Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Blaðsíða 11
'i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS "3* 119 Geimrannsóknir á Palomarf jalli hafa leitt margt furðulegt í Ijós HIN mikla stjörnurannsóknastöð á Palomarfjalli hefur nú starfað að 'því í tvö ár að ljósmynda himingeiminn og er nú hér um bil hálfnuð með það, enda var svo ráð fyrir gert í upphafi að því verki yrði lokið á fjórum árum. Það eru um % hlutar af himinhvolfinu, sem sjást þaðan, og er þvi skipt í 1870 reita eða myndir, sem síðan eru settar saman, svo að þær mynda eina heild. Það er „Big Schmidt“ stjörnu- sjáin, sem myndirnar tekur, en þegar þarf að fá skýrari myndir af einhverjum stað í geimnum, þá er notuð hin mikla stjörnusjá, sem hefur 200 þumlunga breiðan holspegil og nær að ljósmynda stjörnu- hverfi lengra úti í himingeimnum en nokkurt mannlegt auga hefur fyr skyggnzt. Framfarir í þekkingu á himingeimnum ÞAÐ var austur í Litlu- Asíu fyrir þúsundum ára að hirðar, sem vöktu yfir sauðfé um nætur, tóku eftir því að afstaða stjarn- anna breyttist innbyrðis. — Þetta þótti merkilegt, því að áður höfðu menn haldið að stjörnurnar væri settar til skrauts á himinhvelfing- una. En svo leið langur tími þangað til menn uppgötvuðu að stjörnurn- ar gengu eftir hringbrautum. Og enn leið langur tími þangað til menn skildu að þær gengu um- hverfis sólina. Seinna skildist mönnum að sólin sjálf væri stjarna, lík þúsundum annarra er sjást á festingunni. Enn seinna skildist stjörnufræðingun- um að vetrarbrautin, sem eygja má eins og ljósleitt band þvert yfir himinhvolfið, var í raun og véru þyrping stjarna og sólna, sem er svipuðust hjóli í laginu og að sól vor er aðeins ein af 200 þúsundum milljóna sólna í þessu mikla stjörnuhverfi. Vetrarbrautir skipta mflljónum Þegar stjörnusjárnar stækkuðu og bötnuðu, uppgötvuðu menn svo, að auk þessarar vetrarbrautar eru þúsundir milljóna annarra vetrar- brauta í himingeimnum, stjörnu- þyrpingar og stjörnuþokur, eins og þær voru kallaðar. En til þess að geta gert sér einhverja hugmynd um fjarlægðirnar á milli þeirra, fundu menn upp að telja f jarlægð- irnar í Ijósárum (þ. e. a. s. þeirri vegarlengd, sem ljósgeislinn fer á einu ári). Það er sú stærsta lengd- areining er menn hafa, því að ljós- geislinn fer um 300.000 km á hverri sekúndu, éða um sex milljónir milljóna mílna á ári. Hin mikla 200 þumlunga stjörnu- sjá á Palomar hefur ljósmyndað stjörnuþokur, sem eru í 1000 mill- jóna ljósára fjarlægð. En þetta þýðir það, að ljósgeislinn sem kem- ur fram á myndum hennar, lagði á stað frá þessu stjarnhveríi fyrir þúsund milljónum ljósára, og' það er svo langur tími, að öll saga mannkvnsins er eins og andartak í samanburði við það. Þessi himin- hverfi sjást eins og þau voru fyrir 1000 milljonum ljósára. Það er næsta ólíklegt að þau sé cnn á sama stað og vel getur verið að þau sé ekki lengur til. Smástirni og vígahnettir Svo að s'egja á hverri nóttu koma fram á himinmyndunum ný fyrir- bæri, sem menn hafa ekki veitt at- hygli áður. Sum þeirra sjást undir eins og ljósmyndirnar hafa verið framkallaðar, önnur sjást ekki fyr en ljósmyndirnar hafa verið rann- sakaðar ýtarlega í smásjá. Sumir af hinum nýju hnöttum eru nágrannar vorir og fylgja sól- hverfi voru. Meðal þeirra eru margar halastjörnur, þessir ein- kennilegu „flækingar11 í himin- geimnum, sem stundum ganga ná- lægt sól, en þeytast svo eitthvað út í buskann og koma ekki aftur fyr en eftir mörg ár, eða koma aldrei aftur. Hinn 15. nóvember 1949 fannst ný halastjarna, sem ber mjög litla birtu, og er hún ein- kennileg að því leyti að hún fer hringbraut sína á 2,3 árum, en það er ótrúlega stuttur tími þegar um halastjörnu er að ræða. Svo mófg ný smástirni hafa fund- izt, að ekki hefur verið hægt að koma tölu á þau. Eitt af þesáurn smástirr.um fannst 31. ágúst 1951 og er það merkilegt að því leyti, að það gengur svo nærri sól, að það fer inn undir sporbraUt Venus- ar og fer því þvert yfir sporbraut jarðar. Þetta er sjötta smástirnið sem mönnum er kunnugt um að fer yfir sporbraut jarðar. Annars er réttara að kalla þetta vígahnetti en smástirni, því að hnettir þessir eru varla meira en 1—2 enskar mílur í þvermál. Nú er það spurning hvort ekki geti orðið árekstur þegar vígahnett- ir þessir ganga yfir sporbraut jarð- ar. En vísindamennirnir telja að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.