Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 7
f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 67 auki og einstökum biblíuritum á enn 11 mál. Nú eru á Indlandi sex milljónir kristinna manna og búið að gefa út Biblíuna eða einstök rit hennar á yfir 120 tungumálum. Sjálfstætt biblíufélag er starfandi á Indlandi. Allt að því helmingur mann- kynsins er búsettur í löndum Suð- austur-Asíu, Kína, Indlandi, Japan og Kóreu. Árin 1807—1819 starfaði lítt kunnur og misskilinn kristniboði að því í kjallaraholu í Kanton, að snúa Biblíunni á tungu fjölmennustu þjóðar í heimi, kínversku. Robert Morrison vissi að dauðarefsing lá við að gefa út kristileg rit eða vinna að kristniboði með öðrum hætti í Kína. Hann hætti lífi sínu í þágu góðs málefnis. Brezka biblíufélagið veitti árið 1822 tíu þúsund pund til fyrstu útgáfu Biblíunnar í Kína. Aðrar útgáfur komu síðar endurskoðað- ar. Sé talað um hreint og fagurt bókmál í Kína, þá er oft vitnað til Biblíunnar. Fyrir um það bil hundrað árum veittu kristnir menn á Kyrrahafs- strönd Norður-Ameríku nokkrum japönskum skipsbrotsmönnum að- [ filynningu. .Varð það til þess að Japanirnir sneru nokkrum ritum { Biblíunnar á tungu þjóðar sinnar. Kristniboðar fullkomnuðu verkið og var Biblían orðin metsölubók í Japan löngu fyrir stríð. f Ekki er unnt í stuttu máli að greina frá útbreiðslu biblíunnar hjá hinum fjarlægu þjóðum Asíu, Afríku, Suðurhafseyja og Ástra- líu. „Kristniboðar, einkum evangel- iskir, hafa reynzt færastir til að þýða og ötulastir við að útbreiða Biblíuna“, segir í hinni kunnu al- fræðiorðabók, Brittannica. ^ í hinum gömlu löndum kristn- innar hefur útbreiðsla Biblíunnar stóraukizt ár frá ári. 6. Þegar stofnað var alheimssam- band biblíufélaga 1946, undir for- ustu Bergravs Óslóar-biskups, skorti 24 milljónir eintaka af Biblí- um upp á að fyrirliggjandi pönt- unum hjá félögum sambandsins væri fullnægt. Búið var þá að prenta heildarútgáfu Biblíunnar á 185 höfuðtungum heims, Nýja- testamentið eitt á 241 máli að auki og loks fleiri eða færri biblíurit á enn 664 tungumálum. Síðan munu hafa bætzt við um hundrað nýjar þýðingar. Biblían var fyrsta bókin er gefin var út á fjölmörgum málum lit- aðra þjóða. Jafn fjarskylt og mál litaðra þjóða eru evrópumálum, má nærri geta hvílíkt þrekvirki margar biblíuþýðingar hafa verið. „Tungu- málavísindi standa í svo mikilli þakkarskuld við kristniboðana að ekki verður fullmetið né of mikið úr því gert“, segir C. Skovgaard- Petersen dómprófastur í hinu mikla riti sínu, „Bibelen paa de Tusind Sprog.“ Svo mikið eigum við Brezka og erlenda biblíufélaginu upp að unna, íslendingar, að ekki er úr vegi áð á það sé minnst nokkrum orðum að lokum. Það hefur alla tíð verið alþjóð- leg miðstöð fyrir þýðingar, endur- skoðanir, útgáfu og dreifingu Biblíunnar. Sjálft hefur félagið gef- ið út biblíurit á nálega átta hundr- uð málum. 1949 gaf það út hálfa aðra milljón Biblíur. í útgáfu einn- ar milljónar þurfti 550 smálestir af pappír, 16 þúsund kíló af prent- svertu, 14 smálestir af lími og 12 þúsund kílómetra af bókbands- grysju. Útbreiðsla Biblíunnar á tungum þúsund þjóða munu flestir sam- mála um að sé einn merkilegasti þátturinn í sögu kristninnar. Að hverju stefnt hefur verið lýsir sér bezt í stefnuskrá Hins brezka og erlenda biblíufélags, en þar seg- ir: Uiumm oss ekki hvíldar fyrr en vér höfiun náð til allra þjóða heims, gefið Biblíuna út á Öllum tungumálum og getum bent á hina opnu bók og sagt: „Ó, land, land, land, heyr orð Drottins!“ Ólafur Ólafsson. íW v 5W , > 2 BRIDGE A 10 9 8 V G 10 9 4 ♦ 8 5 3 A 7 3 2 A V 4 A 6 V Á K D 7 5 V 8 6 4 2 ♦ D 10 9 V A ♦ K G 7 4 * K 10 9 o A D G 8 5 AÁKDG532 :i V — * ♦ Á 6 2 n * Á 6 4 Vestur gaf. N og S eru í hættu. —• Sagnir voru: V N A S 1 hj. pass 2 hj. 4 sp. pass pass pass V sló út HK. Nú sést að S hefur 9 slagi vissa og hlýtur að missa 4 slagi. En er það nú víst? Nei, spilið er hægt að vinna. S drepur með hátrompi og slær út lágu trompi, sem hann tekur í borði. Út kemur svo HG og V fær að drepa hann, en S fleygir tapspili, tígli eða laufi. Þótt V skipti nú um lit og spili annað hvort tígli eða laufi, hlýtur S að vinna. Hann drepur með ásnum og slær út lágtrompi, tekur í borði og slær út H 10. í hana fleygir hann hraki úr þeim lit er V spilaði. Og nú er sama hvernig V spilar, hann getur í hæsta lagi fengið einn slag, því að þegar S kemst að slær hann enn út lágtrompi og drepur í borði. Og nú er H 9 frí og í hana fer seinasta tapspilið. ,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.