsflötinn og að loft- þrýstin'gurinn væri nægur til að koma vatnsúlu svo hátt í loftlausu rúmi, en ekki hærra. Torriceili lærisveinn hans fer nú að iiugsa um,- hvað af þessari skoðun leiði, og hann ályktar, að þar sem kvikasilfur sje nálega 14 sinnum þyngra en sania rúmmál af vatni, þá ætti loftþrýst- ingurinn að lyfta því hjerumbil 14 sinnum lægra cn vatninu, og lianii gerði tilraun, er sýndi að þetfa var svo. Þar með var loftvogin fundin. En Pascal dró nýa ályktun af kenningunni. Hann sá, að væri loftþrýst- ingUrinn orsök. þess að kvikasilfrið stigur i loftvoginni, þá ætti loftþrýst ingurinn að niinka þvi meir seni liærra drægi vfir sjávarfiöt og loftvog- in þyi að sýna minni loftþunga á fjöllum en við sjó á sama tinia. Hann Ijet þvi fara með Ioftvog upp á fjall, og hugsun hans reyndist rjett. \ jer sjáum að aðferðin er altaf sjálfri sjer lík. Fyrst athugun, þá heimfærsla til braðabirgða undir eitthvert hugtak eða lögmál, þá að gcra sjer ljóst, hvað af þessu hugtaki eða lögmáli leiði, og loks ný athugun og samanburður, til þess að ganga úr skugga um, hvort tilgátan, bráða- birgðaheimfærslan sje rjett, komi heini við reynsiuna. Alt byrjar þvi og endar á athugun. llugsunin er brúin, sem tengir athuganir sainan, kemur þciin í samræmda hcild. En það er hugkvæmnin, tilgátau, sem Ieiðir til nýrra athugana og þar með nýrrar þekkingar, og þar sem tækifærið til nauðsynlegra athugana kemur sjaldan af sjálfu sjcr upp í heudurnar á manni, þá er ráðið að gera tilraunir. En visindaleg tiiraun er ckki aniiað en alhugun, þar sem maður velur sjer aðstæðurnar sjálf- ur, þamiig að maður fái ákveðið svar við ákveðinni spurningu. (Guöm. Finnbogason, Skirnir 1933), t giftist harin fyrri konu sinni Ingi- björgu Skarphjeðinsdóttur, Einars- sonar, bónda a Hvoh í Vestur- hópi. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir prests á Stað í Hrútafirði. t>au hjón bjuggn á- Hvoli um átta ára skeið. Áttu þau þrjú börn, tvö þeirra lifa enn, Skarphjeðinii, búsettur á llvammstanga og Her- dis, búsett í Hafnarfirði. Sainbúð þeirra hjóna varð stutt en ástúðleg. Ingibjörg dó árið 1892. Syrgði Bjarni konu sína mjög, og má vel ráða tilfinningar hans í þessari visu, er liann yrkir að konu sinni látinni: Vmar engin hjúkrar hönd hart að þrehgir kífið. Sárt mig strengja sorgarbönd, svona gengur lifið. 1 þessum raunum sínum leggur Bjarni land undir fót og fer vest- ur til æskustöðva sinna. Mun hann liafa ætlað að leita huggunar og íriðar í faðmi hinna breiðfirsku byggða. Ósk hans rættist þó eigi að fullu. Minningin um elskaða eig- inkonu var honum efst í huga, er liann snýr aftur heim aö Hvoli og mæhr: Hvar úm land jeg reyni rol raunastand mig hryggir. Veit þó banda sólbjört sól sólarlandið byggir. Huggun hans er sú að vita konu sína í „sólarlandi“ og von hans vaknar á ný er hann tekur hina ungu dóttur sína í fang sjer og segir: * « r Von þa goða víst jeg hef virðing þjóða finni lagar glóðá liljan, ef líkist móður siiui:. Á Hvoli dvelur Bjarni til árslns 1894, en flytst þá að Neðra-Vatns- horni í Kirkjuhvammshrep^i, á- samt börnum og bjó þar til dauðadags. / Enn syrgir Bjarni konu sína. Hann yrkir: . Enn við spornað engiim íær illum nornagaldri. Sárið forna sem ei grær svíður þorna Baldri. Bjarni ber þó harm sinn.vel, því að þessari vísu hans svarar kunn- ingi hans Ebenezer Árnason í Tungukoti á Vatnsnesi og segir: Á Vatnshorni Bjarni býr bil með þorna valdri. Enn við spornar Ahnatýr ama norna galdri. Gjafmildingur geymir sá * granna* pyngju í vösum. Hróðrar slyngur hörpu að slá hraður að klingja glösum. Nokkrum árum síðar kvænist Bjarni seinni konu sinni, Soffíu Jóhannsdóttur, Þorkelssonar. Móð- ir Soffiu var Þorbjörg Steingríms- dóttir ljósmóðir frá Brúsastöðum í Vatnsdal. Þorbjörg var merk kona, gáfuð og vinsæl. Soffía er nú bú- sett hjá Steingrími syni sínum í Hafnarfirði. Þau hjón áttu fimm börn: Ingibjörgu, dó mjög ung, Kára, fór ungur til Vesturheims, Ingibjörgu, nú til heimilis á Sól- völlum í Mosfellssveit, Björn og Steingrím, báðir búsettir í Hafnar- firði. í íarsælli sambúð þeirra hjcr.a tekur Ejarni aftur gleði sína og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.