Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Side 10
{ LESBÓK morgunblaðsins l 118 ^ um jólin. Meðan á föstunum stend- ‘ ur, bragða þeir ekkert af skepnum, hvorki kjöt, mjólk, ost eða annað, sem mjólk er í, eins og t. d. súkku- laði. Er þessum reglum fylgt ótrú- lega almennt. Skírn og hjónavígsla er með nokkuð öðrum hætti en hjá okkur tíðkast. Ferming fer engin fram — 1 eða réttara: fer fram um leið og skírnin. Við hjónavígsluna er stráð alls konar dufti og baunum yfir hjónin 1 af vinum og vandamönnum, og fær presturinn oft sinn skammt af því. — í ár verða hjónavígslur með fæsta móti, því hlaupár býr yfir ógæfu, segja menn. Afmælisdagar eru ekki hátíðlegir haldnir í Grikklandi. í þeirra stað koma svonefndir „nafndagar“. — Hver dagur ársins er helgaður ein- um eða fleiri dýrlingum. — Allir Grikkir bera dýrlinganöfn eða nöfn sem leidd eru af þeim. Þeir eiga því allir sinn ákveðna nafndag, og þá koma vinirnir í heimsókn og óska „Kronía polla“ — sem orðrétt útleggst „mörg ár“. Þetta fyrirkomulag hefur þá góðu hlið, að lítil hætta er á, að menn gleymi að óska vinum sínum til hamingju á réttum degi, þótt hins vegar geti orðið erfitt að fylla sínar vinarlegu skyldur, eigi maður marga vini með sama nafni. Greftrunarsiðir hér eru allir aðrir en við eigum að venjast. Hér eru menn bornir til grafar klæddir 1 sínum beztu flíkum. Fyrir jarðar- 1 förina koma vinir og vandamenn ' og kyssa líkið, sem síðan er borið til kirkjugarðsins óhulið. Þar er ' loks lokið sett á kistuna og hún { moldu hulin. Þar fær holdið að ’ rotna í 3 ár. En þá eru beinin grafin 1 upp. Áður fyrr hafði þessi upp- { gröftur trúarlega merkingu og hef- 1 ur sums staðar enn. Hér í Aþenu 1 stafar þessi uppgröftur fyrst og [ fremst af rúmleysi. Áður fyrr voru omci 1951 Austfirðingar staðið hafa í stríðu, stopult sumar, vetrarhríðin löng. Mun því þörf á þey og sunnanblíðu þrotin tel nú víða heyjaföng. Vikum saman voru snarpar hríðar veðraham þeim lítt eg geri skil. Hreindýr svöng um Héraðið og víðar héldu af fjöllum mannabyggða til. Fannakyngi faldi vegi að baga, fól í skauti stafn og bæjarþil. Það virtist hvergi votta fyrir haga um Völlu og Firði aprílloka til. Þó var bót í þungum orrahríðum, er þakti vengi fönn og klakaband, að óKkt var sem áður fyrr á tíðum, enginn hafís girti Norðurland. Hraðskreið för og hverskyns undratæki hefir eignazt þetta klakaland. Vinna afrek vélaknúin æki um Vatnajökul, Hérað, Sprengisand. Varð því bjargað kindum, kúm og hestum kjarnfóður og taða langt að sótt. Að gagni svo að gumum kæmi flestum garpar unnu þrotlaust dag sem nótt. Vor er framtíð vafin dimmri hulu og veðrabrigði á fannalandi skjót. Bændur lands með beztu vonir skulu, bjartsýnir nú taka sumri mót. Vetur horfinn seggja sýn, sumarhljóð í bændum. Uggur og kvíði óðum dvín, árgæzka í vændum. Blærinn heitur baðar kinn bragnar greikka sporið, dvrlegur hver dagurinn, dásamlegt er vorið. Kastar gilið klakahjúp, kátur lækur spriklar, alla leið á ægisdjúp elfan mórauð stiklar. Óðum milli fjöru og fjalls fanna eyðast dyngjur. Jafnt við höll og kotið karls knappur blómsins springur. Víst eg elska vorið bjart, er vetrardrungi fellur, grænu klæðist grund í skart, gaukur og spói vellur. Gef oss drottinn gæða fjöld í gerfi ótal mynda, bjartar nætur, broshýr kvöld, brydda gulli tinda. ÓLAFUR JÓNSSON frá Elliðaey. beinin þvegin úr víni. Væru þau hvít eftir þvöttinn, þótti það ör- uggt, að hinum látna hefði farnazt vel handan grafarinnár. í Aþenu eru béirtin stundum sett í kassa, Sem stafiáð er upn í lík- húsinu. Venjulega er þá'rftynd hins látna á kassanum. En oft er ekkert hirt um beinin. Er þeim þá kastað í hrúgu eina mikla, sem er að baki flestra líkhúsa. — Þar 'rerða þau vegfarandamim ævarandi áminn- ing um fallvaltleik lífsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.