Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Blaðsíða 2
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
{ 190
ágætu meðmælum, sem hann hafði
meðferðis frá Hollandi.
Þessi ai,vik urðu til þess, að Rönt-
gen hlaut framhaldsmenntun í
Sviss. Þar lagði hann einkum stund
á stærðfræði, eðlisfræði og náttúru-
vísindi, en hafði einnig áhuga fyrir
listum, bókmenntum og sögu, og
sótti fyrirlestra í þeim greinum.
Hann lauk verkfræðiprófi með
ágætum, og doktorsprófi við há-
skólann i Ziirich, 12. júní 1869, þá
24 ára að aldri.
Ilöntgen var náttúruskoðari
og fjallgöngumaður
f Þótt RÖntgen væri iðinn við nám-
\ ið, sérstáklega þegar frá leið, og
hefði að því loknu aflað sér álits
. vina sinna og kennara sem vísinda-
mannsefhi, hafði hann þó á þessum
árum Önnur áhugamál og ánægju-
stundir. Hann var mikill náttúru-
vinur og náttúruskoðari. Hann var
heillaður af hinu tignarlega fjalla-
^ landslagi í Sviss og gerðist mjög
áhugasamur fjallgöngumaður,
\ hafði unun af því að klífa háa
't tinda. Eitt sinn varð hann fyrir því
^ óhappi að hrapa í fjallgöngu. Hann
‘ særðist alvarlega og fannst af
hendingu, ósjálíbjarga. Þegar hann
var orðinn heill aftur, seiddu þó
\ fjöllin enn sem fyrr, og einnig
‘t vatnið í'agra við Zúrich, þar sem
\ hann ren iðulega sér til skemmt-
unar. — Um tíma voru þessar
^ skemmtiferðir orðnar alltímafrek-
ar. Vinur Röntgcns og kennari í
\ eðlisfræði, prófessor Kundt, benti
honum á það, að ekki myndi verða
mikið úr prófi með þessu lagi. —
Röntgen vissi, að þetta var af vin-
\ arhug mælt, og sneri sér að nám-
{ inu af alhug. Síðar varð hann að-
\ stoðarmaður um mörg ár hjá þess-
i um sama"kennara, og fylgdist með
^ honum tii Þýzkalands. í bréfi til
\ yinar sín£, E. L. Albert verkfræð-
ings, 12. ilóv-1922, n^jmist Röntgen
enn þessa velgjörðarmanns síns,
sem leiddi hann inn í eðlisfræðina
og hreif hann úr óvissunni um
íramtíðina, en þannig kemst hann
að orði um prófessor Kundt.
Röntgcngeislarnir fundnir
Röntgen var orðinn kunnur vís-
indamaður áður en hann fann rönt-
gengeislana, og hafði verið prófess-
or við ýmsa háskó'la í Þýzkalandi.
8. nóvember 1895 uppgötvaði hann
geisla þá, sem síðan eru við hann
kenndir. Þá var hann prófessor í
eðlisfræði við háskólann í Wúrz-
burg. Hann var að rannsaka ljós-
fyrirbrigði og geisla, sem koma
fram við rafmagnsúrhleðslu í gler-
hylki, sem lofti hafði verið dælt úr.
Háspenntum rafstraum var hleypt
á milli tveggja skauta, sem brædd
voru í enda hylkisins, svo að loft
kæmist ekki inn í það. Þessi fvrir-
brigði höfðu verið rannsökuð af
ýmsum vísindamönnum um nokkra
áratugi, og ósýnilegir gcislar, aðrir
en röntgengeislar, fundizt (katoðu-
geislar). Þess hafði orðið vart á
sumum rannsóknarstoíum, að ljós-
myndaplötur eyðilögðust eða voru
með cinkennilegum blettum, og
mun þar hafa gætt áhrifa írá rönt-
gengeislum, cn þessum filmu-
skemmdum var ekki gefinn nægi-
legur gaumur. Það var fádæma
skarpskyggni Röntgens og hugvits-
scmi, samfara einstakri nákvæmni
við rannsókn náttúrufyrirbæra,
scm lciddu til þcss, að hann fann
hina óþekktu geisla, sem þarna
höfðu verið að verki.
Röntgen hefur ekki látið cftir sig
frásögn af því, hvernig liann varð
geislanna var, cn sagan segir, að
kvöld eitt, þegar hann var í rann-
sóknarstofu sinni við athugun á
þessum ljósafyrirbrigðum, hafi
hann veitt þv; athygli, að efni, sem
getur orðið sjalflýsandi (fluorescer-
andi) við geislaáhrif, ög lá á borði
í herberginu, gaf frá sér birtu í
hvert skipti, sem hann hleypti há-
spenntum rafstraum i gegnum gler-
hylkið. Honum varð ljóst, að ósýni-
legum geislum, sem gerðu efnið
lýsandi, hlaut að stafa frá hylkinu.
Hann sökkti sér niður í rannsókn
á þessu og fann, að spjald roðið
slíku efni, þ. e. skyggnispjald, gaf
birtu á sama hátt. Ef bók var sett
á milli spjaldsins og hylkisins, kom
fram gagnsær skuggi af bókinni.
Geislarnir smugu í gegnum bókina.
Sér til mikillar undrunar sá hann
einnig beinin í sinni eigin hendi á
skyggnispjaldinu. — Nýir geislar
voru uppgötvaðir.
Rannsókn á cðli gcislanna
Næstu vikur eftir þessa uppgötv-
un yfirgaf Röntgen sjaldan rann-
sóknarstofu sína. Með ótrúlegri
elju rannsakaði hann eiginleika
þessara nýju geisla. Á tæpum
tveim mánuðum lauk hann rann-
sóknum sínum, og lagði undirstöð-
una að þekkingu manna á eðli
þeirra. 28. desembcr 1895 skýrði
hann frá uppgötvun sinni og lýsti
eiginleikum geislanna. Hann ncfndi
þá x-geisla, og hefur það nafn að
mestu haldizt í hinum enskumæl-
andi heimi, annars eru þeir að jafn-
aði nefndir röntgengeislar eftir
Röntgen sjálfum.
Fyrsta ritið um geislana var 12
blaðsíður og heitir „Uber eine neue
Art von Strahlen“, þ. e. um nýja
tegund geisla. Og á næstu 2 árum
birti hann 2 stutt viðbótarrit. —
Röntgen var óvenju íáorður en
gagnorður, og með þessum visinda-
ritum hafði hann upplýst heiminn
um allar þær grundvallarreglur,
sem gilda um eðli og eiginleika
röntgengeislanna. Það er einstakt
vísindalegt ai'rek. Engar af athug-
unum hans haía þurft leiðréttingar
við síðar. Þær viðbætur og skýr-
ingar, sem íram hafa komið, eiga