Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 7
í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 131 lenzkur kortagerðarmaður að það hlyti að vera pafn á einhverjum dýrling — þeim mun fremur sem margar uppsprettur á Bretlands- eyjum eru kenndar við dýrlinga — og þess vegna setti hann nafnið St. Kilda á kort, sem hann gerði 1666. Annars var gamla nafnið á eynni Hirt eða Hiort. Þetta nafn kemur fyrir í Sturlungu, þar sem sagt er frá för Guðmundar Ara- sonar, er hann fór utan til að taka biskupsvígslu. „Þá ganga á land- nyrðingar, og rekur þá suðux í haf, og verða varir við Suðureyjar og bera kennsl á, og eru komnir við eyjar þær er Hirtir heita.“ Það mun hafa verið svipað að búa á Kilda og í Grímsey. Þar var einangrunin hin sama og engar samgöngur við land nema fjóra sumarmánuðina. —• Fuglatekja og eggjatekja var aðal bjargræðisveg- urinn. Nöfnin á fuglunum voru flest norræn. Má þar meðal annars nefna súla, álka og langvía. Fulmar er þar nafn á mávakyni og hefur sennilega áður verið Fúlmár. Lund- ann kalla þeir bougir og er það afbökun á norræna nafninu „buga- keri“. Er talið að það hafi verið gerfinafn á lunda, því að sjóvíti hafi verið að nefna hann réttu naíni. Á mörgum af hinum reglulegu Suðureyjum eru nöfn af norrænum uppruna. Lewis hét Ljóðhús, Vatrs- ay hét Vatnsey, Sandray hét Sand- ey, Pabay hét Papey, Lingay hét Lyngey, Fuday hefur sennilega heitið Útey. Ekki er nú kunnugt hvenær gaeliskan fékk yfirhönd á Suður- eyjum, en þar sem Hjaltlendingar og Orkneyingar töluðu enn nor- rænu (norn, sem þeir kölluðu) allt fram á 18. öld, þá má gera ráð fyrir að það mál hafi lifað á Suðureyj- um 2—3 aldir eftir að þær komu undir Skotakonung 1266. Gömul sögn hermir, að norska kynstofn- inum hafi verið útrýmt þar, og svipar henni til þjóðsagnar hér um það hvernig Grænlendingum var útrýmt. Þessa sögu ritaði vísinda- maðurinn J. L. Campbell eftir manni, sem alizt hafði upp á Hellis- ay (Hellisey). Hún segir frá ung- um manni, sem var kallaður „vafa- sonur“, vegna þess að faðirinn hafði ekki viljað kannast við hann. Móð- ir hans var af norrænum ættúm og átti heima á Barra (Barrey). Talið var að MacNeil, höfðingi MacNeil-ættarinnar, væri faðir hans en vildi ekki kannast við hann. Þegar hann sá að hann gat ekki kveðið þenna orðróm niður, kvaðst hann mundu kannast við faðerni piltsins, ef hann dræpi alla Norðmenn, sem þar áttu heima á eyjunum. Nú bjuggu allir Norðmennirnir á Útey (Fuday) nema einn, sem átti heima í Cliat á Barrey. Móðir piltsins sagði að enda þótt hún væri sjálf af norrænu kyni, vildi hún heldur að öllum Norðmönnum væri útrýmt en að sonur sinn væri föð-> urlaus. Hún ráðlagði honum að ráðast á þá að næturlagi því að þá væri þeir magnþrota og varnar- lausir, enda þótt þeir væri hraustir á daginn. Pilturinn fór nú til Úteyjar að kvöldi dags og drap alla Norðmenn þar viðstöðulaust. Þá mundi hann eftir Norðmanninum á Barrey, og flýtti sér þangað til þess að vera þar fyrir dagrenningu. En Norð- maðurinn sá til ferða hans og forð- aði sér út um laundyr að húsabaki. Pilturinn veitti honum eftirför og náði honum hjá Loch an Dúln í sólarupprás. Þar tókst bardagi milli þeirra og þegar er sólin kom upp færðist Norðmaðurinn í aukana og var ekki annað sýnna en hann mundi bera sigur af hólmi. Þá hrópaði einhver úr felum skammt þaðan. Norðmaðurinn leit við og í sömu svipan hjá pilturinn höf- uð af honum. — Þannig er sagan og Campbell telur að hún sé sönnun þess, að eftir 1263 hafi Norðmenn verið þarna í minni hluta og hafzt við á smáeyjunum hjá Barrey, en að lok- um hafi Skotar brytjað þá niður. Sögnina um það, að Norðmenn hafi verið magnþrota og varnarlausir um nætur, hafa menn reynt að skýra með því, að það hafi þá verið siður, eins og hjá Böskum allt fram að þessu, að karlmenn hafi haft ungbörnin í hvílu sinni meðan mæðurnar lágu á sæng. Stærsta eyjan í Suðureyjum er Skye, sem á norrænu hét Skíð. — Sundið milli hennar og lands heit- ir Kyleakin, sem talið er þýða Há- konarsund, og hafi fengið nafn af því að þar sigldi Hákon konungur flota sínum (Kyle = kíll, sund og Akin = Hákon). Einhvern tíma hefur fjöldi Norðmanna átt heima á Skíð, það sést á því að enn eru um 60% af örnefnum þar komin úr norrænu. Skíð skiptist í 7 héruð og öll héraðanöfnin eru norræn. Höfuðættin þar er Macleod-ættin, sem komin er af Ljóti (Leod) syni Ólafs konungs svarta á Mön. Þessi ætt á Dunvegan-höll, sem talin er elzta bygging í Skotlandi. Núver- andi höfuð ættarinnar er Flora Macleod of Macleod og hún er 28. maður frá Ljóti, sem ættin er kennd við. Ljótur fekk Dunvegan- höll með konu sinni, sem var dóttir Macrallt (en Macrallt er talið að þýði Haraldsson). Þetta er ekki eina höfðingjaættin, sem brotin er af norsku bergi. Á Katanesi er ætt- in Gunn. Þá er Lamont-ættin (en Lamont er sama nafnið og lögmað- ur á norrænu). MacDönald-ættin og MacDougalLættin eru báðar komnar af manni sem Sumarliði hét og dó 1164. Þá er Macqueen-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.