Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 84 „Hinn mikli íslenzki málari^ sýnir í Kaupmannahöfn Jón St efánsson JÓN STEFÁNSSON listmálari haíöi sjálfstæða sýningu á lista- verkum sínum í Kaupmannahöfn dagana 9.—22. janúar s.l. Oft hefur hann áður tekið þátt í sýningum listamanna þar, en aldrei haft sjálf- stæða sýningu fyrr. Segir eitt blað- ið að það sé ekki fyrr en með þess- ari sýningu, að menn hafi getað skilið listamanninn til fulls. Og dómar blaðanna eru þá eftir því. Gefa fyrirsagnir blaðagreinanna svip af því, hvað mönnum hefur fundizt til um sýninguna, svo sem: „Stærk og særpræget mands tale“, „Islands store Maler“, „Islands store Maler udstiller“, „Den stærke haand — den fine aand“ o. s. frv. Á sýningunni voru 59 málverk og voru þau elztu frá árinu 1918, en sum ný. Gaf því sýningin heild- arsvip af 34 ára starfi listamanns- ins. Daginn áður en sýningin var opnuð, var nokkrum mönnum boð- ið að skoða hana og keypti þá lista- safn danska ríkisins þegar eina myndina, en Sigurður Nordal sendiherra aðra. í ummælum blaðanna má benda á þetta: „Jón Stefánsson málar aldrei til þess að þóknast öðrum, heldur til þess að byggja upp og lýsa því, sem hann vill lýsa. En með hinum föstu dráttum og samræmi skapar hann oft litskrúð, eins og t. d. í Hrafnabjörgum, þar sem hinn rauði haustlitur í forgrunni fer dásamlega vel við hinn dimma purpuralit á björgunum og kaldan bláma himinsins. Sýningu hans skortir það, sem vér mundum nefna „ljúfleika“. Hún er rödd hins sterka og sjálfstæða manns — og menn gleyma henni ekki“. (Politiken). „Sem betur fer er hann ekki að- eins aðdáandi náttúrunnar, heldur fyrst og fremst málari, sem hefur fullan skilning á svip náttúrunnar og litbrigða möguleikum hennar. Og honum hefur stöðugt verið að fara fram sem málara. Með litum sínum tekst honum að gefa ís- lenzku fjöllunum sinn trausta og harða svip, jöklunum heiðríkju- kuldann og gróðurnum hinn hlýja græna og brúnleita svip, og þá tekst honum eigi síður að ná töfr- andi voldugleik hins sollna hafs og stormbarinna skýja, sem ber við ljósleitan himin. Hann hðfur einnig hæfileika til þess að láta menn og dýr falla inn í þetta svipmót nátt- úrunnar“. (Berl. Tidende). „Jón Steíánsson er mjög frum- legur málari. Það er ekki unnt að villast á myndum hans og annarra. Sannleiksleit hans kemur þegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.