Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 12
'~4if r 88 ^ LESBÓK MORGUNBLADSINS t ’t t i r 4 i t j k i r í V I ¥ I f ' i f U. En hvaða fjarstæða var þetta? Þessi stúlka var heitbundin öðrum manni og kom honum ekkert við, gat aldrei orðið hans. Hann varð að bæla niður allar hugsanir um ást. Pétur reyndi að koma af stað léttara hjali, en það gekk iila. — Hugurinn vildi ekki fylgjast með umræðuefninu, svo kvöldgangan varð þögul og hljóð eins og vor- kvöldið sjálft. Pétur vaknaði snemma morgun- inn eftir. — Svefninn hafði verið órólegur, loks eftir að hann hafði fest svefn. Fjarstæðukennt drauma rugl, sem ekki var sæmandi full- hraustum manni, hafði ásótt hann um nóttina. En í nótt, eftir mikil heilabrot, hafði hann tekið ákvörð- un, sem þegar varð að framkvæma. Hann klæddi sig í skyndi og leit inn í sjúkraherbergið til Þorsteins. Þorsteinn svaf vært og rólega, and- ardrátturinn var hægur og jafn, eins og vera bar hjá svo til heil- brigðum manni. Pétui; gekk inn í lyfjastofuna, kveikti á vökvalampa og setti yfir logann litla málmskál með vatni í, síðan gekk hann að lyfjaskáp, tók þaðan sprautu og nál og setti í skálina. Er þetta hafði soðið htla stund, tók hann það af eldinum, lét það kólna, fyllti sprautuna brúnum vökva úr smáglasi og gekk síðan með sprautuna í hendinni inn í herbergi Þorsteins. Hann klappaði létt á sængina, svo Þorsteinn vakn- aði og leit upp. „Jæja, hvernig er þá líðanin í dag?“ spurði Pétur. „Ég held að hún sé nú allgóð,“ svaraði Þorsteinn. „Já, ég var nú að hugsa um að bæta hana ögn enn,“ sagði Pétur brosandi, lyfti sænginni til hliðar, stakk nálinni á sprautunni inn undir húðina upp við nára og sprautaði vökvanum inn. „Svona, nú skulum við sjá hvort þetta gerir ekki sitt gagn,“ sagði Pétur bros- andi um leið og hann breiddi sæng- ina aftur yfir Þorstein. „Nú skuluð þér bara reyna að sofna aftur og svo lít ég inn til yðar seinna." Pétur gekk hægt út úr herberg- inu og inn til sín. Honum var órótt. Hvað var hann annars að aðhafast? Þetta var vitfirring. En hann gat ekki séð af Bryndísi, hún mátti ekki fara heim. Hann fleygði sér á legubekkinn, tók bók og fór að lesa. — Hann hrökk upp við að Bryndís kom inn í herbergið, án þess að berja að dyrum, en það hafði ekki áður komið fyrir. Andlit hennar bar vott um hræðslu og kvíða. „Er nokkuð að, Bryndís?“ spurði Pétur. „Pabbi er eitthvað verri, honum er svo þungt um andardráttinn. Ó, ég er svo hrædd.“ Pétur stóð upp, gekk til hennar og tók utan um báðar hendur henn- ar. „Þér hafið ekkert að óttast, þetta lagast bráðlega,“ sagði hann og leit brosandi í augu hennar. Bryndís losaði blíðlega hendur sínar og gekk inn til föður síns. Pétur gekk á eftir henni inn að rúmi Þorsteins og virti hann fyrir sér. — Andardráttur hans var nú óreglulegur og svitadropar sátu á enni hans. Pétur lyfti sænginni til hliðar og athugaði Þorstein. Fyrir ofan nára og allt að skurði þeim, sem áður hafði verið gerður á hon- um, var holdið rautt og þrútið. Bryndís horfði á þetta um stund. „Pétur, er þetta eitthvað hættu- legt?“ spurði hún. „Nei, þetta er ekki hættulegt, en það verður að gera á honum litla skurðsprettu nú þegar. Við skulum koma inn á skurðarstofuna.“ Þau gengu inn á skurðarstofuna. Skurðarborðið var tekið fram og á það breitt hvítt lín. Hnífar, skæri, tengur og nálar, allt soðið. Kyrtlar, gúmmíhanzkar, andskjól, gríma og klóroform var lagt fram. Pétur gekk síðan inn til Þorsteins og gaf honum sprautu. Er hann kom aftur inn í skurðarstofuna mælti hann við Bryndísi: „Við skulum koma inn og fá okkur morgunkaffi, hér er ekki meira að gera í svip.“ Það varð lítið um samræður við morgunverðinn. Bryndís var þögul og hugsandi, matarlystin fremur lítil hjá báðum, svo þau stóðu fljót- lega aftur upp frá borðum og gengu inn til Þorsteins. Pétur kallaði á Ingu ráðskonu og hjálpaði hún þeim til að bera Þorstein inn á skurðarborðið, þar sem hann var spenntur niður með ólum. Bryndís og Pétur klæddust kyrtl- um sínum, settu á sig gúmmíhanzk- ana og bundu á sig andskjólin. Pétur þreifaði á slagæð Þor- steins, setti síðan grímuna yfir and- lit hans og mælti rólega til Bryn- dísar: ,,Þá skulum við byrja, en aðeins litla svæfingu.“ » Klóroformdroparnir láku hægt og hægt í grímuna, stofan fylltist þessum sæta svæfandi ilmi og Þor- steinn sofnaði brátt rólega. „Svona, þetta er orðið gott, — réttið mér nú glasið þarna.“ Pétur vætir bómull af innihaldi glassins og ber á blett neðarlega á hægra kviðarholi. „Hnífinn.“ Pétur tekur við hnífnum og smá skurður á kviðarholinu opnast. „Bómull og þetta glas þarna,“ segir Pétur og bendir. „Æðaklemmur,“ , og nú virðist hann vinna örugglega um stund. „Nál og þráðinn, — nei, rétt- ið þér mér heldur klemmur." Bryndís horfði hugfangin á hin öruggu handtök Péturs, en þó hálf undrandi, því hún gat ekki áttað sig á, hverja þýðingu aðgerð þessi gat haft, — en hvað um það, lækn- irinn vissi sjálfsagt betur. „Pétur rétti úr sér, tók af sér hanzkana og andskjólið: „Þá er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.