Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 132 Magnús Jensson í VENE ZU Enn höldum við suður á bóginn og nú með fullfermi af hrásykri til Puerto Cabello í Venezuela. Við siglum fyrir austurodda Kúbu, um Windward sundið milli hennar og Haiti, sem rís hálend í austrinu, en í vestri er Jamaica. Leið okkar ligg- ur þvert yfir Karabiska hafið, sem takmarkast af hinum fjölmörgu Litlu Antilleseyjum í austri, en þær hafa evrópisku stórveldin eignað sér, þ. e. a. s. þær, sem einhver fengur er í. Flestar eiga Englend- ingar, þá Frakkar og Hollendingar. Sjórinn er rennisléttur og sólin hátt á lofti, því við erum ekki ýkja langt fyrir norðan Miðjarðarlínu. Hitinn er mikill, eða um 32 stig á Celsius, en loftið er afar rakt, næstum því eins og gufa, þó er ekkert mistur, en skýjafar mikið. Þegar myrkrið er skollið á byrja skruggur og eldingar. Allt loftið logar og hávaðinn er eins og ósht- ættin (en Macqueen er sama og Sveinsson). Sunnan við Skið eru tvær smá- eyjar, sem heita Canna og Sanday (Sandey) og á milli þeirra er góð höfn, hin eina örugga höin hér um slóðir. Það var því eðhlegt að nor- rænir víkingar settust þar fyrst að. Þessarar hafnar er getið í sögu Guðmundar biskups góða. Á þess- um tveimur eyjum er fjöldi nor- rænna örnefna, og eins í sundun- um. Þar eru nöfn eins og Steðji, Skarfasker og Hellusker og Boði. Garður kemur þar einnig fyrir í ^ tnerkingunni skerjagarður. — í in fallbyssuskothríð frá stórri flota- deild. Svo hellist regnið niður og þeir sem inni eru flýta sér út til þess að njóta hressingarinnar og svala líkamanum, því eftir ör- skamma stund hættir steypibaðið og hávaðinn byrjar aftur. Brátt förum við að mæta olíu- skipum, sumum afar stórum og hraðskreiðum, en það er engin furða, því nú erum við að nálgast land, sem framleiðir um 100 millj. smálesta af olíu árlega, eða til þess að gera sér betur grein fyrir þessu magni, 1,9 millj. tunnur á dag. Venezuela er annað stærsta olíulandið í Vesturálfu, en eins og vitað er, hafa Bandaríkin þar for- ystuna í því eins og flestu öðru. Síð- an í stríðslok 1945 hefur olíufram- leiðsla landsins þvínær tvöfaldast. Þó eru enn stór svæði, þar sem bú- izt er við að olía sé í jörðu, órann- sökuð. Af þessari framleiðslu eru þröngu sundi milli eyjanna heitir Fadhall, en það er gamla norræna nafnið Vaðill. Út í þetta sund gengur Bruarnis, sem er sama og Brúarnes. Á Canna er langur og lágur tangi, sem heitir Langanis og er sama og Langanes. Og þanriig mætti halda lengi áfram. Á Sandey eru nokkur forn kuml, sem hafa verið rannsökuð og eru þau frá víkingaöld. Á Langanesi er stór kumlateigur, sem enn hefur eigi verið hreyfður. Þar er aflang- ur haugur sem virðist benda til þess að þar hafi einhver verið lieygður í skipi sínu. Frá íerðum Kötlu IV. E L A 90% í höndum erlendra fyrirtækja, bandarískra og hollenskra, ríkið fær 50% ágóðahluta, sem er 60% af þjóðartekjunum og 95% aí gjald eyristekjum landsins. Landið er víðáttumikið en hefur þó færri íbúa en Kúba og stór landsvæði eru enn óræktuð og ónumin. Það býður því fjársterk fyrirtæki velkomin til landsins og eins innflytjendur til landbúnaðarstarfa. Þangað hafa að- allega flutzt ítalir, Spánverjar og Portugalar, en einnig nokkrir Norð- urlandabúar, en þeir hafa fæstir ílenzt þar vegna loftslagsins. T. d. má geta þess að talsvert margir Danir fluttu þangað á árunum rétt fyrir síðustu heimstyrjöld. Útlend- ingar eru vel séðir í þessu landi. Olíufélögin veita 50.000 verka- mönnum trygga og mjög vel laun- aða atvinnu og hafa byggt handa þeim um 20.000 íbúðarhús og auk þess 53 skóla, sem kostuðu um 23 millj. bolivars (1 amerískur doll- ar jafngildir 3.2 boliv.), en laun ófaglærðra verkamanna er 32 boli- vars á dag og meðal árstekjur um 20.000 boliv., eða sem svarar rúm- um 100 þús. ísl. krónum! og at- vinnuleysi þekkist ekki í landinu. Mannvirki og annað í sambandi við þennan mikla olíuiðnað hafa kostað um 1500 millj. dollara. Loks er með samningi ríkisstjórnarinn- ar tryggt lágt verð á benzíni til innanlandsnotkunar, eða sem svar- ar til 40 ísl. aura lítrinn. í Caballo er ágæt höfn. Stór uppfylling og miklar vöruskemm- ur. Engin olíuafgreiðsla fer fram

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.