Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 14
74 r LESBÖK MOKGUNBLAÐSINS Hvað gerðist í janúar? A NÝARSDAG flutti forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, seinasta ávarp sitt til ís- lenzku þjööarinnar. Hann sagði þá m. a.: „Það er trú min, að þau vanda- mál séu fá, sem eigi er unnt að leysa með góðvild og gætni“. Skömmu síðar fór hann í sjúkra- hús sér til heilsubótar og hvíldar, en lézt þar aðfaranótt 25. janúar og varð öllum harmdauði. Tíðarfar. Snjóalög voru með mesta móti í þessum mánuði og stórviðra- samt. Þegar um áramótin kom svo mikill snjór, að fjallvegir teptust. 3. jan. var komin svo mikil ófaerð á götum Reykjavíkur að bifreiðar tept- ust og sumar götur urðu ófærar. Þá um nóttina gerði aftaka veður (allt að 15 vindstig) er olli geisilegum spjöllum á símalínum og háspennulín- um um allt land. Símastaurar og raf- staurar brotnuðu tugum saman eins og eldspýtur um allt land. Veðrið var svo mikið að bílar fuku um koll, fólk fauk og slasaðist. Farþegabíll með þremur mönnum fauk fram að brekk- unni á Akureyri og slösuðust tveir mennirnir. Hey fuku víða, skemdir urðu á húsum og skipum. Annað stórviðri gerði 6.—7. jan. I því veðri brotnuðu stýri á tveirrurr er- lendum veiðiskipum fyrir sunnan land. Var annað enskur línuveiðari og bjargaði varðskipið „Þór“ honum, hitt var þýzkur togari og bjargaði togar- inn „Fylkir“ honum. Hafís sást á reki úti fyrir Vestfjörðum eftir veðrið. 9. ■—10. jan. gerði enn stórviðri og olli það miklu tjóni í Reyðarfirði. 12.—13. jan. gerði aftaka veður af suðvestri. Brim varð svo mikið að ófært var eftir garðinum út í Örfirisey og nokkrar skemmdir urðu á skipum í Reykjavíkurhöfn. Að kvöldi hins 12. brast stórhríð á skíðafólk, 3 pilta og þrjár stúlkur, sem voru á leið að Kol- viðarhóli og voru þau mjög hætt kom- in. í þessu veðri brotnaði upp ísinn á Þingvallavatni og stíflaðist Sogið af jakaburði. 18. janúar gerði enn stórviðri og hríð. 30. jan. gerði hríð mikla um miðjan dag og stóð hún fram á nótt. Var þá kominn dýpri jafnfallinn snjór hér í Reykjavik, en menn muna að komið hafi á jafn skömmum tíma. í öllum þessum veðraham voru sam- göngur mjög erfiðar og teptust vegir víða dögum saman. Einn daginn unnu 7 ýtur og 250 manns að snjómokstri í Reykjavík. Mjólkurflutningar gengu mjög stirðlega og mundu hafa lagst niður með öllu ef snjóýturnar hefðu ekki verið. Fiskafli var tregur í þessum mán- uði og gæftir mjög litlar. Markaður var ógætur í Englandi fyrra hluta mánaðarins og má geta þess að togar- inn Elliði seldi afla sinn þar hinn 9. fyrir 16.019 sterlingspund. Þegar leið á mánuðinn fór markaður lækkandi. Brunar. Á nýársdag brann íbúðar- húsið á Úlfsstöðum í Hálsasveit og varð engu bjargað af innanstokksmun- um. Fólk komst nauðulega út úr eld- inum og brendist, húsfrevjan og dótt- ir þeirra hjónanna. 3. jan. branri hús á Selásbletti 22A við Re’ykjavík. Folk bjargaðist út rrieð naumindum. 5. jan. brann efri haer hússiri? Ár- hraun á Selfossi, en neðr hæðin t^axg- aðist vegna þess að steypt loft var milii hæða. 29. jan. brann til ösku íbúðar- og afgreiðsluskúrar á flugvellinum á Mel- gerðismelum í Eyafirði. Eftirlitsmað- urinn og kona hans brendust nokkuð og misstu þarna aleigu sína. — Sama dag brann diesel-rafstöð að Varmalæk í Skagafirði. Tveir menn brendust nokkuð. Frá þessari stöð fengu 9 eða 10 bæir rafmagn. 31. jan. brann tvílyft hús, llafnar- stræti 66 á Akureyri til kaldra kola. Slys og óhöpp. í ofviðrinu 4. jan. rak gufuskipið Eldborg á land í Borg- arnesi, en náðist út óskemt seinna í mánuðinum. Þessa sömu nótt slitnaði togarinn Faxi upp á Hafnarfjarðar- höfn og rak hann mannlausan lengst inn í Borgarfjörð og strandaði þar á Rauðanesi. Honum var bjargað ó- skemdum á lok mánaðarins. í þessu ofviðri fórst vélbáturinn Val- ur frá Akranesi og mcð honuin sex menn. 9. j; n. féll snjóflóð á bæinn Geit- dal í Sknðdal eystra og braut efri hæð íbúðarhússins. Fólk sakaði ekki. 15. jan. fórst vélbáturinn Bangsi frá Bolungavík og druknuðu tveir menn, en björgunarskipið María Júlía bjarg- aði þremur. 18. jan. strandaði flóabáturinn Lax- foss í ofviðri og stórhríð á Kjalarnes- töngum. Mannbjörg varð. Miklar til- raunir voru gerðar til þess að ná skip- inu út, en það tókst ekki. — í sama veðri fórst vélbáturinn Grindvíkingur við innsiglinguna til Grindavíkur og druknuðu allir skipverjar, sex að tölu. — Þrír langferðabílar voru þennan dag á leið frá Sogsvirkjuninni til Reykjavíkur með 70 verkamenn. Bíl- arnir teptust hjá Hlíðarvatni í Selvogi og urðu að láta þar fyrir berast unr nóttina. Einn maður hvarf frá bílun- um út í hríðina. Mannsöfnuður leitaði hans dag eftir dag, en hann fannst ekki. 24. jan. varð fimm ára telpa undir bíl á Laugavegi í Reykjavik og beið bana. Aðfaranótt 27. jan. tók strandíerða- skipið Herðubreið niðri a boða út fra Skaga og kom að því mikill leki. Það komst til Skagastrandar óg þar var farmujúrin tekirin úr' því og bráða- birgðaviðgerð fór fram svó að skipið komst til Reykjavikur. 27. jan. fórst flugvéljn Hekla á flug- velli hjá Pisa í Ítalíu. Þetta var fyrsta núUilaiKlaflugvél islendinga, en aú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.