Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 8
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gunnar Snjólísson: í STAFAFELISFJÖILUM AF ÞVÍ að svo mikið hefur verið um það rætt bæði í blöðum og út- varpi hvað illa gekk um smalamennsku í svokölluðum Stafafellsfjöll- um í Austur-Skaftafellssýslu síðastliðið haust, kom mér í hug, að ef til vill væru það einhverjir, sem hefðu gaman að kynnast þessum fjöllum nánar og vita einhver deili á því hvernig þau eru. Vitan'ega verður sú lýsing, sem hér verður dregin upp, ekki nema í stórurn dráttum, því hitt yrði alltof langt mál að fara að telja upp öll örnefni ,en þó verður ekki hjá því komizt að gera það að nokkru. AÐ STAFAFELLSFJÖLLUM liggja 4 jarðir, þ. e. allar þessar jarðir voru á sínum tíma kirkjujarðir, og síðar eign bóndans á Stafafelli er hann keypti jörðina, og þó nokkrar af þeim séu nú komnar í sjálfs- eign, munu afréttir þeirra allra verða sameiginlegar eftir sem áður. Eins og að líkum lætur var Stafa- fell að sjálfsögðu höfuðbólið, en auk þess eru svo Brekka, Byggðar- holt og Hraíinkot. Frá þessum bæj- um var svo af hreppsnefnd raðað niður í göngur, að sjálfsögðu eftir fjáreign, þannig að Stafafell lagði til 4 menn, Byggðarholt 2, Hraun- kot og Brekka sinn manninn hvor, eða samtals 8 menn, sem gengu þessi fjöll, sem hér verður lýst með nokkrum orðum. Smalarnir byrj- uðu venjulega göngur sínar innan að, en ég er að hugsa um að breyta til og byrja heima við bæina. FRAMFJÖLLIN Það skal þó tekið fram til þess að vekja ekki rangar hugmyndir, að hér eystra er það venja að kalla framfjöll sem utast eru og næst sjó, öfugt við það sem tíðkast í Norður- landi. Þar segjum við fram til fjalla, fram í Eyjafjörð og fram á heiðar. Kann ég því ekki illa, enda sameiginlegt á báðum stöðum að oftast verður suður áttin í þeirri stefnu sem kallað er fram. Þá er það fyrst Framfjallið, sem kallað er svo. Var það venjulega smalað seinasta daginn af öllum gangnamönnum og heimastrákum, sem þótti heldur betur um það að mega smala fjallið. Til norðausturs úr þessu fjalli ganga tveir dalir, Hafradalur nær, mjög gróðurlítill, og Hvannadalur fjær, all grösugur hið neðra; liggur hann meðfram háu gróðurlausu fjalli sem Grákinn heitir. Niður frá Hvannadal gengur djúpt gil eða gljúfur, sem Hvannagil nefnist, og eru við það inntakmörk Framfjalls- ins. Margir mjög fallegir staðir eru í f jallinu svo sem hjá Vötnum, sem er nú raunar ekki nema eitt vatn, sem liggur í hvylft, sem er öll skógi vaxin hið neðra og nokkuð upp eftir hlíðunum. Mikið er af silungi í vatni þessu, en ekki er hann góður og því lítt veiddur. Skjól heitir vestan í fjallinu og er þar veður- sæld mikil. Raftagil liggur aftur nokkuð utar. Er það einkennilegt og mjög skógi vaxið. Rétt utan við gilið er Arasel, en þar voru beitar- hús frá Stafafelli um áratugi, en eru nú lögð niður. Næst fyrir innan Hvannagil byrja svokallaðir Skógar, þó fremsti hluti þeirra sé að vísu ekki nema gráir melar og gróðurlausir. Neðst við ána er tangi, sem nefnist Smiðjunes. Þar var áður byggð, og má segja að túnstæði sé gott, en ekki virðist þar heppilegt beitiland fyrir kýr. Á Smiðjunesi sjást enn- þá vel hlaðnar og miklar húsatætt- ur og til skamms tíma var þar geysidjúpur og vel hlaðinn brunn- ur, og mætti ætla að brunnur sá Stafafell.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.