Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Blaðsíða 16
124 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Góðar kýr og ljelegar. Það mundi nú þykja ljeleg kýr, sem talin var leigufær á 18. öld. Ólafur Stephensen telur það leigufæra ku, sem mjólkar 572 potta á ári og fáist úr mjólkinni 32 pund af smjöri. Eggert Ólafsson telur það góða kú sem mjólk- ar 12—20 merkur í mál, en segir að í Kjósarsýslu sje sjaldgæft að kýr kom- ist í 8 merkur, þó að þær sje fóðrað- ar á besta heyi, venjulegt sje að þær mjólki 4 merkur í mál. Finnur biskup kallaði styrtlu þá kú, er ekki mjólk- aði meira en 608 potta á ári, en góða kú sem mjólkaði 1177 potta. Sjera Björn í Sauðlauksdal segir að meðal- kýr eigi að mjólka 2008 potta á ári. Skúli landfógeti taldi meðalkú, sem mjólkaði 1672 potta á ári. Ólafi’.r stift- amtmaður taldi sínar kýr mjólka að meðaltali um 1300 potta. Lögum sam- kvæmt var sú kýr leigufær, sem mjólk- aði 6 merkur í mál, 2 fyrir fóður, 2 fyrir hirðingu og 2 fyrir ábyrgð. — Einn góður búmaður núlifandi segist ekki vilja setja á kú, er ekki komist í 20 merkur í mál eftir burðinn. Beri maður það saman við hinar tölurnar, þá er munurinn ærið mikill. Kristín í Bolholti. Móðir mín var vön að segja okkur unglingunum, hvað föt og fæði þætti dýrmætt er það skorti, ef við fórum kæruleysislega með fötin okkar eða matinn. Móðir hennar var Ingibjörg í Skarði á Landi, dóttir þeirra Bolholts- hjóna Eiríks og Kristínar. Var Ingi- björg hjá foreldrum sínum í Bolholti á Rangárvöllum í Móðuharðindunum og hafði margt að segja frá þeim ár- um um neyð fólksins, því að í Bolholti var mikil umferð af fátæku fólki, þar sem Bolholtshjón voru nafntoguð á sinni tíð fyrir dugnað og hjálpsemi. Sumt af hinu fátæka fólki, sem kom til Kristínar, hafði verið svo aðþrengt og horað, að hún ljet það vera hjá sjer 1—2—4 vikur, uns það hjarnaði. Jeg man sjerstaklega eftir einu atviki eða sögu um það, er sýnir hve neyðin hefir verið mikil. Kvöld eitt í köldu veðri var Kristín frammi í bænum í Bolholti, og var komið að háttatíma. Heyrir hún þá að komið er við bæar- hurðina og helt að það væri hundar SKÍÐAKAPPAR. — Siðan um nýár hefur verið nógur snjór hér syðra til þess að æfa skiðagöngur, enda hefur æskan notað skíðafærið óspart. Meðan skíða- keppni Olympíuleikanna fór fram hjá Osló, voru þessir drengir að æfa sig hér á Öskjuhlíðinni. Máske á það fyrir þeim að liggja seinna að keppa á alheimsmóti og gera þar garðinn frægan. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) og ætlaði að lofa þeim inn. Lýkur hún upp bænum, en skuggsýnt var, og sjer hún þá hrúgu eina öðrum meg- in dyra undir bæarkampi. Spyr þá Kristín hvort þar sje nokkur. Gefur þá þetta hljóð frá sjer og rís þar upp kvenmaður. Þegar inn kemur sjcr Kristín að kona þessi, sem komin var austan úr Skaftafellssýslu, var klædd í forna kvenhempu. Það voru nær- skornar skósíðar kápur, einfaldar og oftast úr fínni einskeftu. Var kona þessi í sama og engri spjör innan und- ir hempunni, nema mig minnir skyrtu- garmi. Þess þarf ekki að geta að kona þessi fekk alklæðnað í Bolholti (Finn- ur á Kjörseyri). Sýra æsir eld. Að Álfhólum í Útlandeyum var tví- býli eða þríbýli árið 1869. Það var nú um haustið að á einu býlinu var pott- ur með grút settur yfir eld til þess að skíra grútinn. Potturinn hekk í hó- bandi. Var svo gengið frá honum, en litlu síðar kom vinnukona inn í eld- húsið, og var þá svo komið að hó- bandið hafði slitnað og potturinn dott- ið ofan í eldinn í hlóðunum. Lá hann þar hallfleyttur þannig að eldur hafði komizt í grútinn og logaði þar glatt. Vinnukonan tók þá það til bragðs að ná sér í sýru og fer með hana upp á eldhússtrompinn og hellir henni þar niður í eldinn. Ætlaði hún að slökkva í grútnum með þessu. En þegar sýran kom í bálið æstist það um allan helm- ing, gaus upp í rjáfur og út um allt. í sama bili komu hjónin á bænum inn í eldhúsgöngin, fengu blossan framan í sig og skaðbrendust bæði og urðu blind um hríð. En eldstrokan fór eins og hvirfilbylur fram öll göngin og fram úr bæardyrum. í bæardyrum var 5—6 ára gamalt barn og sviðnaði hvert hár á höfði þess, en að öðru leyti sakaði það ekki. — Eldhúsið brann til kaJdra kola og allt sem þar var inni. Póstávísanir var fyrst leyft að senda milli fs- lands og Danmerkur í aprílmánuði 1870. Þó mátti upphæðin ekki vera hærri en 50 rdl., og eigi máttu aðrir afgreiða slíkar ávísanir hér en póst- afgreiðslumennirnir í Reykjavík og Seyðisfirði. Eyðublað fyrir póstávísan- ir kostaði 2 sk., en póstgjald fyrir þær var 12—24 sk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.