Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Blaðsíða 4
112 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Björn Sigfússon háskólabókavörður Önnur grein IMý samræmd stafsetning Vopnahléslíkur. — Afnám z Vægð í y-kennslu y F Y R R I hluti þessarar greinar í Lesbókinni hefur nú fengið viku til umræðu með lesendum og sleg- ist í för með öðrum greinum og ræðum, sem menn hafa heyrt um réttritun undanfarna mánuði og ár. Almenningsálit hefur ekki úr- skurð um það í einstökum atriðum, hverjar breytingar skuli gerðar, en aldrei yrðu góðar breytingar fram- kvæmdar á stafsetning, nema fyrst sé unnið almenningsfylgi, sem krefst allra fáanlegra umbóta. Þessi kafli greinar skal fyrst miða að því, sem framkvæma ætti á næsta sumri. Niðurrifsstarfsemi er það auðvit- að kallað að vilja t. d. rífa niður z-kerfi, sem byggt var upp eftir 1929 (raunar aðeins handa 10% eða 5% af þjóðinni í framkvæmd), svo að ekki sé minnst á niðurrif stað- fastari mannasetninga ritmálsins. Ég þekki kennara, sem telja ná- lega ódrengilegt að láta nokkurn ungling heyra nokkra efasemd um eilíft líf hverrar setningar, sem í ritreglur er komin, því að slíkt tor- veldi kennslu. Þetta er ótti. I>rátt fyrir óttann og kvartanir hans er nauðsynleg heilbrigð gagnrýni, sem er stundum niðurrifskennd, og verður ekki kveðin niður nema með mótrökum. Enginn dómstóll er í landinu til að meta þau rök, sem færð eru um stafsetning og kennsluhætti henn- ar. Hefði s.l. þing afgreitt aka- demíufrumvarpið í einhverju formi, var ástæða til að skjóta ritreglu- deilu til slíkrar stofnunar, þó eigi fyrr en eftir víðtækar frjálsar um- ræður. Nú er ekkert vitað um fram- tíð þess máls, en líklegt, að það verði endurvakið. En væri þá stofn- uninni hollt að fyrsta úrskurðar- mál hennar yrði að framkvæma (eða berja niður) nýar ritreglur? Nei, til þess ætti ekki að neyða hana strax, því að um fátt gæti félaga akademíunnar meir greint á. Nefnum nöfn, það er hreinlegast. Tómas Guðmundsson skáld réðst um daginn harkalega á stafsetn- ingarmál vor og kennslu á stúd- entafundi, eins og allir muna. Ásamt honum mundi brátt koma í akademíu a. m. k. einn sá höfund- ur, sem barist hefur af móði fyrir ritreglubreytingum og þeim eigi litlum, Halldór K. Laxness. Há- skólakennarar íslenzkrar málfræði, prófessor Alexander Jóhannesson og Halldór Halldórsson, væru sjálf- sagðir sérfræðingar meðal aka- demíufélaga. Prófessor Alexander, einn af höfundum reglnanna, sem settar voru 1929, hefur nú séð é og samhljóðaregluna vinna ótví- ræðan sigur með þjóðinni og hefur ríkar ástæður til að vera á önd- verðum meið við fyrnefnd skáld í ritreglumáli. Halldór Halldórsson hefur hins végar látið í ljós, m. a. á prenti, að hann búist við staf- setningarbreytingum fyrr eða síðar og þá meir en „kákbreytingum.“ — Einungis sterk og gróin akademía Björn Sigfússon yrði ósködd af því, ef meirihluti þyrfti að beygja styrkan minni- hluta í eins viðkvæmu paáli og hér er á ferð. Afnám z er almenningsvilji Allar ástæður mæla með því, að reglur um y-málin bíði, en gerð verði sú ritreglubreyting, sem engrar endursamningar krefst á kennslubókum, en það er afnám z. Eiginleg stjórnarbreyting um j, n og tvöfaldan samhljóða er ekki nauðsynleg til þess, að laga megi smágalla á framkvæmd þeirra. Það mundi best að gera hljóðalaust í sambandi við næstu ritregluútgáfu. Ef vissa fengist um það sem fyrst aðzyrði ekki lengur lögboðin, væru miklu meiri líkur til vopnahlés en sjáanlegar eru í dag í deilum um réttritunarkennslu. Víst væri það vopnahlé mikilsvert, þótt ég geri mér enga von um, að það endist áratugi, meðan y er eigi betur ráð- stafað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.