Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Blaðsíða 13
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS !T7 121 því að vera kulnaðar fyrir löngu, ef þær væri jafn gamlar hinum sólunum. Þess vegna halda stjörnu- fræðingar að sólir sé alltaf að fæð- ast og deyja. En hvernig sólir fæð- ast, er mönnum ekki ljóst. Sumir halda því fram, að gas og ryk- mekkir þéttist vegna áhrifa frá næstu stjörnum. — Þegar þess’r mekkir eru orðnir nægilega þéttir þá fara þeir að fá aðdráttarafl og við það þéttast þeir enn meir og um leið myndast þá hiti í þeim. Þannig heldur þetta áfram þangað til kominn er sjálflýsandi hnöttur eða sól. Sólir, sem springa Það kemur stundum fyrir að sólir blossa allt í einu upp, svo að þær verða 150.000 sinnum bjartari heldur en þær voru áður, og springa þá um leið. Þessar stjörnur eru kallaðar „Nova“ (nýstirni) vegna þess að áður fyr, er menn sáu þessar sóhr blossa upp þar sem engin stjarna hafði sézt áður, þá héldu þeir að ný stjarna hefði fæðst. Það er mönnum ráðgáta hvernig á því stendur að sólir springa. En á ljósmyndunum, sem nú hafa ver- ið teknar má sjá hvernig fjöldi sólna er á lit, hve hiti þeirra er mikill og hve bjartar þær eru. — Komi það nú fyrir seinna að ein- hver af þessum sólum springi, þá geta menn á myndunum séð hvert var eðli þeirrar sólar áður en skapadægrið kom. Af því má svo draga ályktanir um það hvaða stjörnur sé líklegar til þess að springa. Væri t. d. mjög þýðingar- mikið að geta komizt að því hvort vor sól er með þeim ósköpum fædd að það eigi fyrir henni að liggja að springa. A 4 A rs EITUR ÞAÐ er ekki langt síðan að firma í Bandaríkjunum, sem selur frysta ávexti, var sagt, að ekki þyrfti ann- að en dreifa ofurlitlu af „Thiourea11 yfir þá til þess að þeir héldust ó- skemmdir og fagrir. Firmað var þá í þann veginn að senda frá sér mik- inn forða af frystum grænum baun- um. Það fór eftir ráðleggingunni, og baunirnar vöktu mikla aðdáun vegna þess að þær væri alveg eins og nýjar. Annað firma frétti um þetta og fór eins að. En áður en það sendi baunirnar frá sér bauð það mat- vælaeftirlitinu að skoða þær og reyna. Nokkrum rottum var þá gefið að eta af baununum. Eftir fá- ar klukkustundir voru rotturnar allar dauðar. Af tilviljun komst þá upp um fyrri sendinguna. Og þá var brugð- ið við í dauðans ofboði til þess að reyna að ná í baunirnar aftur, því að hér gat verið um að tefla líf og dauða þúsunda manna, kvenna og barna. Til allrar hamingju tókst að ná í hinar fögru en eitruðu baunir áður en þær komust í smásölu- verzlanir, áður en grunlausir menn lögðu þær sér til munns sem góðan mat. < 1 «* ’ ÞaS hefur færzt í aukana að blanda fæðutegundir með ýmsum efnum. Ekki hefur alltaf tekizt svona vel til að hægt hafi verið að forða mönnum frá að neyta eitraðrar fæðu. Fyrir nokkrum árum kom á markaðinn vestra ný tegund af borðsalti. í því var „lithium chlor- id“, efni sem þá hafði ekki verið reynt til hlítar. Þrír menn dóu af þessu salti áður en þetta komst upp og hægt var að grípa í taumana. í MAT Það hefur færzt mjög í aukana á seinni árum að alls konar efnum sé blandað í fæðutegundir. Flest af efnum þessum voru fundin upp í stríðinu eða eftir stríðið. Mörg þeirra eru ósaknæm, en önnur eru aftur baneitruð, eða skaðleg á ann- an hátt. Læknar hafa til dæmis sagt, að þeir telji líklegt að rekja megi hina stórauknu útbreiðslu krabbameins til þessara efna í mat, og jafnvel að hinn nýi vírus, sem enn er nefndur X sé sprottinn upp af neyzlu slíkra gerfiefna. En hvers vegna er þá verið að setja alls konar efni í matvæli? Svarið er augljóst. Mörg af þess- um efnum eru miklu ódýrari held- ur en matvælin sjálf, það er auð- velt að afla þeirra, þau gera mat- vælin áferðarfallegri og koma í veg fyrir að þau skemmist. í þessu sambandi er rétt að minn- ast á brauð. Það hefur komið í Ijós að fjöldi bakara hefur sett ýmis efni í brauð um mörg ár til þess að þau haldist mjúk og áferðar- falleg. Með þessu móti hafa þeir sparað sér stórfé, því að nú geym- ast brauðin mjúk von úr viti í stað þess að áður var endursent til þeirra svo og svo mikið af brauð- um, sem höfðu harðnað. í Massaschusetts hugkvæmdist bruggara að setja „hydrofluoric acid“ saman við drykkinn. Með því sparaði hann sér að sótthreinsa vatnið. En efni þetta var eitrað. Og drykkurinn hafði verið seldur út um allt land áður en þetta komst upp og hægt var að stöðva ósóm- ann. í Indiana tók verksmiðjueigandi upp á því að blanda jarðolíu saman við maíshveiti og selja það sem „matarfeiti". Hann litaði þetta efni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.