Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 499 Og að liðnum þessum þremur árum giftast þær venjulega, vegna þess að þær eru mjög eftirsóttar. Þær eru hraustar og kjarkmiklar, og þær eiga dálítið af peningum. Stúlkur þessar eru nefndar „Amahs“, en það þýðir hafgúur, Það er sagt að þær þoli miklu betur en karlmenn að kafa og geti verið leng- ur í kafi. Venjulegast kafa þær á lo feta dýpi, en komast þó niður á 30 feta dýpi. Kaup íá þær eftir því hve miklu þær safna af þanginu. Venjan er að þær kafi eina klukku- stund í senn, fari síðan í land og hvíli sig og bakist við eld, sem kyntun er á sjávarklöppunum. En allir eyar- skeggjar, karlar og konur, vinna aö því að aðgreina þangið, þurka það og setja í umbúðir það sem út er flutt. Eyarskeggjar eru allir í fötum, en þeir hneykslast ekkert á ungu stúikunum, sem ganga naktar um á meðal þeirra. Þetta er sönnun þess hverju van- inn orkar. Menn kippa sjer ekki upp við neitt sem komið er í vana. Hjer er það alveg eins og á Papua, Bali og Nyu Guineu, að það er aðeins fyrst í stað að maður tekur eftir því að fólk- ið gengur nakið. Það sem augað sjer er aldrei jafn kitlandi og hitt sem andann grunar. Um margar aldir hafa Japana. vanist því að karlar og konur baði sig saman allsnakin. Frá þeirra sjón- arniiði er þetta ákaflega eðlilegt. Og þess vegna finst hafgúunum á Hat- sushima ekkert athugavert við það að vera allsnaktar við störf sín. Frá mínu sjónarmiði er þessi köf- unaraðferð úrelt og ekki annað en fastheldni við forna venju. Menn í kafarabúningi gæti verið miklu leng- ur við vinnu á hafsbotni og safnaö miklu rneira þangi en þessar hafgú- ur. En það er nú svo um mörg vinnu- brögð í Japan að þeim er haldið vegna þess að þannig hafa forfeðurn- ir unnið um þúsundir ára. Verið get- ur að ekki sje svo mikið upp úr þangsöfnuninni að hafa að það borgi sig að nota nýtísku kafarabúninga með ollu þvi er þeim fylgir. ’-cx-unoiM, WV*** V**®,'* Vitf •*«* i S'efán Vagnsson Lof uin Soddara EITT SINN er Sölvi Helgason var á flakki sínu um Skagafjörð kom hann að Ríp í Skagafirði. Þar var þá ný orðinn prestur Hallgrímur Thoriacius er síðar var í Glaumbæ. Hann var þá ungur að aldri og hinn mesti gleði- maður. Sölvi liaíði koir.ið þar oftsinnis áður og jafnan átt góðu að mæta, því prestur tók jaínan ljett á tali Sölva um heimspekileg efni, enda kvað Sölvi hunn einn af fáum er skildu sig og starf sitt til fullnustu. Er Sölvi kemur í hlaðið er prestur úti staddur og fagnar honum vel. Sölvi heilsar honum þannig: „Salve domini pastor! Jeg hef setið hjer um stund suður í klöppunum í sólskininu og hinni dásamlegu vorblíðu. Hef jeg ver- ið að yrkja um yður kvæði, því ei vildi jeg koma hjer svo, að jeg fórnaði yður eigi einhverju af mínum vísdómi. Er þetta sextug drápa og vildi jeg að þjer hlýdduð henni.“ Prestur varð kíminn við. Biður hann Sölva að ganga í bæinn, setur fyrir hann koniak og drekkur honum til og biður hann hressa sig vel, áður hann tæki til upplestursins. Sjálfur gekk hann inn í hús sitt, sem var í öðrum enda baðstofunnar og kvaðst þaðan mundu hlýða kvæðinu, en ástæðan fyr- ir því var sú, að hann t-e,rsti •*«*- “V-ki til að hlusta á það með þeirrí stillíngu er Sölva þætti sóma, en vncii a exxgan hátt styggja hann. Sölvi færði sig þá að húsdyruntun og flutti kvæðið með hinni mestu al- vöru og fjálgleik. Tók hann lítt eftir því þó prestur gæti ekki varist hlátr- inum oít og mörgum sinr.um meðan stóð á flutningnum. En það sagði sr. Hallgrímur oft síðar, að það iðraði sig mest að rita ekki upp kvæðið, því merkilegt mundi bað þykja nú, ef til væri í heilu lagi. Hefði það verið góð lýsing á Sölva, hugmyndaílugj hans og heimspekihugleiðingum. Ékki mundi prestur anr.að úr því er. þessar har.d- í'ncr^v* •—o-— > * -isxx.* oru.iai*.■ Brm ....a.'.. „*«xx.v W& v/©'***' «•* W en á eldfránu essi til uppheima föður. Er Sölvi hafði lokið lestrinum, þakkar prestur honum hið ágæta kvæði og segir að vant muni verða launanna fyrir af sinni hendi. Þá segir Sölvi: „Víst getur þú launað, og ekki betur með neinu öðru en því, að yrkja til mín aftur á móti. Hefur margur um mig kveðið og það ilt eitt, en það munt þu aldrei gera, heldur öfugt; mega þa eftirkomendur okkar sjá, að til haíi þó verið menn mjér samtíðá, er kunnu að meta míná kosti og þorðu að halda þeim á loft.“ Prestur færðist undan á alla vegu, kváð sig alt skorta til að leyfa hann ljóðstöfum. Sölvi kvað það ekki satt: „Ertu of skamt kominn að frændsemi frá Jónasi Hallgrímssyni skáldi, að þú megir þetta eigi, ef vilji er fyrir hendi.“ Sótti hann mál sitt af hinu mesta kappí og vann það á að lokum, að prestur Ijet tilleiðast og orti eftirfarandi ljóð tíl Sölva. Hjelt hann því mjög á loft síðar og þótti forkunnar gott. Ljóðið 'er þaimig: • Eg undrast þig ar.dheima troll, er alheimsins víðáttu skcðar. Aldrei eykonan gat arnfleygri, gáfaðri son. Þinn andi hann líður í íoft gegn ljóshöfum spekinnar æðstu, voröldur værasta draums þar vagga þjer sælum í blund, Þar hverfur hip litla og lága og ljóta frá ginnhvössum augum; ait verður endalaust, stórt, alt verður tröllvaxin mynd. Með litum frá Ijcshsimi runnum bú listaverk málar. Höndin á snildarverk hög hönd þín varS aldregi þreytt. Þakkir vjer býðar nú faerum bj er brsl-miilcl2, 2.52 bst^s.. lr’r, Vi v. WíW yw^'á y,*. —Z.;.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.