Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 2
LESBOK MORGUNBLAÐSINS r 78 GJAFARBRÉFIÐ I IIEREBY givc and bcqueth to thc Danish Ambassador, rcsident in London at the time of my death, one thousand pounds of the new South Sea Annuities, to be held by him in trust for the benefit of the College at Reykjavik in Iceland, and wherewith to build a new library for the College of Reykjavík, and I hereby desire my Executors to confer with the Secretary of the Danish Embassy on the most advis- able mode of trarwferring safely the aforesaid Legacy and guarantee the faithful and prompt application of the bequest. (Úr erfðaskrá Kelsalls, dags. 15. ágúst 1853). ' bókasafni hans o. s. frv. Og þeg- ar upplýsingar þeirra bárust tii Englands, úrskurðaði dómstóllinn I að ákvæðið um 1000 sterlingspunda gjöfina til Reykjavíkurskóla skyldi vera í fullu gildi. ----★----- Næst gerist svo það, að með bréfi 9. maí 1859 tilkynnir danska stjórn- f in stiftsyfirvöldunum að danska ? sendiráðinu í London hafi verið { afhent hin umræddu 2 !£% verð- ^ bréf og að þau hafi verið seld í f London. Hafi sendiráðið fengið f Hambro barón til þess að annast f söluna og upp úr því hafi fengizt j £838 — 1 — 1, þegar öll gjöld hafi f verið dregin frá, og hafi þó Hambro f ekki tekið neitt fyrir sitt ómak, f vegna þess að honum hafi þótt svo f fagur tilgangurinn með gjöfinni. 1 Segist svo stjómin hafa gert ráð- 1 stafanir til þess, að þessir peningar ‘ verði sendir til Danmerkur og bið- 1 ur stiftsyfirvöldin að gera tillögur ! um hvernig gjafafénu verði bezt 1 varið samkvæmt fyrirmælum gef- r andans. Það hafa sjálfsagt verið gleði- fréttir fyrir stiftsyfirvöldin að nú í var úr erfðaþrætunni skorið á hinn f bezta hátt fyrir ísland og féð sama ? sem komið í hendur stjórnarinnar. f Og svarið virtist liggja nokkurn f veginn beint við. Því að samkvæmt f ótvíræðum orðum erfðaskrárinnar f ótti að verja þessu fé til þess að ( byggja hús yfir bókasafn hins { lærða skóla. En stiftsyfirvöldunum ^ datt í hug að hér væri hægt að f slá tvær flugur í einu höggi. Undir f yfirumsjá stiftamtmanns var Stifts f bókasafnið í Reykjavík (nú Lands- [ bókasafn) og það átti sér engan f samastað. Það var geymt uppi á I lofti dómkirkjunnar ,en þak kirkj- f unnar hriplak og voru menn altaf I í standandi vandræðum að forða I safninu frá algerri tortímingu þeg- f ar rigningar gengu. Á hinn bóg- þan hafði biskup umsjón með bóka safni prestaskólans, og það var máske enn ver sett um húsnæði, því að það varð að geyma í einka- híbýlum. Þess vegna voru tillög- ur stiftsyfirvaldanna þær, að ekki yrði aðeins byggt hús fyrir bóka- safn lærða skólans, heldur einnig fyrir Stiftsbókasafnið og bókasafn prestaskólans, og að þar yrði enn- fremur tvær fyrirlestrastofur handa prestaskólanum. Stjórnin svaraði þessu bréfi þá um haustið og tók heldur vel í til- lögurnar. Sagði hún þó að Stifts- bókasafninu yrði ekki léð húsrúm í hinni nýu byggingu nema „aðeins fyrst um sinn ,eða á meðan það leyfi kemur ekki í bág við þarfir skólans“. Óskaði hún svo eftir því að stiftsyfirvöldin sendu sér teikn- ingar af hinni fyrirhuguðu bók- hlöðu ásamt kostnaðar áætlun. ----★----- Líður nú og bíður fram undir lok ágústmánaðar 1860. Þá senda stiftsyfirvöldin teikningar og kostn aðaráætlun, er Oddur Guðjónsson snikkari hafði gert, og er þá gert ráð fyrir því að prestaskólinn fái inni í húsi bókasafnsins. Og enn líður nærri ár þangað til svar kemur frá dönsku stjórn- inni. Hún skrifar 9. júlí 1861 og segir að kostnaðaráætlun Odds muni vera í lausu lofti byggð, því að hann muni ekki vita hvað bygg- ingarefni kostar. Þar að auki segir hún „að feð muni verða ónóg tii þess að farið verði að byggja hús- ið, því að það mundi nálega allt ganga til að koma upp húsinu og yrði þá ekkert til launa handa bókaverði, í hrunabótagjald, til eldsneytis, til lýsingar o. s. frv.“ Og af þessum ástæðum segist svo stjórnin hafa afráðið: „að nema fyrst um sinn staðar við svo búið, en setja féð á vöxtu þangað til það er orðið svo mikið, að óhult sé, að það verði nóg til þess, sem það er ætlað til, og þá verði kominn tími til að skera úr því, hvort ástæða sé til þess að byggja hús handa prestaskólanum, og hvort það þá eigi að vera í sameiningu við hús það, sem hér er um rætt, en varla verði sagt að enn, sé kominn tími til að gera út um þetta“. ----★----- Eins og á þessu má sjá hefir stjórnin nú kúvent í máþnu. Upp- haflega lét hún svo sem henni væri umhugað að ákvæðum eríða- skrár Kelsalls yrði framfylgt, og húsið kæmist sem fyrst upp. Þess vegna heimtar hún tillögur stifts- yfirvaldanna, teikningar og kostn- aðaráætlun. En nú sölsar hún und- ir sig sjóðinn, auðvitað í algeru heimildarleysi, og skýtur húsbygg- ingunni á frest um óákveðinn tíma. Sjóðurinn var þá orðinn um 8600 rdl., en gert var ráð íyrir að hús fyrir bókasaín skóians mundi kosta rúmlega 7000 rdl. Stjórnin hunds- ar þarna algerlega ákvæði erfða-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.