Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 9
V LESBOK MORGUNBLAÐSINS 85 ^J\ipidilme6óa óor^annaar (Niðurlag Minningarljóða 2. febr. 1952) Drúpi fánar höfugt við hljóðra klukkna slátt! — Hjörtu vor í þagnardjúpi sakna. — Ó Guð vors lands! — Gef sorg vorri sameiningar-mátt! Og sjá: í dag mun þjóðarsálin vakna! Brennið sorgar-kyndlar Bessastaðk-ranns! Bjarminn flæði’ um landið vetrar-bjarta og myndi skæran Ijósbaug um minning forsetans, sem máist ei úr þjóðarinnar hjarta! Lýsi’ oss ástar-kyndlar leiðina til hans! Látið hljóðna starfs-klið sveita’ og borgar! Svo krjúpum vér öll harmklökk við kistu forsetans á Kyndilmessu vorrar þjóðar-sorgar! Helgi Valtýsson. fram í hinum fyrstu myndum hans. Og þannig er það um öli listaverk hans. Meðan augað nemur hina föstu samsetningu, verður maður þess ósjálfrátt var, að bak við titr- ar sálstrengur og undarlegir hljóm- ar frá einveru. Þó eru tii myndir, sem svo eru stranglega uppbyggð- ar, að strangleikinn virðist fá yfir- hönd yfir hinum ljóðræna tón, ein- veru hljómunum. En meðal þess- ara mynda eru þó þær, sem í ljúfu samræmi opinbera dularfulla feg- urðartöfra frá sögueynni og full- komlega hstrænt form“. (National- tidende). Blaðamennirnir eru undrandi út af því að finna ekkert danskt hjá Jóni, þar sem hann hafi dvalizt svo lengi í Danmörku. Þeir hafa ekki getað á sér setið að færa það í tal við hann. Og þá koma þeir ekki að tómum kofunum. Þess vegna verða sumar greinarnar samtal við Jón, í stað þess að vera dómur um list- sýninguna. Blaðamönnunum hefur fundizt það alveg eins merkilegt og vænlegt til skilnings á sýning- unni, að fá að vita hjá listamann- inum sjálfum hvers vegnd list hans er svo frábrugðin öllu því, sem danskt er. Einn blaðamaðurinn sagði við hann: Þér dveljizt aðallega hér í Danmörk og þó málið þér eingöngu myndir af íslenzku landslagi, en ekki dönsku. Þá svaraði Jón: — Maður verður að mála það, sem maður þekkir bezt. Ég er samgróinn íslenzku landslagi frá bernsku og þangað leita ég stöðugt. Það hefur meiri þýðingu fyrir mig en nokkurt ann- að landslag. Þegar ég kem heim til íslands, þá er landslagið allt eins og opinberun. Og þegar sólin skín, þá er það eins og nýskapað. Hvergi í heimi er grasið jafn grænt. Nátt- úran talar þar ein við sjálfa sig, eins og Grímur Thomsen sagði svo meistaralega. Hin fegursta list, sem ég þekki, er nær ætíð sprottin af dulrænni eða trúarlegri hrifningu mannsins, en þó alltaf í nánu sam- bandi við líf mannsins, líkt og gömlu hellateikningarnar og hinar elztu kínversku og egypzku mynd- ir, þar sem maður kemst í náið samband við hið innra líf.... Þá spurði blaðamaðurinn um álit hans á hinni nýju abstrakt hst. — Ég tel það galla á mörgu í hinni nýju málaralist, að hún er úthverft viðhorf. Abstrakt málari, sem ég átti eitt sinn tal við, talaði alltaf um ímyndunarafl. ímyndun- araflið verður að vera í sambandi við hf og haldið í skefjum af mann- viti, en ef það bregzt, þá verður það að hreinustu öfgum. Frá mínu sjónarmiði á það ekkert skylt við ímyndunarafl að setja saman tvo hluti, sem ekki eiga skylt í neinu, það er hryllilegt, ruddalegt. Mér finnst það viðbjóðslegt að finna eitthvað „útspekúlerað“ á bak við listina. — Eruð þér dulrænumaður? spurði blaðamaðurinn. — Maður á að elska guð og sjálf- an sig. Guð er lífið. Maður á að elska lífið. Það eina, sem maður getur verið öruggur um í þessum heimi er, að mennirnir lifa aðeins vegna þess að eitthvað er að gerast í sál þeirra. Þetta er að mínu áliti það sem á að ráða í list og þetta er öruggasta hvötin til að trúa á framhaldslíf. Innst inni finnur maður að rétt^er það boðorð, sem segir að ef einhver girnist kyrt ! þinn, þá skaltu gefa honum skikki - una líka. Maður á að gefa öðrum allt.... í öðru blaði segir: Jón Stefánsson er fyrsti ákveðni „konstruktiv“- málarinn á Norðurlöndum, en það hefur alltaf verið sannfæring hans að listaverk verður að skapast af „innri nauðsyn“ og þess vegna verði listamaðurinn að leita við- fangsefna í því sem hann skilur út í æsar. Landslagsmyndir hans eru allar frá íslandi. Hann hefur verií sjálfum sér trúr bæði í listinni og vali viðfangsefna. Síðan tekur blaðið upp úr riti Uttenreiters um Jón þessi ummæli hans: „Ég er íslendingur og verð alltaf íslendingur. Ég get ekki ann- að, það er mér í blóð borið og sál minni samtvinnað, hvað sem ég geri og hvað sem aðrir segja.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.