Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 10
86 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r Kristján Imsland: V Fyrsta annað og------------------- — Smásaga — LITLA útkjálkaþorpið lá fyrir botni Þangvíkur, íbúarnir voru fáir og húsin smá, en þó voru tvö hús, sem af báru, hús kaupfélagsins og læknisbústaðurinn. En þó þorp- ið væri fátæklegt, var það vinalegt og hlýlegt, þar sem það lá baðað í morgungeislum vorsólarinnar og speglaði sig í lognsléttum sjávar- fletinum. Eða þannig leit þetta út í augum nýja læknisins, þar sem hann stóð við gluggann á borð- stofunni sinni og virti fyrir sér þorpið. Ánægjusvip var þó engan að sjá á andliti Péturs læknis, enda kannske skiljanlegt er snögg straumhvörf verða í lifnaðarhátt- um manna. * Mundu viðbrigði ekki mikil, ung- um ólofuðum manni, að hverfa frá gleðiríku lífi meðal fjörmikilla vina í stórbæ, í fámenni og ókunn- ugleika þessa litla útkjálkaþorps? Ó jú, sennilega. Eða mundi liðni tíminn ekki fá að valda honum heilabrota vegna verkefna hans hér? Það er ekki vert að vera með óþarfa heilabrot í ótíma, bezt að sjá hverju fram vindur, hugsaði Pétur, en hrökk þá ofurlítið við, því í sömu mund var stofuhurð- in opnuð og Inga ráðskona kom inn með morgunverðinn. Inga var roskin og ráðsett ekkja, sem hreppstjórinn hafði útvegað Pétri fyrir ráðskonu. „Gjörið þér svo vel, læknir, morgunverðurinn er til,“ sagði Inga, setti bakka á borðið og hvarf svo hljóðlega út úr stofunni. Pétur gekk frá glugganum og settist við borðið, en í sömu mund hringdi talsíminn. Pétur stóð upp, gekk inn í skrifstofu sína og greip taltækið. „Héraðslæknirinn hér.“ „Góðan daginn, þetta er hjá Þor- steini bónda á Sjávarhól, það er Bryndís sem talar. Hann pabbi varð svo veikur í nótt, að okkur þótti nauðsyn að biðja yður að líta til hans og höfum við því sent bát eftir yður. Mér þótti réttara að láta yður vita, þá þegar er síminn væri opnaður.“ „Þakka yður fyrir, ég skal vera ferðbúinn þegar báturinn kemur, verið þér sælar.“ Pétur lagði tal- tækið frá sér, gekk inn í stofuna og tók til matar síns. Meðan Pétur gekk frá áhalda- tösku sinni, var hann ekki að hugsa um væntanlega sjúkravitjun, held- ur beindist hugur hans að röddinni í símanum. Röddin hafði verið þýð, mjúk og hljómfalleg. — Hvernig skildi eigandi raddarinnar líta út? Sennilega falleg stúlka. Þó þurfti það ekki að vera, ólaglegar stúlkur höfðu oft fallega rödd. Kannske reynandi að forvitnast eitthvað umj þetta hjá ráðskonunni. Pétur kall- aði fram og litlu síðar kom Inga inn. „Það var verið að hringja til mín rétt í þessu og tilkynna mér veik- indi Þorsteins á Sjávarhól. Stúlkan sem hringdi kvaðst heita Bryndís.“ „Einmitt, er Þorsteinn karlinn veikur? Já, Bryndís er einkadóttir Sjávarhólshjóna, efnileg og lagleg stúlka um tvítugsaldur. Það er sagt að hún sé lofuð Þrándi í Rekavík.“ „Svo.“ „Já, það rennur nú á snærið hjá þeim pilti, því Sjávarhólsheimilið er talið stórefnað.“ „Það er svo,“ svaraði Pétur og leit út um gluggann. „En þarna kemur báturinn, sé ég. Það er ekki vert að láta þá bíða lengi eftir sér. Viljið þér rétta mér yfirhöfnina mína, Inga?“ Pétur grípur tösku sína og yfir- höfn, hraðar sér niður á bryggju og um leið og báturinn leggur að bryggjunni, stekkur hann léttilega niður í bátinn, sem þegar leggur frá aftur. —★— Sjávarhólsbærinn stóð nokkuð fyrir ofan malarkambana upp af lendingunni, sem var fyrir miðri vík, er lá fyrir opnu hafi. Bæjarhúsin voru fornfáleg út- lits, en þó reisuleg. Stóðu þau í miðju allstóru sléttu túni, vel af- girtu og ræktuðu. Húsfreyja stóð úti fyrir dyrum og heilsaði Pétri, er hann gekk í hlað. — Hún var sköruleg kona, þokkalega'búin, um fimmtugsaldur að sjá, björt yfirlitum og frekar lagleg. „Gjörið þér svo vel og komið þér inn, annars mun bezt að ég gangi á undan og vísi yður leið,“ sagði hún um leið og hún gekk inn. Pétur gekk á eftir henni og var vísað inn í svefnherbergi hjónanna. Var það bjart og rúmgott herbergi, búið fáum en traustum og vönduðum húsgögnum. í rúmi undir glugga lá roskinn maður, frekar rauðbirk- inn í andliti, dökkhærður og dökk- eygur, en þó laglegur. Á stól við höfðalagið sat stúlka um tvítugs- aldur, virtist hún há en grönn, með mikið ljósgult liðað hár, dökkblá augu, bjartan hörundslit og rauðar safamiklar varir. Nokkur augna- blik stóð Pétur og virti stúlkuna fyrir sér, gekk síðan til hennar, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.