Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 6
82 ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r IWinnirgartafla Kelsalls í bókhlöðunni. Li* —, sem íslendingar hafa erft frá forn- öldinni fyrir vísinda-elsku. Þannig hefur engin lýsing á íslandi, eftir því sem útlendir menn segja, er vit hafa á, enn komizt til jafns við, því síður tekið fram lýsingum þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar á íslandi, sem nú er nálega 100 ára gömul. Þetta ætti að knýja þá, sem nú eru uppi, og þá sem upp eru að vaxa, til þess að verða ekki of miklir ættlerar feðra sinna í þeirri einu stefnu, sem landar vorir hafa að tiltölu ekki verið eftirbátar í annarra mennt- aðra þjóða.“ Þessi orð rektors hafa eflaust fallið í góðan jarðveg hjá skóla- piltúm, því að meðal þeirra voru þá ýmsir, er seinna urðu nafnkunn- ir fyrir ritstörf, svo sem Björn Jónsson síðar ráðherra, Björn M. Ólsen síðar rektor, Valdimar Briem síðar vígslubiskup, Jón Ólafsson síðar ritstjóri, Kristján Jónsson skáld, Þorleifur Jónsson síðar prestur og Indriði Einarsson leik- ritaskáld. ---★----- Til verðugrar minningar um hinn eðallynda enska mann, sem sýndi Reykjavíkurskóla svo mikla vináttu og rausn, var marmara- tafla sett á vegg í bókhlöðunni, og á henni stendur: HOC ÆDIFICIUM BIBLIOTHECÆ CONSERVANDÆ CHARLES KF.LSALL ANGLUS SCHOLÆ ISLANDIÆ DONAVIT LAUS BENEFACTI SAXO PERENNIOR Þetta hús gaf Englendingurinn Charles Kelsall skólanum á íslandi til aff gej'ma í bókasafn sitt. — Lof þess, ef lofsamlega er gjört, stendur steini lengur. Ekki var húsið tekið í notkun fyrir bókasafn skólans þegar er hann var fullger, heldur geymt í skólanum eitt ár enn. Vildu menn að veggir hússins næðu að þorna vel áður en bækurnar væri fluttar þangað. En það kom sér vel að bókhlaðan skyldi standa auð, því að einmitt þá fór fram viðgerð á þaki dómkirkjunnar og var Stifts- bókasafnið því flutt á meðan í hina nýju bókhlöðu. Þetta er þá sagan um tildrögin að því að fyrsta bókhlaðan á íslandi var reist. Eru nú senn 85 ár síðan hún komst undir þak. Ég hef ritað þetta svo að Reykvíkingar gleymí því ekki, að hús þetta er vinargjöf frá erlendum manni og um leið nokkurs konar viðurkenning fyrir bókmenntaleg afrek íslendinga og bókhneigð. Hér er því hús sem vér megum vera stoltir af að eiga, enda þótt Danir þyrftu endilega að sletta sér fram í byggingu þess, og þess vegna sé það með öðrum svip, heldur en ef íslendingar hefði sjálf- ir byggt það eftir sínu hyggjuviti og kunnáttu á þeirri tíð. Vér getum gjarna gleymt því, eins og vér verð- um að gleyma svo mörgu öðru frá sambýlisdögunum. Og þegar vér göngum eftir hinni breiðu og fögru Lækjargötu og lítum upp til litla hvíta steinhússins sunnan við Menntaskólann, þá skulum vér jafnan minnast þess, að hús þetta er heiðursgjöf til íslendinga fyrir menningu þeirra um aldaraðir. Og það mætti eins vel sýna er- lendum ferðamönnum þetta hús og skýra þeim frá sögu þess, eins og þeytast með þá fram og aftur til þess að sýna þeim birkikjarr, sem aðeins ’ vekur meðaumkun þeirra, þótt oss sjálfum þyki það fagurt. ^ v íW BRIDGE A K G 10 4 V 6 2 ♦ 4 A Á K G 8 7 3 A Á D V G ♦ Á D 10 9 7 3 2 A 10 6 4 A 9£ 3 V Á K D 9 7 3 ♦ 85 A D 2 Norður gaf. Báðir í hættu. Sagnir: N A S V 1 lauf 1 tigull 1 hjarta pass 1 spaði 2 tiglar 3 hjörtu pass 4 hjörtu pass pass pass Spil þetta var í keppni og alls stað- ar sló V út TK. En þegar hann sá að borðið átti ekki meiri tigul, skipti hann um. Sumir slógu út spaða og þá fékk A tvo slagi og þar með var spilið tapað, því að V hlýtur að fá einn slag í trompi. — Sumir slógu út trompi og S drap gosann í þeirri von að trompin væri skipt, en tapaði fjrrir vikið. Ef hann gaf gosann var spilið unnið. A gat þá aðeins tekið slag á SÁ og síðan ekki við söguna meir. A t e o l V 10 8 6 4 ♦ K G 6 N V A S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.