Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
139
Leiíaö fólginna fjársjóða
á eynni þar sem Robinson Krusoe vár
væri, er hún væri komin yfir í
annan heim. Svo var það einu sinni
á tilraunafundi, æði löngu seinna,
að White minnti hana á þetta og
spurði hvort hún hefði getað gert
nokkuð í þessa átt. Hún svaraði því,
að nóttina áður hefði hún verið í
sjúkrahúsi, sem hún nefndi. Þar
væri kona, sem hún nefndi líka
með nafm, og af henni hefði verið
tekinn annar fóturinn. Hún kvaðst
hafa hjálpað þessari konu.
Að fundi loknum hringdi White
til sjúkrahússins og spurði um
þessa nafngreindu konu. Honum
var sagt að henni liði vel, ótrúlega
vel, því að hún hefði ekki haft nein-
ar þjáningar eftir uppskurðinn. —
Þetta kom White svo sem ekki á
óvart. Hann vissi þegar áður að
Betty lifði, og nú vissi hann að hún
gat hjálpað öðrum, enda þótt hún
væri „komin yfir um“.
W W ®
HANDHÆGUR SNJÓPLÓGUR. MeS
þcssutn fitla snjóplóg' getur einn mað-
ur hreinsað snjó af gangstéttum og
stigum á stuttum tíma. í plógnum cr
114 hestai'Is bensínhreyfin. Snjórinn fer
f.vrst inn í plóginn, en þar er þe.vti-
spjald, sem mylur snjóinn mjölinn
smærra og síðan þyrlast hann út um
túðu er má snúa á ýmsa vegu og hækka
liana og lækka cftir þ'Ví hvert menn
vilja þeyta snjónum. Plógfarið er 16
þumlunga breitt. — Það gæti vcrið
gott fyrir marga húseigéndur í Reykja-
vík að eiga slíkan snjoplóg, tíl þess að
geta gert hreint fyrír sínum dyrum á
vetrum,
JTJAN FERNANDES-EYJAR eru um
700 kílómetra vestur af Chileströnd.
Eru þær frægar vcgna þess, að þarna
bar enska sjómanmiln Alexander Sel-
kirk á land og þarna lifði hann aleinn
árin 1704—1709, því að cyarnar voru
þá óbyggðar. Scinna náði rithöfund-
urinn Daniel Defoe í hann og ritaði
ævintýrasögu hans undir nafninu
Robinson Krusoe, og er hún talin eitt
af meistaraverkum bókmenntanna,
skáldverk, sem er jafn vinsælt í dag
og það var er það kom fyrst út.
Fyrir tveimur árum fengu þrír ung-
ir menn leyfi hjá stjórninni í Chile
til þess að leita að fóignum fjársjóð-
um á þessum eyum. Þeir heita Louis
Couzino, Benjamin Lyon og Luis
Scotty. Ekki búast þeir þó við -að
finna þar neina fjársjóði er Alexander
Selkirk hafi skilið eftir, því að hann
hafði engan fjársjóð undir höndum,
heldur þykjast þeir vita að enski sjó-
ræninginn Francis Drake hafi íólgið
þar mikil auðæfi.
SKIPSTJÓRl A „GULLNU
IIINDINNI“
Francis Drake var aðmíráll og aðlað-
ur, enda þótt hann væri sjóræningi.
En á hans dögum var það engum
manni niðrun að vera sjóræningi. Þeir
voru þá ekki heldur kallaðir því nafni,
heldur hétu þeir víkingai’. Og Francis
Drake varð svo frægur í sögu Eng-
lands, uð hann gengur næst Nelson
lávarði.
Árið 1577 lagði Drake á stað frá
Marokko á skipi sínu „Gullnu hind-
inni“ og sigldi þvert yfir Atlantshaf
til Suður-Ameríku. Síðan hélt hann
suður fyrir álfuna og fór ufn Magel-
lan-Sund. Sigldi hann svo norour með
Ameríku að vestan og siðan heim.
Iíafði hann þá farið umhverfis hnött-
inn á 2 árum og 10 mánuðum, en slíkt
þrekvirki hafði þá enginn leyst af
hönd.um á undan hoiium. Fyrir þetta
sýndi Elisabet drottning honum þá
viðurkenningu að taka har.n í aöa!-
stétt og lagði svo fyrir að skip hans
skyldi geymt um aldur og ævi sem
þjóðarminjagripur.
Hún gerði þetta þó með háJfum huga,
því að Drake hafði gert Spánverjum
margár skráveifur á þéssu ferðalagi
sínu, og það var viðbúið að Spánverj-
ar léti reiði sína bitna á ensku þjóð-
inni. En Spánn var þá talinn voldug-
asta flotaveldi heimsins. Hann átti
hinn „ósigrandi flota“ (sem seinna
eyðilagöist í herferð til Englands) og
hann réði mestu á höfunúm úm allan
heim og átti þá víðari nýlendur en
nokkur önnur þjóð. En á ferðalagi
sínu hafði Drake ráðist á hvert einasta
spanskt skip, sem hann hitti og auk
þess hafði hann víða gert strandhögg
og farið með ránum í nýlendum Spán-
verja.
DRAKE KOM EKKl HEIM
MEÐ ALLAN RANSFENGINN
Löngu seinna þegar grúskarar fóru
að athuga alla reikninga Drake, þótt-
ust þeir fá óyggjandi sannanir fyrir
því, að Drake hefði ekki komið heinr
njeð'nema lítinn hluta af ránsfeng sín-
um. Og þeir sem hafa kynnt sér ferða-
lag hans bezt og gripdeildir hans á
Kyrrahafsströnd Ameríku, fu'llyrða að
í reikningum hans komi ekki fram 150
kassar með gullpeningum, 20 tunnur af
gimsteinum og 700 gullklumpar. Hvergi
sézt það að hann hafi orðið fyrir neinu
tjóni á ferðalagi sinu, og þess vegna
var það álit manna að hann mundi
liafa fólgið þessi auðæfi á Juan Fern-
andes eyum og ætluð sér að sækja þau
aftur í tómi. En það varð aldrei úr
því, vegna þess að Drake dó 1596, og
þess vegna ætti auðæfin að vera þarna
enn, og þá líklega á aðaleynni, Masa-
tieria, þar sem Alexander Selkirk hafð-
ist við seinna.
Þetta álit sagnfræðinganna hafa hin-
ir þrír ungu iiienn kýnnt sér, sérstak-
lega Luis Scott, sem er háskólageng-
inn. Þeir fóru mjög dult með fyrir-
ætlanir sínar þangað til þeir höfðu
fengið einkaleyfi hj$ stjórninni tíl þess
að leita á þessum eyum., Og það er
sagt, hvað sepi satt er í þyí, að þeir
’t- - rr T"