Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1951, Blaðsíða 8
C ð72 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FYRSTI LOGREGLIÞJONN í HAFMARFIRÐ1 ÞAÐ eru nú rúm 43 ár síðan að Hafnfirðingar komu á löggæslu hjá sjer, og fyrsti lögregluþjónn- inn þar er enn á lííi og við góða heilsu. Hann heitir Jón Einarsson, Hafnfirðingur í húð og hár, fædcl- ur þar og hefur alið þar allan ald- ur sinn. Mun varla oímælt að hvert mannsbarn í Hafnarfirði þekki hann, en fæstir munu nú minnast þess að hann var þar eitt sinn vörð- ur laga og rjettar og gekk um göt- urnar í einkennisbúningi. Hitt er mönnum kunnara, að hann hefur verið verkstjóri í fjölda mörg ár. Hann á heima í „miðbænum" í Hafnarfirði, Strandgötu 19, og hef- ur lengi átt þar heima. En þegar hann bygði húsið sitt var öðru vísi þar um að litast en nú. Þá sköguðu , úfnir hraunklettar fram í dimma • götuna, sem í rauninni var ekki , annað en sjávarkambur með möl og skcljasandi, en nú er þetta „fín- asta" gatan, sem til er á landinu, öll steinsteypt og uppljómuð af tindrandi „fluoresent" ljósum, svo að þar ber hvergi skugga á og nótt- in verður þar svo að segja að björt- um d'igi. Hafnarfjörður hefur tekið stakkaskiftum síðan Jón var þar lögregluþjónn og átti í brösum við oíbeldisseggi og skúmaskotsmenn. Y .______ \ Lögregluþjónar voru ráðnir í Hafnarfirði áður en staðurinn fengi nokkra lögreglusamþykt. Utanað- komandi áhrif rjeðu því. Fram að þeim tíma haf ði Haf narf jörður ver- ið íriðsældarbær, þar sem menn gengu snemna til náða og fóru snemma á fætur. Reglusemi og nægjusemi mótaði líf manna, og I bæjarbragur var allur með uðrum hætti en í Reykjavík. Þótt skamt væri á milli og íbúar Hafnarfjarð- ar orðnir um 1500, drógu þeir ekki dám ai' stórborginni Reykjavík, þar sem voru þá um 11.000 íbúa. En ástæðan til þess að Hafnfirðingar fengu sjer lögregluþjón var sú, að allmikil breyting hafði orðið þar á árið 1906, eins og nú skal sagt. Sumarið 1905 seldi ÁgústFlygen- ring verslunarhús sitt Svendborg og var kaupandinn norskur útgerð- armaður, sem H. W. Friis hjet. — Sumarið eftir hóf Friis útgerð í Hafnarfirði með þremur linuveið- urum. Höfðu þeir smábáta eða „doríur" til þess að fiska á Og veiddu vel, svo að sumarið 1907 sendi Friis þangað fimm línuveið- ara. Hafði hann sjerstakt skip í för- um til þess að flytja fiskinn af skin- unum til Noregs. Þetta varð til þess að íslendingar kyntust línubáta- veiðum og tóku þær upp. En annan dilk dró þessi útgerð með sjer. Bát- arnir komu venjulega inn á föstu- dagskvöldum og lágu í höfn fram yfir helgi. Voru þá allir sjómenn- irnir í landi og var þar misjafn sauður í mörgu fje. Þótti Hafnfirð- ingum gerast all sukksamt í kaup- staðnum þegar þeir voru í landi, meira og minna ölvaðir og oft í ryskingum og illdeilum, bæði inn- byrðis og við bæarmenn. Venjulega fóru þeir beint til Reykjavíkur þeg ar skipin voru komin að landi og kom margur þaðan aftur viti sínu fjær. Nú frjettist það að norska stjórn- in hefði ákveðið að styrkja norska útgerðarmenn til þess að halda Jón Einarsson í lögregluþjónsbúningi. uppi veiðiskap hjá íslandi og hefði í þvi skyni boðið þeim lán, til þess að þeir gæti keypt sjer línuveiða- skip. Fylgdi það og frjettinni, að miklu fleiri skip mundu koma til Hafnarfjarðar sumarið 1908 heldur en áður höfðu verið þar. Þóttist bæarstjórnin þá sjá, að ekki mundi ástandað batna, þegar skipum og mönnum fjölgaði og betra væri að gera einhverjar ráðstafanir til þess að láta þennan útlenda sjómanna- lýð ekki vaða uppi eins og honum sýndist. Varð það því að ráði að dubba upp lögregluþjón og nætur- vörð, til þess að halda uppi lögum og reglu í bænum dag og nótt. — Lögregluþjónn var valinn Jón Ein- arsson, eins og fyr er sagt, en næt- urvörður Jón Hinriksson, er seinna varð kaupfjelagsstjóri í Vesunanna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.