Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 16
140 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hafi komizt yfir eitthvert skjal, sem styðji mjög þá ágizkun að einmitt þarna hafi Drake fólgið fé sitt. Þeir félagar hafa nóg fé til þess a3 stunda þessa leit um langan tíma og allir hafa þeir kynnt sér rækilega hin- ar nýustu aðferðir til þess að finna gull í jörð. Hafa þeir því með sér vísindalegan útbúnað og eitt af helztu verkfæium þeirra er hinn svonefndi „Radiometer", sem nú er mikið not- aður til þess að leita uppi góðmálma í jörð. Á eynni Masatierra er mikið af hell- um, sem gerðir hafa verið af manna- höndum einhvern tíma aftur í grárri forneskju. Veit enginn hverjir hafa gert hella þessa, en talið er að þarna hafi í fyrndinni búið einhver þjóð- flokkur, sem annað hvort hafi orðið strádauða, eða þá flúið þaðan af ein- hverjum orsökum. í einhverjum þess- ara hella hyggja leitarmenn að féð muni fólgið. En þeir voru svo óheppn- ir i fyrra að rigningartíminn var að byrja, þegar þeir komu til eyanna, svo að ekkert gat orðið úr rannsóknum þá, en nú eru þeir nýlega farnir til eyanna í annað sinn og vænta nú betri árangurs. *é 5W *d ^jriaoraPoh Margt fer forgörðum. Ólafur Jónsson frá Elliðaey skrifar Lesbókinni: — Árið 1909 var ég á ferð norður í Árnesi í Trékyllisvík. Þar í kirkjugarðinum rakst ég á fjól á leiði og voru á henni eftirfarandi línur: Hér hvílir í hollri ró hold liðið sæmdarmanns. Andinn, sem í þvi bjó, upp fór til sæluranns. Jens Nyborgs heiti hann hafði á vorri jörð, blóm dygða bera vann, beykir við Reykjafjörð. Árið 1946 kom ég aftur á sömu slóð- ir, en þá var fjölin horfin. Dighton Rook Bæði Rafn, Anderson o. fl. hafa reynt að sanna, að fundizt hafi menjar eftir íslendinga á austurströnd Ameríku, F X ¦ ¦•£'.' / ARNASAFNI tV«% u íj ?a ^áVð«c í^c^ttttií bxí*n*i* **&jfm*pt** *M*i*HU&ufm.^twf4m^&t**m}>^ f f-**Jp, • *f* it/-fé%m*ra*W u*á*$H*mmi****a n tw 4ft*&$*m mf%* *ttf**t*ty*tn* fyfá ttWto^lA*^ *f«ttf €Sjp*„:-. % "¦ 4 m... \ tyáhrt Pti-Al ll?u*fii >*<iti: ití'$yt(gécéf$lg^jíi&i^to Jfi^mm^0^t ttmifcz GAMLI SÁTTMÁLI, þeir skilmálar sem settir voru af hálfu íslendinga er þeir gengu konungi á hönd, er ekki til í frumriti, en mörg yngri handrit hans eru varðveitt. Jón Sigurðsson hefur rannsakað þau af mikilli kostgæfni, enda var óspart vitnað til Gamla sáttmála í frelsisbaráttu íslendinga á 19. öld. Sú uppskrift Gamla sáttmála, sem Jón Sigurðsson taldi elzta er í AM 175 A, 4to, og er talin frá því um 1400. Eftirmynd hennar er hér að ofan. Textinn er prentaður í 1. bindi Fornbréfasafnsins bls. 670—71. t. d. rúnaletur á hinum svonefnda Dighton Rock, og jafnvel þótzt geta lesið þar nafnið Þorfinnur (þ. e. Þor- finnur karlsefni) o. fl., en þetta rúna- letur hefir reynzt að vera eintómt Indíánapár, sem ekkert á skylt við rúnir, og í engu sambandi stendur við fund Vínlands. — (Dr. Valtýr Guðm.) . é Loftur í Ranakoti. Loftur gamli Loftsson í Ranakoti (1778—1856) þótti einkennilegur um margt, ósköp ánægður með sitt, þótt fátækur væri og grobbinn í tali. Þetta spakmæli er haft eftir honum: „Ef Danakóngur missir sjómagtina, þá er hann ekki betri en ég", (ísl. sagnaþ.) f gamalli lækningabók stendur heilræði um það hvernig menn eigi að sjá jafn vel á nóttu sem degi.*Menn eiga að bera blóð úr músar- bróður í og um augu sér, eða þá að hræra saman hjarta úr alsvörtum ketti og ýstru úr alhvítum hana og bera í augun. En til þess að sjá hulda hluti skal maður bera á sér arnarauga og maka því í kringum augu sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.