Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 14
138 '
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Að handan:
Sagan um Betty
MAÐUR er nefndur Stewart Ed-
ward White og er Bandaríkjamað-
ur. Hann er rithöfundur og hefur
ritað margar skáldsögur. En í
október 1940 gaf hann út bók um
annað efni. Hún heitir „The Unob-
structed Universe“ og flaug svo út,
að margar útgáfur voru prentaðar
hver á eftir annarri. í þessari bók
segir hann frá eitthvað 40 samtöl-
um, sem hann átti við konu sína,
Elisabeth Grant White, eftir það
að hún andaðist hinn 5. október
1939 í Kaliforniu.
Þau hjónin höfðu áður fengizt
við dulræn fyrirbrigði. Það byrjaði
með því, um 20 árum áður en Betty
dó (en svo var frú White jafnan
ncfnd af vinum sínum) að þau
gerðu það að gamni sínu að reyna
að koma borði á stað. En það fór
svo ao borðið fleygðist fram og
aftur með svo snöggum viðbrögð-
um, að þau gátu ekki fylgzt með.
Þá ákváðu þau að verja einni stund
á dag eftir það til þess að athuga
dulræn iVrirbrigði. Betty byrjaði
á því að rcvna að skrifa ósjálfrátt.
Fyrst í rtað gckk það illa og rugl-
íngslegt það, sem hún skrifaði, en
brátt lagaðist þetta, skriftin varð
grcinilcg og Skilmerkilegt allt, sem
þár stóð.
Þctta varð til þcss að Betty upp-
götvaði aö hún 'hafði miðilshæfi-
leika og á napstu þ'remur árum
þroskaði hún þennan hæfileika
otrúlcga mikið, svo að lm-n gat
farið sáliörum, ög kom það bft
fyrír.
Það var eínu siuni árið 1923 að
hún hvíldiöt á legubekk í heimili
þeirra hjóna í iýaliíormu. Þá segir
hún allt í einu við mann sinn að
nú hafi hún fengið samband við
frænda sinn, sem var í 3000 mílna
fjarlægð. Hún hafði ekki séð hann
lengi, en nú sagði hún að hann
lægi í sjúkrahúsi. Hún lýsti her-
berginu sem hann var í og öllu,
sem þar var inni, þar á meðal lit-
unum á blómum, sem stóðu þar í
vasa. Hún lýsti nokkrum mismun-
andi stórum meðalaglösum, sem
stóðu þar á borði. Og hún lýsti
veikindum frænda síns. Þetta var
allt skrifað og reyndist hárrétt
seinna meir.
Nokkru seinna voru þau hjónin
á ferð á skemmtibáti. Veður var
gott og stafaði svo miklum glampa
af sjónum að Betty fékk ofbirtu í
augun og lokaði þeim sem snöggv-
ast. Þá sá hún sýn: skuggalegan
mann, á litlum grænum báti. Mað-
urinn var með bót fyrir öðru aug-
anu og á höfðinu hafði hann hatt
með slapandi bÖrðúm, líkt og sjó-
ræningjar notuðu áður.
Þau voru nú stödd á þeim slóð-
um þar sem engra mannaferða var
von. Og í tvo daga sigldu þau síðan
án þess að verða nokkurs vör. En
þá rákust þau á manninn í græna
bátnum. Hann var nákvæmlega
cins útlits og Bctty hafði lýst. Hann
var með linan hatt á höfði og bót
fyrir öðru auganu.
Ötal dæmi voru önnur um fjar-
skyggni Bettys. — Safnaði White
þeim sögum saman í bók, sem kom
út 1937 og heitir rThe Betty Book“.
En þá vissu fæstir að Betty vat
kona hans.
Nóttina sem Betty andaoist var
White a ferð upp í fjöllum Kali-
forníu. Hann varð þess skyndilega
var, að Betty var þar hjá honum.
Hann sá hana ekki, hann heyrði
ekki til hennar, en hann fann
glögglega til návistar hennar. Og
þetta skeði hálfri stundu eftir að
hún gaf upp andann. Og oft seinna
kom þetta fyrir að hann fann til
nálægðar hennar jafn glögglega og
hún stæði ljóslifandi hjá honum.
Nokkrum mánuðum eftir að
Betty dó fór hann til New York
til þess að sjá um útgáfu á nýrri
bók. Hann fór þá til kunningja
sinna, sem heima áttu í einu af
úthverfum borgarinnar. Hann kall-
ar þau Joan og Darby. Þau höfðu
þekkt Betty vel og oft verið á til-
raunafundum hjá henni. Og nú
sagði Joan honum frá einkennilegu
atviki, sem komið hafði fyrir hana
eitt sinn er hún fór í búðir. Hún
hafði keypt tvo kínverska kassa úr
kamfóruviði, og vissi ekkert til
hvers hún keypti þá né hvað hún
ætlaði að gera við þá. Nokkru
seinna var haldinn tilraunafundur
á heimili þeirra. Þar kom Betty
fram og kvaðst hafa ráðið því að
hún keypti þessa kassa. Kvaðst hún
hafa gert það til þess að sanna að
hún væri lifandi enn, handan við
gröf og dauða. Hún bað þau hjónin
„að fara til Millicent, því að hana
hefði lengi langað til að eignast
kassa úr kamforuviði, en hvergi
getað fengið hann“. Þessi Millicent
var systir White, en Joan þekkti
hana ekki og vissi ekki að White
ætti neina systur. Hér var því sönn-
unin, sem Betty var að tala um.
Auðvitað varð hún enn velgameiri
ef það skyldi reynast rétt, að,Milli-
cent hefði verið að rcýna að út-
vega sér kassa úr kamíóruviði, en
ekki tekizt það.
Það reyndist rétt.
Meðan Betty lá banaleguna hafði
hún talað um það að sig langaði til
þess að hjálpa þeim sem sjúkir