Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 15
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 gerðri vcl. Storknar kvoðan og liarðnar á ótrúlega stuttum tíma og leysist öll upp í smáan mulning, er mest líkist brúnum sandi. í þennan sand er fyrst sett venjulog liráolía og síðan er blandað í ýms- um efnum þangað til þetta er orðið að þykku deigi, sem Rappleyes kallar ,:plasmofalt“ (ttytt úr „plast- isk melasseasfalt“). Þessu deigi má svo breyta á ýmsan hátt, eftir því til hvers efnið á að notast. Sé það blandað með leir og sandi, þá er hægt að móta úr því byggingar- steina, sem eru vatnsþéttir og verða harðir sem grjót, enda þótt þeir sé ekki brenndir, heldur aðeins þurrk- aðir við sól. Blöndunarhlutföllin eru þá 65% sandur, 30% leir og aðeins 5% fljótandi plasmofalt. — Þetta er bleytt og hrært vel saman og síðan sett í mót. Er seigjan í plasmofalt svo mikil, að mótin má taka utan af undir eins og þjappað hefur verið nógu vel í þau. Þremur dögum seinna eru þessir „steinar“ orðnir svo harðir, að reisa má þá á rönd. Síðan eru þeir bakaðir í sól um mánaðartíma og eru þá orðnir svo harðir að byggja má úr þeim, en til styrktar á hornum eru þeir bundnir saman með stálþræði. — „Steinarnir" eru misstórir. Um 3000 af stærstu steinunum þarf í ein- lyft 5 herbergja hús. í þetta fara 12 tunnur af plasmofalt og þær kosta 288 dollara. Svo er haft plasmofalt í gólf, á loft og veggi. Þakið verður að vera úr timbri og með núve^andi verði í Bandaríkjunum telur Rapp- leyes að efnið í hvert herbergi kosti ekki nema 150 dollara. Það er afar fljótlegt að byggja úr þessu og verða því verkalaun mikið lægri en við byggingar úr öðru efni. En húsin verða fullt svo góð og úr steinsteypu, því að vatn og frost hefur engin áhrif á þetta efni. — Rappleyes hefur gert tilraun að láta þessa „steina“ sína liggja í vatfti i manuð, ásamt steyptum rr SUNFÖ JÁ, þarna stóð það og hafði staðið, ég veit ekki hve lengi, ofarlega í fjörunni við Eskifjörð, alveg uppi við balann, sem var fagurgrænn á þeim árum. — Húsið var dökkrautt að lit, byggt úr plönkum, brúnirnar negldar hver ofan á aðra til skiptis, risið mikið og aflíð- andi, enda óspart notað fyrjr húsbolta, er við nefndum svo. Þakið var kolsvart á litinn. Suníörshús var bæði langt og breitt, eða svo fannst okkur börnunum, en svo að segja gluggalaust, aðeins tveir gluggar á suðurhliðinni, er sneri að sjónum, og var neglt fyrir þá. Þar voru heldur ekki neinar hurðir, en stærðar hleri á miðju húsi, á við 2—3 hurðir að breidd og ramlega lokaður. Á húsinu var enginn strompur og enginn grunn- ur undir því, plankarnir gengu alveg ofan í jörðina. Engin smuga var þar svo að við gætum séð hvað inni var og hvernig hagaði þar til, en okkur var sagt að Norðmenn ættu Sunförshús og það væri fullt af nótum og bátum og kannske tunnum. En hvað sem því leið þá þótti okkur krökkunum gott að sementssteinum og venjulegum múrsteinum. Árangurinn varð sá, að plasmofalt-steinninn drakk ekki í sig nema 2% af vætu, sement- steypusteinninn 8% og' múrsteinn- inn 12%. Þá hefur hann búið til annað efni, sem hann nefnir plasmoit. Er það gert úr plasmofalt og leir og blandað með vatni svo að það er svo þunnt að hægt er að dæla því á veggi, eins og málningu. Líkur eru til þess að plasmofalt verði mikið notað í götur og flug- brautir. í 20 metra breiðan og 1000 metra langan flugvöll þarf ekki nema 40 tunnur af plasmofalt. — Þetta er blandað með 10 tunnum af hráolíu og 30 smálestum af venjulegum sandi, og brautin, sem þetta er notað á verður glerhörð og gljáandi og gefur ekkert eftir bikaðr; braut. RSHÚS ólmast í kring um húsið. Þar var slétt- lendi og mjúkur sandurinn fyrir neðan. Þar var engin hætta á að dyr eða gluggar væri opnaðir til þess að hasta á okkur. En á kvöldin var öðru máli að gegna. Þá þorðum við ekki að koma nærri Sunförshúsi. Einhver sagði okkur að þar inni ætti höfuðlaus kona heima og væri hún með barn á handleggnum. Ekkert okkar hafði séð hana, en sum börnin sögðust greinilega hafa heyrt barnsgrát inni í húsinu. Önnur sögðu að húsið væri orðið gisið og þegar vind- ur væri- þá hvini svona einkennilega í draslinu, sem þar væri inni. Rétt fyrir aldamótin var gamla Sun- förshúsi brejdt í verzlunarhús. Þá var því lyft upp og settur undir það hár grunnur og það var ljósmálað. Og nú komu á það gluggar og hurðir og háar tröppur upp að því, fallegur skrúð- garður við austurhlið þess og stærðar strompur upp úr mæninum. Það hefur líklega verið um 9—10 ára skeið að húsið stóð lokað og ónotað þarna í miðju þorpinu í Eskifirði. — Sumir óskuðu því norður og niður, þótti það byrgja útsýn til fjarðarins, en okkur krökkunum þótti vænt um gamla rauða Sunförshúsið. Þegar ég las grein Sigurðar Magn- ússonar í Lesbók 27. janúar, þar sem hann segir frá því að hann hafi hitt norskan liðsforingja, sem Kasper hét, norður í Grænlandi, og þessi Kasper sagt að afi sinn hefði heitið Sundför og átt heima á Áusturlandi um eitt skeið, þá kom mér til hugar að þetta Sunförshús í Eskifirði hefði verið við hann kennt og að hann hefði átt það upphaflega. Eskfirðingur. íW I Tp~ ■ * . \» , KONA nokkur stöðvaði lækni á götu. „Ég er viss um,“ sagði hún, ,,að þér fáið stórfé fyrir að stunda dreng auð- kýfinganpa þarna niðri í götunni." „Já, vel getur verið að það sé rétt,“ sagði læknirinn. „Þá vona ég að þér minnizt þess, að það var sonur mmr., sejp slaaaði ha«n-“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.